Ákærður fyrir að leka ríkisleyndarmálum Atli Ísleifsson skrifar 21. febrúar 2023 14:24 Hinn 75 ára Claus Hjort Fredriksen var varnarmálaráðherra Danmerkur á árunum 2016 til 2019. EPA Saksóknari í Danmörku hefur birt fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, Claus Hjort Frederiksen, ákæru um að hafa lekið ríkisleyndarmálum sem varði þjóðaröryggi. Frá þessu segir í fréttatilkynningu á vef ríkissaksóknara í Danmörku sem birt var í dag. Hjort Frederiksen neitar sök í málinu. Málið snýr að því að árið 2020 staðfesti Frederiksen í viðtali við Weekendavisen og fleiri fjölmiðla að leyniþjónusta danska hersins, FE, hafi unnið saman með bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, NSA, að njósnum í gegnum ljósleiðara. Hjort Frederiksen lét af þingmennsku í lok síðasta árs og missti þar með friðhelgi, en hefði hann enn setið á þingi hefði þingheimur þurft að greiða sérstaklega atkvæði um hvort ætti að ákæra hann. Hjort Frederiksen hefur sjálfur óskað eftir því að málið verði tekið fyrir til að hann geti hreinsað sig af málinu. Vegna eðlis ákærunnar á Hjort Fredriksen að hámarki yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, verði hann fundinn sekur. Hinn 75 ára Claus Hjort Fredriksen var varnarmálaráðherra Danmerkur á árunum 2016 til 2019. Hann var sömuleiðis fjármálaráðherra á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2016. Hann átti sæti á danska þinginu frá 2005 til 2022. Danmörk Tengdar fréttir Ríkissaksóknari Danmerkur vill ákæra fyrrverandi varnarmálaráðherra Ríkissaksóknari Danmerkur vill að varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Claus Hjort Frederiksen, verði ákærður fyrir að hafa deilt upplýsingum sem varða þjóðaröryggi til fjölmiðla og þar með gerst sekur um landráð. 12. maí 2022 10:36 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, er grunaður af dönsku lögreglunni um að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Frá þessu segir í fréttatilkynningu á vef ríkissaksóknara í Danmörku sem birt var í dag. Hjort Frederiksen neitar sök í málinu. Málið snýr að því að árið 2020 staðfesti Frederiksen í viðtali við Weekendavisen og fleiri fjölmiðla að leyniþjónusta danska hersins, FE, hafi unnið saman með bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, NSA, að njósnum í gegnum ljósleiðara. Hjort Frederiksen lét af þingmennsku í lok síðasta árs og missti þar með friðhelgi, en hefði hann enn setið á þingi hefði þingheimur þurft að greiða sérstaklega atkvæði um hvort ætti að ákæra hann. Hjort Frederiksen hefur sjálfur óskað eftir því að málið verði tekið fyrir til að hann geti hreinsað sig af málinu. Vegna eðlis ákærunnar á Hjort Fredriksen að hámarki yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, verði hann fundinn sekur. Hinn 75 ára Claus Hjort Fredriksen var varnarmálaráðherra Danmerkur á árunum 2016 til 2019. Hann var sömuleiðis fjármálaráðherra á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2016. Hann átti sæti á danska þinginu frá 2005 til 2022.
Danmörk Tengdar fréttir Ríkissaksóknari Danmerkur vill ákæra fyrrverandi varnarmálaráðherra Ríkissaksóknari Danmerkur vill að varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Claus Hjort Frederiksen, verði ákærður fyrir að hafa deilt upplýsingum sem varða þjóðaröryggi til fjölmiðla og þar með gerst sekur um landráð. 12. maí 2022 10:36 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, er grunaður af dönsku lögreglunni um að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Ríkissaksóknari Danmerkur vill ákæra fyrrverandi varnarmálaráðherra Ríkissaksóknari Danmerkur vill að varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Claus Hjort Frederiksen, verði ákærður fyrir að hafa deilt upplýsingum sem varða þjóðaröryggi til fjölmiðla og þar með gerst sekur um landráð. 12. maí 2022 10:36
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, er grunaður af dönsku lögreglunni um að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58