Stjórnendurnir fjórir eru Diljá Valsdóttir, Rósa Hugosdóttir, Valur Guðlaugsson og Snorri Helgason.
Dilja verður markaðsstjóri fyrirtækisins en hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan árið 2017. Hún er með B.Sc.-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og diplómagráðu í stafrænni markaðssetningu frá Hyper Island.
Rósa mun leiða nýtt vörurannsóknarteymi fyrirtækisins. Hún er heilbrigðisverkfræðingur að mennt og með doktorspróf frá Álaborgarháskóla. Hún hefur starfað hjá Nox Medical síðan í febrúar árið 2021.
Valur hefur verið ráðinn sem sérfræðingur á fjármálasviði. Hann er hagfræðingur að mennt og með M.Acc-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun. Valur kemur til Nox Medical frá Wise lausnum.
Snorri mun leiða teymi um markaðsaðgengismál fyrirtækisins. Hann er heilsuhagfræðingur að mennt frá Álaborgarháskóla og hefur unnið hjá Nox Medical síðan árið 2017.