„Við erum fullir sjálfstrausts“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 22:51 Ægir Þór Steinarsson í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. „Við náðum ekki að hleypa þessu upp í þessa geðveiki sem við viljum og stemningsskotin duttu ekki okkar megin og við náðum ekki að fylgja því með varnarfráköstum. Þess vegna skorum við bara 60 stig. Við þurfum að skora meira og það er bara galdurinn að við megum ekki detta niður á þeirra plan. Við þurfum bara að spila okkar bolta og það var munurinn í dag,“ sagði Ægir. Sóknaraðgerðir íslenska liðsins voru stærstan hluta leiksins mjög erfiðar og liðið þurfti að hafa gríðarlega fyrir hverju stigi. Ægir segir að það sé einfaldlega afleiðing af því að liðið dettur niður á spænskt plan í leiknum. „Þetta þurfa að vera snöggar og snaggaralegar sóknir. Ekki það að maður verður auðvitað að hrósa þeim fyrir góðan varnarleik. Þeir eru með B- eða C-liðið sitt, en þeir eru heims- og Evrópumeistarar í körfubolta og hefðin er þeirra megin. En við hefðum þurft að spila hraðari bolta og hafa sneggri og ákveðnari aðgerðir sóknarlega.“ Þrátt fyrir erfiðan sóknarleik gekk varnarleikur Íslands vel upp stærstan hluta leiksins. „Við ætluðum bara að vera „physical“ og aggressívir. En það var oft á tíðum sem fráköstin fylgdu kannski ekki og mér fannst við vera seinir upp völlinn líka. Mér fannst við ekki vera nógu snöggir að taka fráköstin og hlaupa völlinn til að refsa. En við spiluðum ekkert slæman varnarleik en þetta skildi bara að.“ Þrátt fyrir tapið segist Ægir enn vera ótrúlega spenntur fyrir leik Íslands gegn Georgíu næstkomandi sunnudag, enda verður það hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. „Við erum ekkert smá peppaðir að fara í fulla höll í Georgíu. Við erum bara að spila körfubolta, en að mæta í svona og spila á móti þeim bestu í Evrópu og gefa okkur tækifæri til þess að sigra. Við erum fullir sjálfstrausts og augun hafa verið á þessum leik í langan tíma. Við ætlum að stilla spennustigið, taka mínútu fyrir mínútu, og vinna þennan leik,“ sagði Ægir að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Við náðum ekki að hleypa þessu upp í þessa geðveiki sem við viljum og stemningsskotin duttu ekki okkar megin og við náðum ekki að fylgja því með varnarfráköstum. Þess vegna skorum við bara 60 stig. Við þurfum að skora meira og það er bara galdurinn að við megum ekki detta niður á þeirra plan. Við þurfum bara að spila okkar bolta og það var munurinn í dag,“ sagði Ægir. Sóknaraðgerðir íslenska liðsins voru stærstan hluta leiksins mjög erfiðar og liðið þurfti að hafa gríðarlega fyrir hverju stigi. Ægir segir að það sé einfaldlega afleiðing af því að liðið dettur niður á spænskt plan í leiknum. „Þetta þurfa að vera snöggar og snaggaralegar sóknir. Ekki það að maður verður auðvitað að hrósa þeim fyrir góðan varnarleik. Þeir eru með B- eða C-liðið sitt, en þeir eru heims- og Evrópumeistarar í körfubolta og hefðin er þeirra megin. En við hefðum þurft að spila hraðari bolta og hafa sneggri og ákveðnari aðgerðir sóknarlega.“ Þrátt fyrir erfiðan sóknarleik gekk varnarleikur Íslands vel upp stærstan hluta leiksins. „Við ætluðum bara að vera „physical“ og aggressívir. En það var oft á tíðum sem fráköstin fylgdu kannski ekki og mér fannst við vera seinir upp völlinn líka. Mér fannst við ekki vera nógu snöggir að taka fráköstin og hlaupa völlinn til að refsa. En við spiluðum ekkert slæman varnarleik en þetta skildi bara að.“ Þrátt fyrir tapið segist Ægir enn vera ótrúlega spenntur fyrir leik Íslands gegn Georgíu næstkomandi sunnudag, enda verður það hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. „Við erum ekkert smá peppaðir að fara í fulla höll í Georgíu. Við erum bara að spila körfubolta, en að mæta í svona og spila á móti þeim bestu í Evrópu og gefa okkur tækifæri til þess að sigra. Við erum fullir sjálfstrausts og augun hafa verið á þessum leik í langan tíma. Við ætlum að stilla spennustigið, taka mínútu fyrir mínútu, og vinna þennan leik,“ sagði Ægir að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32