„Þykir vænt um Val og á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. febrúar 2023 23:00 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var orðlaus yfir frammistöðu Vals og þeirri staðreynd að Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. „Ég er orðlaus bara. Bæði yfir húsinu og frammistöðu liðsins. Undirbúningurinn var fáránlega góður og það sem við lögðum í þetta var mjög gott,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Það er yndislegt að vera að þjálfa þetta lið og forréttindi fyrir mig sem er uppalinn hérna. Mér þykir vænt um Val og ég á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er af þessu.“ Snorri var afar ánægður með spilamennsku Vals og hvernig leikplanið gekk upp. „Mér fannst okkar leikplan ganga upp. Við fengum þau hraðaupphlaup sem við vildum og þeir áttu í vandræðum með það. Auðvitað vorum við inn á milli í vandræðum með línuna en Björgvin [Páll Gústavsson] var sturlaður í markinu svo það kom ekki að sök.“ Í dag var tilkynnt að Guðmundur Guðmundsson væri sem hættur sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið orðaður við starfið en vildi lítið tjá sig um það. „Mér finnst þetta ekki vera tíminn til að ræða þetta. Þessar fréttir komu rétt fyrir leik og ég vil byrja á að segja takk fyrir Gummi og hann á fullt í mér sem þjálfara. Hitt er seinni tíma umræða.“ Valur tryggði sér í kvöld farseðilinn í 16-liða úrslit en það er einn leikur eftir í riðlakeppninni og Snorri ætlaði að reyna að halda liðinu niður á jörðinni. „Það er leikur á föstudaginn á móti ÍR. Það verður verk að ná mönnum niður og einbeita sér að næsta leik gegn ÍR. Ég er ekki með stöðuna í riðlinum á hreinu og það mun koma í ljós hvernig við nálgumst leikinn gegn Ystad,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira
„Ég er orðlaus bara. Bæði yfir húsinu og frammistöðu liðsins. Undirbúningurinn var fáránlega góður og það sem við lögðum í þetta var mjög gott,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Það er yndislegt að vera að þjálfa þetta lið og forréttindi fyrir mig sem er uppalinn hérna. Mér þykir vænt um Val og ég á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er af þessu.“ Snorri var afar ánægður með spilamennsku Vals og hvernig leikplanið gekk upp. „Mér fannst okkar leikplan ganga upp. Við fengum þau hraðaupphlaup sem við vildum og þeir áttu í vandræðum með það. Auðvitað vorum við inn á milli í vandræðum með línuna en Björgvin [Páll Gústavsson] var sturlaður í markinu svo það kom ekki að sök.“ Í dag var tilkynnt að Guðmundur Guðmundsson væri sem hættur sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið orðaður við starfið en vildi lítið tjá sig um það. „Mér finnst þetta ekki vera tíminn til að ræða þetta. Þessar fréttir komu rétt fyrir leik og ég vil byrja á að segja takk fyrir Gummi og hann á fullt í mér sem þjálfara. Hitt er seinni tíma umræða.“ Valur tryggði sér í kvöld farseðilinn í 16-liða úrslit en það er einn leikur eftir í riðlakeppninni og Snorri ætlaði að reyna að halda liðinu niður á jörðinni. „Það er leikur á föstudaginn á móti ÍR. Það verður verk að ná mönnum niður og einbeita sér að næsta leik gegn ÍR. Ég er ekki með stöðuna í riðlinum á hreinu og það mun koma í ljós hvernig við nálgumst leikinn gegn Ystad,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira