Þetta þarftu að vita um kjaradeiluna Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. febrúar 2023 12:00 Efling hefur sýnt okkur veikleika vinnumarkaðslaganna og Samtök Atvinnulífsins er að sýna svo ekki sé um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið er virkilega slæm hugmynd. 1) Það er ekki hægt að láta öll aðildarfélög SA kjósa um aðgerðir vegna kjarasamninga við eitt stéttarfélag. Sjávarútvegur, fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki hafa ekkert með þessa kjarasamninga við Eflingu að gera. Útfrá atkvæðavægi og reglum SA þá var þessi ákvörðun líklega tekin af ansi fáum stórum fyrirtækjum. 2) 48 gr. samþykkta SA eru algjörlega óviðeigandi. Að félag atvinnulífsins sé með ákvæði til að beita fyrirtækjum utan SA viðskiptaþvingunum sem ekki fylgja SA að máli er allt að því fasískt og sýnir að bersýnilega þarf að skipta SA upp. 3) Það að ein starfsstétt eða eitt stéttarfélag geti lagt þjóðina á hliðina með kröfur fyrir 5% vinnumarkaðarins getur ekki verið kerfi sem við sem þjóð sættum okkur við. Norræna vinnumarkaðslíkanið er dæmi um leið sem hefur sannað gildi sitt, þar sem ein starfstétt eða eitt stéttarfélag getur ekki tekið heila þjóð i gíslingu. Við ættum að horfa til siðaskipta í þeim efnum strax. 4) Það eru margar áleitinar spurningar sem vakna ef SA lítur svo á að öll fyrirtæki sem fylgja kjarasamningum SA og Eflingar beri að fylgja SA í verkbanni. Samkvæmt lögum ber öllum fyrirtækjum að fylgja kjarasamningum SA, séu þau ekki skráð í neitt félag. Einnig á þetta við um fyrirtæki sem eru skráð í önnur félög en hafa ekki enn fengið kjarasamning. Spurning er hvort SA muni þá líka bæta fyrirtækjum sem eru ekki í SA fjárhagstjónið úr verkbannssjóðum SA líkt og þeir munu bæta félagsmönnum sínum. Eða líta þeir svo á að þeir stjórni öllu atvinnulífinu og ef þú borgar ekki félagsgjöld í SA þá ertu úti en þarft að lúta valdi þeirra. Sé það skilningur SA þá er hér annað dæmi um að skipta þarf SA upp. 5) Að lokum má nefna ríkið og ríkisstjórnina. Ríkið hefur leitt óábyrga launaþróun. Aldrei í sögu Íslands né annarra lýðræðisríkja hafa meðallaun opinberra starfsmanna verið hærri en á almenna vinnumarkaðnum. Sú stefna hefur þróast hratt á síðustu 10 árum, sem er merkilegt í ljósi samsetningar ríkisstjórnarinnar sl. 10 ár. Einnig er gagnrýnisvert hvernig núverandi ríkisstjórn hefur með öllu firrað sig ábyrgð á stöðunni í atvinnulífinu og aðkomu sinnar að stöðu mála milli Eflingar og SA. Það er eins og Seðlabankinn, stéttarfélög og atvinnulífið sé nýja þríeykið fyrir ríkisstjórnina. “Þau þrjú bera ábyrgð á þessu, ekki við.” Vinnumarkaðslögin virka ekki, verkfæri ríkissáttasemjara virka ekki, samningsferlar vinnumarkaðarins virka ekki, samningsaðilar geta í einhverju sem skilgreint er sem nauðvörn, sett á verkföll og verkbönn sem bitna á allri þjóðinni út af deilum um lægstu laun sem innan við 5% af vinnumarkaðnum er á. Eitt stéttarfélag getur slitið sig út og neitað að axla ábyrgð með fúkyrðum og dólgslegri framkomu og neitað félagsmönnum um fjárhagslegan stuðning í miðjum aðgerðum þrátt fyrir skýrar samþykktir um annað. Fólk í framlínunni sem fylgir ekki þessu eina félagi að málum sætir hótunum jafnvel líflátshótunum og samtök atvinnulífsins eru með ákvæði í sínum samþykktum (48.gr) sem skyldar félagsmenn í að setja viðskiptabann á önnur fyrirtæki sem eru ekki í SA … er þetta ásættanlegt ástand ?? Villta vestrið leit friðsælla út en þetta ! Ríkisstjórnin þarf að stíga hér inn og setja lög á verkbann SA og mæta með lausn í þessu máli sem varðar 5% af atvinnulífinu. Síðan þarf Alþingi að laga regluverkið í tengslum við kjaramál og kjarasamninga. Helst áður en þessir skammtímasamningar renna út, því þetta er gríðarlega stórt mál fyrir íslensku þjóðina. Það tók nú ekki nema nokkra daga að koma völdum hluta af atvinnulífinu til bjargar í Covid. Þetta ætti því að geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Þangað til þá hvet ég öll lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að skrá sig í www.afj.is þar sem ein skraning er eitt atkvæði, óháð stærð. Sérhagsmunir geta aldrei ráðið för í því félagi. Það er lýðræði, enda eiga tekjur og stærð ekki veita fleiri atkvæði i kosningum (væri það ok í Alþingiskosningum? Nei). Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Efling hefur sýnt okkur veikleika vinnumarkaðslaganna og Samtök Atvinnulífsins er að sýna svo ekki sé um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið er virkilega slæm hugmynd. 1) Það er ekki hægt að láta öll aðildarfélög SA kjósa um aðgerðir vegna kjarasamninga við eitt stéttarfélag. Sjávarútvegur, fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki hafa ekkert með þessa kjarasamninga við Eflingu að gera. Útfrá atkvæðavægi og reglum SA þá var þessi ákvörðun líklega tekin af ansi fáum stórum fyrirtækjum. 2) 48 gr. samþykkta SA eru algjörlega óviðeigandi. Að félag atvinnulífsins sé með ákvæði til að beita fyrirtækjum utan SA viðskiptaþvingunum sem ekki fylgja SA að máli er allt að því fasískt og sýnir að bersýnilega þarf að skipta SA upp. 3) Það að ein starfsstétt eða eitt stéttarfélag geti lagt þjóðina á hliðina með kröfur fyrir 5% vinnumarkaðarins getur ekki verið kerfi sem við sem þjóð sættum okkur við. Norræna vinnumarkaðslíkanið er dæmi um leið sem hefur sannað gildi sitt, þar sem ein starfstétt eða eitt stéttarfélag getur ekki tekið heila þjóð i gíslingu. Við ættum að horfa til siðaskipta í þeim efnum strax. 4) Það eru margar áleitinar spurningar sem vakna ef SA lítur svo á að öll fyrirtæki sem fylgja kjarasamningum SA og Eflingar beri að fylgja SA í verkbanni. Samkvæmt lögum ber öllum fyrirtækjum að fylgja kjarasamningum SA, séu þau ekki skráð í neitt félag. Einnig á þetta við um fyrirtæki sem eru skráð í önnur félög en hafa ekki enn fengið kjarasamning. Spurning er hvort SA muni þá líka bæta fyrirtækjum sem eru ekki í SA fjárhagstjónið úr verkbannssjóðum SA líkt og þeir munu bæta félagsmönnum sínum. Eða líta þeir svo á að þeir stjórni öllu atvinnulífinu og ef þú borgar ekki félagsgjöld í SA þá ertu úti en þarft að lúta valdi þeirra. Sé það skilningur SA þá er hér annað dæmi um að skipta þarf SA upp. 5) Að lokum má nefna ríkið og ríkisstjórnina. Ríkið hefur leitt óábyrga launaþróun. Aldrei í sögu Íslands né annarra lýðræðisríkja hafa meðallaun opinberra starfsmanna verið hærri en á almenna vinnumarkaðnum. Sú stefna hefur þróast hratt á síðustu 10 árum, sem er merkilegt í ljósi samsetningar ríkisstjórnarinnar sl. 10 ár. Einnig er gagnrýnisvert hvernig núverandi ríkisstjórn hefur með öllu firrað sig ábyrgð á stöðunni í atvinnulífinu og aðkomu sinnar að stöðu mála milli Eflingar og SA. Það er eins og Seðlabankinn, stéttarfélög og atvinnulífið sé nýja þríeykið fyrir ríkisstjórnina. “Þau þrjú bera ábyrgð á þessu, ekki við.” Vinnumarkaðslögin virka ekki, verkfæri ríkissáttasemjara virka ekki, samningsferlar vinnumarkaðarins virka ekki, samningsaðilar geta í einhverju sem skilgreint er sem nauðvörn, sett á verkföll og verkbönn sem bitna á allri þjóðinni út af deilum um lægstu laun sem innan við 5% af vinnumarkaðnum er á. Eitt stéttarfélag getur slitið sig út og neitað að axla ábyrgð með fúkyrðum og dólgslegri framkomu og neitað félagsmönnum um fjárhagslegan stuðning í miðjum aðgerðum þrátt fyrir skýrar samþykktir um annað. Fólk í framlínunni sem fylgir ekki þessu eina félagi að málum sætir hótunum jafnvel líflátshótunum og samtök atvinnulífsins eru með ákvæði í sínum samþykktum (48.gr) sem skyldar félagsmenn í að setja viðskiptabann á önnur fyrirtæki sem eru ekki í SA … er þetta ásættanlegt ástand ?? Villta vestrið leit friðsælla út en þetta ! Ríkisstjórnin þarf að stíga hér inn og setja lög á verkbann SA og mæta með lausn í þessu máli sem varðar 5% af atvinnulífinu. Síðan þarf Alþingi að laga regluverkið í tengslum við kjaramál og kjarasamninga. Helst áður en þessir skammtímasamningar renna út, því þetta er gríðarlega stórt mál fyrir íslensku þjóðina. Það tók nú ekki nema nokkra daga að koma völdum hluta af atvinnulífinu til bjargar í Covid. Þetta ætti því að geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Þangað til þá hvet ég öll lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að skrá sig í www.afj.is þar sem ein skraning er eitt atkvæði, óháð stærð. Sérhagsmunir geta aldrei ráðið för í því félagi. Það er lýðræði, enda eiga tekjur og stærð ekki veita fleiri atkvæði i kosningum (væri það ok í Alþingiskosningum? Nei). Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun