Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 17:29 Myndin er tekin í Bretlandi þar sem fólk er hvatt til að koma ekki nálægt svönunum. Getty/Kerrison Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. Fuglaflensan hefur valdið dauða fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim. Sérstakar reglur um sóttvarnir eru í gildi og alifuglaeigendur eru beðnir um að gæta ítrustu sóttvarna. Almenningur er áfram beðinn um að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Hér á landi hefur fuglaflensan greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað. Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau,“ segir í tilkynningu MAST. AP fréttaveitan greinir frá því að ellefu ára stúlka hafi nýlega látist úr veirunni í Kambódíu. Hún veiktist 16. febrúar síðastliðinn og lést skömmu síðar. Einkenni voru hiti, hósti og hálsbólga. Níu ára stúlka lést úr flensunni í Ekvador í janúar. Áður hefur verið greint frá því að lítil hætta séu á því að fólk smitist af veirunni en undantekningartilvik þekkist. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vekur athygli á því að afbrigðið geti mögulega farið að aðlagast betur spendýrum og fólki. Dýr á borð við minka gætu smitast og ný afbrigði þróast út frá því. Nánari á vef Matvælastofnunar. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01 Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Fuglaflensan hefur valdið dauða fjölda villtra fugla og miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim. Sérstakar reglur um sóttvarnir eru í gildi og alifuglaeigendur eru beðnir um að gæta ítrustu sóttvarna. Almenningur er áfram beðinn um að tilkynna um dauða og veika villta fugla til stofnunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Hér á landi hefur fuglaflensan greinst í fjölda villtra fugla og leikið sumar tegundir mjög grátt. Alifuglar hafa sloppið fram til þessa að undanskildum nokkrum heimilishænum á einum stað. Miðað við hversu mikið virðist vera um fuglaflensu í villtu fuglunum er álitið að smithætta fyrir alifugla sé töluverð. Góðum sóttvörnum á stóru alifuglabúunum er án efa að þakka að smitið hafi ekki borist inn á þau,“ segir í tilkynningu MAST. AP fréttaveitan greinir frá því að ellefu ára stúlka hafi nýlega látist úr veirunni í Kambódíu. Hún veiktist 16. febrúar síðastliðinn og lést skömmu síðar. Einkenni voru hiti, hósti og hálsbólga. Níu ára stúlka lést úr flensunni í Ekvador í janúar. Áður hefur verið greint frá því að lítil hætta séu á því að fólk smitist af veirunni en undantekningartilvik þekkist. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin vekur athygli á því að afbrigðið geti mögulega farið að aðlagast betur spendýrum og fólki. Dýr á borð við minka gætu smitast og ný afbrigði þróast út frá því. Nánari á vef Matvælastofnunar.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01 Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Skæð fuglaflensa gengur enn Skæð fuglaflensa gengur og greinist enn í villtum fuglum hér á landi. Meira en hálft ár er liðið síðan flensan fór að greinast í villtum fuglum hér á Íslandi en Matvælastofnun telur ekki tímabært að aflétta sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna flensunnar. 24. október 2022 10:01
Fuglaflensusmit viðvarandi í villtum fuglum Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa. 22. ágúst 2022 13:48