Mancini gagnrýndur fyrir að verja börn með kolgrímu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 19:15 Ungur aðdáandi og Victor Osimhen. EPA-EFE/MASSIMO PICA Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að verja börn sem þóttust vera framherjinn Victor Osimhen með því að lita andlit sitt svart, og vera þannig með kolgrímu [e. blackface]. Á dögunum fór fram kjötkveðjuhátíð – eða karnival – í Naples á Ítalíu. Um er að ræða viku af veisluhöldum og skemmtunum. Hluti af hátíðinni er að börn klæði sig upp eins og hetjurnar sínar. Það kom því lítið að óvart að fjöldi barna ákvað að vera Victor Osimhen, hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sem hefur farið hamförum með Napoli á tímabilinu. Ásamt því að klæðast treyju leikmannsins þá var fjöldinn allur af börnum málaður þannig að þau líktust leikmanninum enn frekar. Það er, það var máluð á þau kolgríma [e. blackface]. Pósturinn sem Mancini hefur nú eytt.Instagram Sumir gengu svo langt að mála einnig hendurnar á börnunum og enn aðrir gengu svo langt að mála sérstaklega andlitsgrímuna sem Osimhen hefur borið eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Milan Škriniar, varnarmenn Inter, í nóvember 2021. Hinn 58 ára gamli Mancini, sem hefur stýrt ítalska landsliðinu frá 2018 og gerði liðið að Evrópumeisturum sumarið 2021, varði hins vegar ákvörðun foreldranna á Instagram-síðu sinni. „Það sem sumir sjá kynþáttaníð sé ég bara fegurð. Íþróttir eru fyrir alla og börn ykkar eru stórfengleg,“ segir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum hefur Mancini eytt póstinum. „Þetta er risastórt vandamál. Fólk verður að skilja að þetta er enginn heiður fyrir Osimhen. Ég fæ klígju vegna þess fólks sem telur að þetta sé að sýna samstöðu eða stuðning við Osimhen,“ sagði rithöfundurinn Sabrina Efionayi en hún er af nígerískum uppruna. Italy boss Roberto Mancini DEFENDS children 'blacking up' as Napoli hitman Victor Osimhen https://t.co/vaJPgNJI96— MailOnline Sport (@MailSport) February 23, 2023 Hvað Osimhen varðar þá er hann orðaður við flest stórlið Evrópu um þessar mundir. Hann hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og er búinn að skora 20 mörk og gefa 4 stoðsendingar í samtals 23 leikjum í Serie A og Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Ítalski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Á dögunum fór fram kjötkveðjuhátíð – eða karnival – í Naples á Ítalíu. Um er að ræða viku af veisluhöldum og skemmtunum. Hluti af hátíðinni er að börn klæði sig upp eins og hetjurnar sínar. Það kom því lítið að óvart að fjöldi barna ákvað að vera Victor Osimhen, hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sem hefur farið hamförum með Napoli á tímabilinu. Ásamt því að klæðast treyju leikmannsins þá var fjöldinn allur af börnum málaður þannig að þau líktust leikmanninum enn frekar. Það er, það var máluð á þau kolgríma [e. blackface]. Pósturinn sem Mancini hefur nú eytt.Instagram Sumir gengu svo langt að mála einnig hendurnar á börnunum og enn aðrir gengu svo langt að mála sérstaklega andlitsgrímuna sem Osimhen hefur borið eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Milan Škriniar, varnarmenn Inter, í nóvember 2021. Hinn 58 ára gamli Mancini, sem hefur stýrt ítalska landsliðinu frá 2018 og gerði liðið að Evrópumeisturum sumarið 2021, varði hins vegar ákvörðun foreldranna á Instagram-síðu sinni. „Það sem sumir sjá kynþáttaníð sé ég bara fegurð. Íþróttir eru fyrir alla og börn ykkar eru stórfengleg,“ segir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum hefur Mancini eytt póstinum. „Þetta er risastórt vandamál. Fólk verður að skilja að þetta er enginn heiður fyrir Osimhen. Ég fæ klígju vegna þess fólks sem telur að þetta sé að sýna samstöðu eða stuðning við Osimhen,“ sagði rithöfundurinn Sabrina Efionayi en hún er af nígerískum uppruna. Italy boss Roberto Mancini DEFENDS children 'blacking up' as Napoli hitman Victor Osimhen https://t.co/vaJPgNJI96— MailOnline Sport (@MailSport) February 23, 2023 Hvað Osimhen varðar þá er hann orðaður við flest stórlið Evrópu um þessar mundir. Hann hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og er búinn að skora 20 mörk og gefa 4 stoðsendingar í samtals 23 leikjum í Serie A og Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Ítalski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira