Hefur enn ekki getað horft á myndbandið af slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 09:31 Skjáskot úr myndbandi sem mamma vinkonu Elísabetar náði fyrir tilviljun af fallinu. Elísabet er þarna í bleikum hlýrabol á upphífingarstönginni fyrir miðju á mynd, rétt áður en hún missir takið og dettur. Ung kona sem slasaðist alvarlega á Crossfit-móti í janúar er þakklát fyrir góðan bata. Hún á þó eftir að vinna alveg úr andlega þætti batans; enn situr ýmislegt í henni eftir slysið. Hún hefur til dæmis ekki getað fengið sig til að horfa á myndband sem náðist af slysinu. Elísabet Sara Gísladóttir var nýorðin tvítug þegar hún mætti til keppni á móti World Fit, Crossfit undir merkjum World class, þann 21. janúar síðastliðinn. Mótið byrjaði vel og Elísabet og vinkonur hennar komu upplitsdjarfar inn í seinni hlutann eftir hádegi. Þá tók við keppni í upphífingum, þar sem gilti að gera sem flestar í kapp við tímann. Og Elísabet, full sigurvilja, fór aðeins of geyst. „Ég held hérna [í stöngina] og ég man bara eftir því að horfa á mig missa gripið á annarri hendinni og það næsta sem ég man er að ég skell í jörðina og hugsaði bara: Ái, þetta var vont! Ég hef einhvern veginn aldrei meitt mig alvarlega, í íþróttum sérstaklega eða eitthvað svoleiðis. Þannig að ég ætlaði bara að halda áfram. En það varð ekki raunin,“ segir Elísabet. Fékk heilahristing, sprungu í höfuðkúpu og bakbrotnaði Fall Elísabetar af upphífingarstönginni náðist á myndband, sem sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Mamma vinkonu hennar var einmitt með símann á lofti. Elísabet lenti beint á höfðinu, fór aftur á bak í keng og keyrði annað hnéð í ennið á sér. Hún missti meðvitund við fallið, man ógreinilega eftir því, og hlaut nokkuð alvarleg meiðsli. Sprungu í höfuðkúpu frá hnakka upp á hvirfil, heilahristing, mar framan á heila eftir að heilinn skall fram í höfuðkúpuna - og svo bakbrotnaði hún að auki. Henni var ekið með hraði á sjúkrahús. Elísabet Sara Gísladóttir.Vísir/Sigurjón „Ég er eiginlega bara að bíða eftir því allan tímann að ég verði send heim. Að einhver komi bara og segi að það sé allt í góðu með mig og ég geti farið. Af því að ég hef aldrei lent í neinu svona. En þegar læknarnir koma inn og segja að ég sé brotin þá varð ég mjög hrædd. Mest hrædd við hvaða afleiðingar það gæti haft,“ segir Elísabet. Hún var rúmliggjandi í viku eftr slysið og hefur nú, rúmum mánuði síðar, náð sér nær alveg líkamlega. Að undanskilinni ljós- og hljóðfælni. „Ég get ekki setið inni í eldhúsi og heyrt diskahljóð, sem kemur þegar mamma er að ganga frá úr uppþvottavélinni. Ég get það ekki. Þá triggerar það marið á heilanum og þá finn ég fyrir bólgunni.“ Mótið þann 21. janúar gekk afar vel hjá vinkonunum, framan af.úr einkasafni Hefur ekki borðað beyglu síðan Og svo er það andlega hliðin. Hefurðu getað horft á myndbandið? „Nei, ekki enn þá. Ég er að yfirstíga eitt í einu. Ég er nýlega farin að geta farið í úlpuna sem ég var í þennan dag. En myndbandið læt ég ógert að horfa á. Hárteygjan sem ég var með, hún er enn þá á borðinu heima hjá mér og ég horfi á hana og mér líður bara illa. Ég fékk mér beyglu í morgunmat og er ekki búin að borða beyglu síðan. Ég bjóst ekki við þessum hlutum,“ segir Elísabet. „Það er eiginlega meira andlega hliðin en líkamlega sem er að stoppa mig. Líkamann langar bara að fara að gera fimmtíu burpees en síðan er hausinn bara: Nei, þú mátt þetta ekki. Þú mátt þetta ekki. Sem er mjög erfitt.“ Frá sjúkrabeðinum. Elísabet var rúmliggjandi í viku eftir slysið og hefur náð nær fullum bata líkamlega.úr einkasafni Ætlar aftur á æfingu Er crossfit hættulegt? „Ég myndi bara segja að allar íþróttir væru hættulegar að einhverju leyti. Ef maður fer varlega getur maður gert þetta bara vel og án þess að meiða sig.“ Elísabet, sem hefur lítið getað hreyft sig fyrir utan göngutúra síðan slysið varð, stefnir á að snúa fílelfd til baka á æfingar. „Ég get ekki beðið eftir því. Ég er ótrúlegt en satt búin að hugsa hvað ég er spennt að hoppa upp í upphífingarslána og klára þetta. Og gleyma öllu sem gerðist í kringum þetta.“ CrossFit Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Sjá meira
Elísabet Sara Gísladóttir var nýorðin tvítug þegar hún mætti til keppni á móti World Fit, Crossfit undir merkjum World class, þann 21. janúar síðastliðinn. Mótið byrjaði vel og Elísabet og vinkonur hennar komu upplitsdjarfar inn í seinni hlutann eftir hádegi. Þá tók við keppni í upphífingum, þar sem gilti að gera sem flestar í kapp við tímann. Og Elísabet, full sigurvilja, fór aðeins of geyst. „Ég held hérna [í stöngina] og ég man bara eftir því að horfa á mig missa gripið á annarri hendinni og það næsta sem ég man er að ég skell í jörðina og hugsaði bara: Ái, þetta var vont! Ég hef einhvern veginn aldrei meitt mig alvarlega, í íþróttum sérstaklega eða eitthvað svoleiðis. Þannig að ég ætlaði bara að halda áfram. En það varð ekki raunin,“ segir Elísabet. Fékk heilahristing, sprungu í höfuðkúpu og bakbrotnaði Fall Elísabetar af upphífingarstönginni náðist á myndband, sem sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Mamma vinkonu hennar var einmitt með símann á lofti. Elísabet lenti beint á höfðinu, fór aftur á bak í keng og keyrði annað hnéð í ennið á sér. Hún missti meðvitund við fallið, man ógreinilega eftir því, og hlaut nokkuð alvarleg meiðsli. Sprungu í höfuðkúpu frá hnakka upp á hvirfil, heilahristing, mar framan á heila eftir að heilinn skall fram í höfuðkúpuna - og svo bakbrotnaði hún að auki. Henni var ekið með hraði á sjúkrahús. Elísabet Sara Gísladóttir.Vísir/Sigurjón „Ég er eiginlega bara að bíða eftir því allan tímann að ég verði send heim. Að einhver komi bara og segi að það sé allt í góðu með mig og ég geti farið. Af því að ég hef aldrei lent í neinu svona. En þegar læknarnir koma inn og segja að ég sé brotin þá varð ég mjög hrædd. Mest hrædd við hvaða afleiðingar það gæti haft,“ segir Elísabet. Hún var rúmliggjandi í viku eftr slysið og hefur nú, rúmum mánuði síðar, náð sér nær alveg líkamlega. Að undanskilinni ljós- og hljóðfælni. „Ég get ekki setið inni í eldhúsi og heyrt diskahljóð, sem kemur þegar mamma er að ganga frá úr uppþvottavélinni. Ég get það ekki. Þá triggerar það marið á heilanum og þá finn ég fyrir bólgunni.“ Mótið þann 21. janúar gekk afar vel hjá vinkonunum, framan af.úr einkasafni Hefur ekki borðað beyglu síðan Og svo er það andlega hliðin. Hefurðu getað horft á myndbandið? „Nei, ekki enn þá. Ég er að yfirstíga eitt í einu. Ég er nýlega farin að geta farið í úlpuna sem ég var í þennan dag. En myndbandið læt ég ógert að horfa á. Hárteygjan sem ég var með, hún er enn þá á borðinu heima hjá mér og ég horfi á hana og mér líður bara illa. Ég fékk mér beyglu í morgunmat og er ekki búin að borða beyglu síðan. Ég bjóst ekki við þessum hlutum,“ segir Elísabet. „Það er eiginlega meira andlega hliðin en líkamlega sem er að stoppa mig. Líkamann langar bara að fara að gera fimmtíu burpees en síðan er hausinn bara: Nei, þú mátt þetta ekki. Þú mátt þetta ekki. Sem er mjög erfitt.“ Frá sjúkrabeðinum. Elísabet var rúmliggjandi í viku eftir slysið og hefur náð nær fullum bata líkamlega.úr einkasafni Ætlar aftur á æfingu Er crossfit hættulegt? „Ég myndi bara segja að allar íþróttir væru hættulegar að einhverju leyti. Ef maður fer varlega getur maður gert þetta bara vel og án þess að meiða sig.“ Elísabet, sem hefur lítið getað hreyft sig fyrir utan göngutúra síðan slysið varð, stefnir á að snúa fílelfd til baka á æfingar. „Ég get ekki beðið eftir því. Ég er ótrúlegt en satt búin að hugsa hvað ég er spennt að hoppa upp í upphífingarslána og klára þetta. Og gleyma öllu sem gerðist í kringum þetta.“
CrossFit Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Sjá meira