Segir sína menn þurfa að eiga tvo frábæra leiki til að komast áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 14:01 Klopp er spenntur fyrir einvíginu gegn Real Madríd. Cristiano Mazzi/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir sína menn þurfa að eiga tvo frábæra leiki til að slá Real Madríd út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Að sama skapi Þjóðverjinn að Real þurfi ekki að eiga sína bestu leiki til að komast áfram. Eftir 3-0 tap gegn Wolves í upphafi mánaðar hefur Liverpool unnið bæði Everton og Newcastle United með tveimur mörkum gegn engu. Klopp vonast til að lið sitt taki þann meðbyr með sér inn í einvígið gegn Spánar- og Evrópumeisturunum. „Ég er mjög ánægður að leikurinn sé núna, hefði verið allt annað hefðum við spilað fyrir fjórum vikum síðan. Lífið snýst um tímasetningar. Mögulega höfum við fundið taktinn þó ég hefði búist við að við yrðum líkir sjálfum okkur þó við hefðum ekki unnið síðustu tvo leiki þar sem þetta er önnur keppni og maður verður að nýta tækifæri sem þessi,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við getum vonandi byggt ofan á þessa tvo sigra en það er ljóst að við þurfum að spila frábærlega í báðum leikjunum til að komast áfram. Það truflar mig ekkert, maður þarf að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika. Real þarf það hins vegar ekki til þess að eiga möguleika, það er munurinn. Ég get ekki beðið,“ bætti sá þýski við og var mögulega að minnast á úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni á síðasta ári. Þar var Liverpool mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda en samt tókst Real Madríd að landa 1-0 sigri. Klopp hafði ekki horft aftur á þann leik þangað til nú um daginn. 'I didn't watch Champions League final again until last weekend, it was torture' - Klopp https://t.co/jnSMNU71WW pic.twitter.com/OhvuA4CCI1— Reuters (@Reuters) February 20, 2023 „Ég áttaði mig strax á af hverju ég hafði ekki horft á leikinn aftur, það var kvöl og pína. Við spiluðum vel og áttum að vinna leikinn. Þeir skoruðu markið sem skildi liðin af, ekki við. Maður sá hversu reynslumikið lið Madríd er, hversu litlu máli það skipti að andstæðingurinn fengi færi. Sjálfstraustið fór aldrei niður á við, þeir vissu alltaf að þeir myndu fá færi.“ „Það er saga á milli þessara félaga. Það virðist sem annað okkar sé alltaf í úrslitum og til að komast í úrslitaleikinn þarftu að fara í gegnum okkur eða þá. Að þessu sinni mætumst við, sjáum til hver fer áfram.“ Á endanum tjáði Klopp sig um rasismann í garð Vinícius Júnior, leikmanns Real Madríd. „Það er ekkert í heiminum sem afsakar kynþáttaníð,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Eftir 3-0 tap gegn Wolves í upphafi mánaðar hefur Liverpool unnið bæði Everton og Newcastle United með tveimur mörkum gegn engu. Klopp vonast til að lið sitt taki þann meðbyr með sér inn í einvígið gegn Spánar- og Evrópumeisturunum. „Ég er mjög ánægður að leikurinn sé núna, hefði verið allt annað hefðum við spilað fyrir fjórum vikum síðan. Lífið snýst um tímasetningar. Mögulega höfum við fundið taktinn þó ég hefði búist við að við yrðum líkir sjálfum okkur þó við hefðum ekki unnið síðustu tvo leiki þar sem þetta er önnur keppni og maður verður að nýta tækifæri sem þessi,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við getum vonandi byggt ofan á þessa tvo sigra en það er ljóst að við þurfum að spila frábærlega í báðum leikjunum til að komast áfram. Það truflar mig ekkert, maður þarf að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika. Real þarf það hins vegar ekki til þess að eiga möguleika, það er munurinn. Ég get ekki beðið,“ bætti sá þýski við og var mögulega að minnast á úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni á síðasta ári. Þar var Liverpool mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda en samt tókst Real Madríd að landa 1-0 sigri. Klopp hafði ekki horft aftur á þann leik þangað til nú um daginn. 'I didn't watch Champions League final again until last weekend, it was torture' - Klopp https://t.co/jnSMNU71WW pic.twitter.com/OhvuA4CCI1— Reuters (@Reuters) February 20, 2023 „Ég áttaði mig strax á af hverju ég hafði ekki horft á leikinn aftur, það var kvöl og pína. Við spiluðum vel og áttum að vinna leikinn. Þeir skoruðu markið sem skildi liðin af, ekki við. Maður sá hversu reynslumikið lið Madríd er, hversu litlu máli það skipti að andstæðingurinn fengi færi. Sjálfstraustið fór aldrei niður á við, þeir vissu alltaf að þeir myndu fá færi.“ „Það er saga á milli þessara félaga. Það virðist sem annað okkar sé alltaf í úrslitum og til að komast í úrslitaleikinn þarftu að fara í gegnum okkur eða þá. Að þessu sinni mætumst við, sjáum til hver fer áfram.“ Á endanum tjáði Klopp sig um rasismann í garð Vinícius Júnior, leikmanns Real Madríd. „Það er ekkert í heiminum sem afsakar kynþáttaníð,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01