Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2023 13:21 Leikskólinn Akur er Hjallastefnuleikskóli í Innri-Njarðvík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. Hótanirnar voru tilkynntar til lögreglu um klukkan tíu í morgun. Þá hafði starfsfólk í ráðhúsinu í Reykjanesbæ þegar tekið ákvörðun um að rýma húsið. Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi staðið til að rýma nein hús. Það hafi verið ákvörðun sem tekin var í ráðhúsinu sjálfu þegar hótunin barst og áður en hótunin var tilkynnt lögreglu. Á öðrum stöðum hafi ekki verið rýmt. „Þetta var stuttur og einfaldur tölvupóstur sem við metum mjög ótrúverðugan,“ segir Sölvi Rafn. Í tölvupósti til foreldra á leikskólanum Akri segir að í samráði við lögreglu hafi ekki verið talin ástæða til að rýma leikskólann. Leikskólinn sé í góðum samskiptum við lögreglu sem leiðbeini starfsfólki leikskólans í málinu. Þá var sprengjuhótun sömuleiðis send á leikskólann Holt í Innri-Njarðvík. Sambærileg hótun var send Hjallastefnuleikskólanum Völlum í tölvupósti samkvæmt tölvupósti sem foreldrar barna þar fengu frá stjórnendum hans. Sölvi Rafn segir í höndum rannsóknardeildar að reyna að rekja póstinn til að komast að því hver standi í því að vekja ótta meðal íbúa í Reykjanesbæ. Þótt hótunin sé metin hættulaus þá sé málið litið alvarlegum augum. Mikilvægt sé að tilkynna lögreglu um öll mál í þessum dúr. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjanesbær Lögreglumál Leikskólar Tengdar fréttir Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Hótanirnar voru tilkynntar til lögreglu um klukkan tíu í morgun. Þá hafði starfsfólk í ráðhúsinu í Reykjanesbæ þegar tekið ákvörðun um að rýma húsið. Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi staðið til að rýma nein hús. Það hafi verið ákvörðun sem tekin var í ráðhúsinu sjálfu þegar hótunin barst og áður en hótunin var tilkynnt lögreglu. Á öðrum stöðum hafi ekki verið rýmt. „Þetta var stuttur og einfaldur tölvupóstur sem við metum mjög ótrúverðugan,“ segir Sölvi Rafn. Í tölvupósti til foreldra á leikskólanum Akri segir að í samráði við lögreglu hafi ekki verið talin ástæða til að rýma leikskólann. Leikskólinn sé í góðum samskiptum við lögreglu sem leiðbeini starfsfólki leikskólans í málinu. Þá var sprengjuhótun sömuleiðis send á leikskólann Holt í Innri-Njarðvík. Sambærileg hótun var send Hjallastefnuleikskólanum Völlum í tölvupósti samkvæmt tölvupósti sem foreldrar barna þar fengu frá stjórnendum hans. Sölvi Rafn segir í höndum rannsóknardeildar að reyna að rekja póstinn til að komast að því hver standi í því að vekja ótta meðal íbúa í Reykjanesbæ. Þótt hótunin sé metin hættulaus þá sé málið litið alvarlegum augum. Mikilvægt sé að tilkynna lögreglu um öll mál í þessum dúr. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjanesbær Lögreglumál Leikskólar Tengdar fréttir Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22