Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. febrúar 2023 21:01 Páll Winkel fangelsismálastjóri segir nauðsynlegt að bregðast við stöðunni sem er uppi í fangelsum landsins. Vísir/Einar Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Spjallið með Frosta Logasyni í vikunni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi viðrað þá hugmynd að mögulega væri hægt að gera tilraunir með hugvíkkandi efni á fanga í íslenskum fangelsum. Ráðherrann hefur síðan sagt slík efni geta hjálpað föngum sem glíma við geðræn vandamál, til að mynda eftir afplánun, en ítrekað að það væri ekki á hans forræði að ráðast í slíkar aðgerðir enda væri um að ræða heilbrigðismál. Hann hefur þó rætt þetta til að mynda við Pál Winkel fangelsismálastjóra. „Við höfum rætt þetta eins og annað og það er einfaldlega þannig að andleg vandamál hafa verið mjög áberandi í fangelsum landsins og við höfum ekkert náð árangri þar frekar en annars staðar í samfélaginu. Það væri bara mjög óábyrgt ef að ráðherra myndi ekki nefna þetta við mig,“ segir Páll. „Hins vegar þarf að taka fram og undirstrika það mjög vel að svona yrði aldrei gert nema auðvitað með samþykki viðkomandi einstaklings, Vísindasiðanefndar, Landlæknis og allra sem að að þessu koma. Þarna er bara nýjung sem að hugsanlega kemur vel út síðar meir, það er verið að prófa hana og skoða þessa möguleika fyrir þennan hóp einstaklinga eins og aðra í samfélaginu,“ segir hann enn fremur. Ekki eitthvað sem muni gerast á næstunni Þingmenn gripu boltann á lofti í vikunni og óskaði til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eftir svörum frá ráðherranum um hvort einhver vinna hafi verið sett af stað. Á þingfundi í kjölfarið var Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, heitt í hamsi og sagðist vona að þetta væri rangt. Fangelsismálastjóri ítrekar að þetta muni ekki gerast á næstunni og að ekki verði farið fram hjá kerfinu heldur sé aðeins verið að skoða möguleikann. „Ég er bara mjög ánægður með það að þeir sem stýra þessu landi hafi áhuga á þeim málaflokki sem að við berum ábyrgð á hérna og það er bara gott að hafa eðlilegt aðhald með þessum málum. Þannig ég fagna þessari umræðu og það er þá hægt að afgreiða það eins og við erum að gera núna,“ segir Páll. Hann segir stöðuna í fangelsum hafa skánað lítillega eftir að geðheilsuteymi kom inn árið 2019 en mjög alvarlegur vandi blasi enn við. „Það eru einstaklingar á hverjum tíma inni í fangelsi sem eiga ekkert erindi þangað og eiga að vera á sjúkrastofnunum eða í vistunarúrræðum sem að eru ekki til,“ segir Páll. Þannig jafnvel þó að hugvíkkandi efni séu ekki lausnin þá þarf eitthvað að gera? „Já svo sannarlega. Bara eins og allir eftirlitsaðilar hafa komist að niðurstöðu um þá er það svo sannarlega aðkallandi vandamál og hefur verið lengi. Við erum að fara illa með fólk sem er veikt,“ segir hann enn fremur. Fangelsismál Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst. 16. janúar 2023 08:01 Mælir alls ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni heima hjá sér Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna. 12. janúar 2023 21:22 Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. 5. janúar 2023 15:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Spjallið með Frosta Logasyni í vikunni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi viðrað þá hugmynd að mögulega væri hægt að gera tilraunir með hugvíkkandi efni á fanga í íslenskum fangelsum. Ráðherrann hefur síðan sagt slík efni geta hjálpað föngum sem glíma við geðræn vandamál, til að mynda eftir afplánun, en ítrekað að það væri ekki á hans forræði að ráðast í slíkar aðgerðir enda væri um að ræða heilbrigðismál. Hann hefur þó rætt þetta til að mynda við Pál Winkel fangelsismálastjóra. „Við höfum rætt þetta eins og annað og það er einfaldlega þannig að andleg vandamál hafa verið mjög áberandi í fangelsum landsins og við höfum ekkert náð árangri þar frekar en annars staðar í samfélaginu. Það væri bara mjög óábyrgt ef að ráðherra myndi ekki nefna þetta við mig,“ segir Páll. „Hins vegar þarf að taka fram og undirstrika það mjög vel að svona yrði aldrei gert nema auðvitað með samþykki viðkomandi einstaklings, Vísindasiðanefndar, Landlæknis og allra sem að að þessu koma. Þarna er bara nýjung sem að hugsanlega kemur vel út síðar meir, það er verið að prófa hana og skoða þessa möguleika fyrir þennan hóp einstaklinga eins og aðra í samfélaginu,“ segir hann enn fremur. Ekki eitthvað sem muni gerast á næstunni Þingmenn gripu boltann á lofti í vikunni og óskaði til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eftir svörum frá ráðherranum um hvort einhver vinna hafi verið sett af stað. Á þingfundi í kjölfarið var Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, heitt í hamsi og sagðist vona að þetta væri rangt. Fangelsismálastjóri ítrekar að þetta muni ekki gerast á næstunni og að ekki verði farið fram hjá kerfinu heldur sé aðeins verið að skoða möguleikann. „Ég er bara mjög ánægður með það að þeir sem stýra þessu landi hafi áhuga á þeim málaflokki sem að við berum ábyrgð á hérna og það er bara gott að hafa eðlilegt aðhald með þessum málum. Þannig ég fagna þessari umræðu og það er þá hægt að afgreiða það eins og við erum að gera núna,“ segir Páll. Hann segir stöðuna í fangelsum hafa skánað lítillega eftir að geðheilsuteymi kom inn árið 2019 en mjög alvarlegur vandi blasi enn við. „Það eru einstaklingar á hverjum tíma inni í fangelsi sem eiga ekkert erindi þangað og eiga að vera á sjúkrastofnunum eða í vistunarúrræðum sem að eru ekki til,“ segir Páll. Þannig jafnvel þó að hugvíkkandi efni séu ekki lausnin þá þarf eitthvað að gera? „Já svo sannarlega. Bara eins og allir eftirlitsaðilar hafa komist að niðurstöðu um þá er það svo sannarlega aðkallandi vandamál og hefur verið lengi. Við erum að fara illa með fólk sem er veikt,“ segir hann enn fremur.
Fangelsismál Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst. 16. janúar 2023 08:01 Mælir alls ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni heima hjá sér Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna. 12. janúar 2023 21:22 Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. 5. janúar 2023 15:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst. 16. janúar 2023 08:01
Mælir alls ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni heima hjá sér Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna. 12. janúar 2023 21:22
Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. 5. janúar 2023 15:43