Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2023 14:55 Bíllinn var dreginn á land í morgun. Vísir/Egill Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis. Það var rétt fyrir klukkan ellefu sem viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bíl í sjónum í Skerjafirði. Kafarar frá slökkviliðinu leituðu á svæðinu en niðurstaðan var að enginn væri í vatninu. Vísbendingar voru um að ökumaður hefði komist úr bílnum. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, segir ljóst að ökumaðurinn hafi verið kona sem fyrr um morguninn hafði sést köld og illa áttuð á göngu nærri Nauthólsvík. Lögregla hefði fljótlega eftir útkallið um bílinn tengt útköllin tvö saman. Göngustígur liggur í kringum dælustöðina þar sem bíllinn fannst úti í sjó.Vísir/Egill Konan var það köld að ákveðið var að fara með hana á bráðamóttöku Landspítala. Ásmundur segir ökumann sem betur fer hafa slasast mjög lítið. Tildrög slyssins eru ókunn. „Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta varð að fara svona,“ segir Ásmundur. Málið fari í sinn eðlilega farveg. Ástand ökumanns sé rannsakað, blóðsýni sett í rannsókn og þar fram eftir götunum. Ekki þurfi að fjölyrða um að þar sem bíllinn fór út í sjó er engin akbraut heldur göngu- og hjólastígur. Kafarar frá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Ásmundur segir engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum eða neitt þannig á svæðinu. Bíllinn er eðli máls samkvæmt illa farinn en um er að ræða bíl í eigu bílaleigunnar Avis. Halldór Vilberg Ómarsson, verkefnastjóri hjá Avis, sagði bílaleiguna ekki hafa fengið tilkynningu um málið. Hann hefði þó fengið staðfest að um væri að ræða bíl í eigu bílaleigunnar. „Í svona tilvikum bíðum við eftir því að það komi einhvers konar skýrsla frá lögreglu,“ segir Halldór Vilberg. Starfsmenn Króks komu að því að draga bílinn yfir grjótgarðinn og upp á fast land.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Bílaleigur Tengdar fréttir Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Það var rétt fyrir klukkan ellefu sem viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bíl í sjónum í Skerjafirði. Kafarar frá slökkviliðinu leituðu á svæðinu en niðurstaðan var að enginn væri í vatninu. Vísbendingar voru um að ökumaður hefði komist úr bílnum. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, segir ljóst að ökumaðurinn hafi verið kona sem fyrr um morguninn hafði sést köld og illa áttuð á göngu nærri Nauthólsvík. Lögregla hefði fljótlega eftir útkallið um bílinn tengt útköllin tvö saman. Göngustígur liggur í kringum dælustöðina þar sem bíllinn fannst úti í sjó.Vísir/Egill Konan var það köld að ákveðið var að fara með hana á bráðamóttöku Landspítala. Ásmundur segir ökumann sem betur fer hafa slasast mjög lítið. Tildrög slyssins eru ókunn. „Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta varð að fara svona,“ segir Ásmundur. Málið fari í sinn eðlilega farveg. Ástand ökumanns sé rannsakað, blóðsýni sett í rannsókn og þar fram eftir götunum. Ekki þurfi að fjölyrða um að þar sem bíllinn fór út í sjó er engin akbraut heldur göngu- og hjólastígur. Kafarar frá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Ásmundur segir engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum eða neitt þannig á svæðinu. Bíllinn er eðli máls samkvæmt illa farinn en um er að ræða bíl í eigu bílaleigunnar Avis. Halldór Vilberg Ómarsson, verkefnastjóri hjá Avis, sagði bílaleiguna ekki hafa fengið tilkynningu um málið. Hann hefði þó fengið staðfest að um væri að ræða bíl í eigu bílaleigunnar. „Í svona tilvikum bíðum við eftir því að það komi einhvers konar skýrsla frá lögreglu,“ segir Halldór Vilberg. Starfsmenn Króks komu að því að draga bílinn yfir grjótgarðinn og upp á fast land.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Bílaleigur Tengdar fréttir Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02