„Við munum mæta mjög orkumiklir“ Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 11:00 Aron Dagur Pálsson er klár í slaginn gegn PAUC í kvöld. VÍSIR/VILHELM Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. „Þetta er risaleikur og það verður bara ógeðslega gaman að spila þennan leik,“ segir Aron Dagur en ljóst er að franska liðið, sennilega með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, verður afar erfiður andstæðingur. „Þetta er reynslumikið lið, með reynsluna fram yfir okkur, og þeir vita hvað þarf til að vinna svona úrslitaleiki. En við munum mæta mjög orkumiklir og vonandi náum við upp okkar hraða, og þá held ég að við eigum mjög góðan séns. Ég held að það sé viðbúið að einhverju leyti að þeir reyni að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru að díla við einhver meiðsli og geta ekki rúllað liðinu eins mikið og þeir eru vanir að gera. Það myndi því ekki koma okkur á óvart ef þeir reyndu að draga niður tempóið en ef þeir vilja hlaupa með okkur þá þiggjum við það líka,“ segir Aron Dagur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Aron Dagur um úrslitaleikinn í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn töpuðu á útivelli gegn PAUC, 32-29, eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins. „Í fyrri leiknum vorum við ekki endilega á okkar besta stað. Það voru lítil meiðsli hér og þar. Við spiluðum heilt yfir fínan leik en síðan molnaði aðeins undan þessu síðasta korterið. Ég hef trú á að við séum reynslunni ríkari og allir á betri stað, svo ég held að við getum verið bjartsýnir,“ segir Aron Dagur. Aron Dagur Pálsson og félagar á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hlíðarendi „ógeðslega mikilvægur“ PAUC hefur ekki gengið neitt frábærlega á útivelli og tapað bæði gegn Benidorm og Ferencváros. Valsmenn ætla að sjá til þess að PAUC fari einnig án stiga frá Hlíðarenda: „Hann er ógeðslega mikilvægur fyrir okkur. Hingað til hefur verið frábær stemning á heimaleikjunum okkar, langskemmtilegustu leikirnir á tímabilinu með troðfulla höll. Vonandi verður hún troðin af Völsurum og öðrum [í kvöld] og þeir veita okkur þessi aukaprósent sem við þurfum til að sigla þessu í höfn,“ segir Aron Dagur. Valsmenn hafa síðustu misseri tapað örfáum leikjum hér á landi en þeir töpuðu á föstudaginn í bikarleik gegn Stjörnunni. Situr það í mönnum? „Nei, það held ég nú ekki. Auðvitað var ógeðslega svekkjandi að detta út úr bikarnum. Þetta var keppni sem við ætluðum okkur að vinna. Það tekst ekki og ef eitthvað er þá verða menn bara enn mótíveraði í að eiga alvöru leik [í kvöld] og tryggja okkur fleiri leiki í þessari keppni,“ segir Aron Dagur. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
„Þetta er risaleikur og það verður bara ógeðslega gaman að spila þennan leik,“ segir Aron Dagur en ljóst er að franska liðið, sennilega með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, verður afar erfiður andstæðingur. „Þetta er reynslumikið lið, með reynsluna fram yfir okkur, og þeir vita hvað þarf til að vinna svona úrslitaleiki. En við munum mæta mjög orkumiklir og vonandi náum við upp okkar hraða, og þá held ég að við eigum mjög góðan séns. Ég held að það sé viðbúið að einhverju leyti að þeir reyni að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru að díla við einhver meiðsli og geta ekki rúllað liðinu eins mikið og þeir eru vanir að gera. Það myndi því ekki koma okkur á óvart ef þeir reyndu að draga niður tempóið en ef þeir vilja hlaupa með okkur þá þiggjum við það líka,“ segir Aron Dagur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Aron Dagur um úrslitaleikinn í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn töpuðu á útivelli gegn PAUC, 32-29, eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins. „Í fyrri leiknum vorum við ekki endilega á okkar besta stað. Það voru lítil meiðsli hér og þar. Við spiluðum heilt yfir fínan leik en síðan molnaði aðeins undan þessu síðasta korterið. Ég hef trú á að við séum reynslunni ríkari og allir á betri stað, svo ég held að við getum verið bjartsýnir,“ segir Aron Dagur. Aron Dagur Pálsson og félagar á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hlíðarendi „ógeðslega mikilvægur“ PAUC hefur ekki gengið neitt frábærlega á útivelli og tapað bæði gegn Benidorm og Ferencváros. Valsmenn ætla að sjá til þess að PAUC fari einnig án stiga frá Hlíðarenda: „Hann er ógeðslega mikilvægur fyrir okkur. Hingað til hefur verið frábær stemning á heimaleikjunum okkar, langskemmtilegustu leikirnir á tímabilinu með troðfulla höll. Vonandi verður hún troðin af Völsurum og öðrum [í kvöld] og þeir veita okkur þessi aukaprósent sem við þurfum til að sigla þessu í höfn,“ segir Aron Dagur. Valsmenn hafa síðustu misseri tapað örfáum leikjum hér á landi en þeir töpuðu á föstudaginn í bikarleik gegn Stjörnunni. Situr það í mönnum? „Nei, það held ég nú ekki. Auðvitað var ógeðslega svekkjandi að detta út úr bikarnum. Þetta var keppni sem við ætluðum okkur að vinna. Það tekst ekki og ef eitthvað er þá verða menn bara enn mótíveraði í að eiga alvöru leik [í kvöld] og tryggja okkur fleiri leiki í þessari keppni,“ segir Aron Dagur. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira