Stórsér á Vesturbænum eftir skemmdarvarginn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 22:06 Íbúum á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur brá í brún í morgun. Vísir/KTD Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar. DV greindi frá því í gær að skemmdarverk hafi verið unnið á vegg Melabúðarinnar við Hofsvallagötu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Miðillinn greinir frá því að um sé að ræða þrítugan mann sem tengist undirheimunum. Nokkur blæbrigðamunur er á skemmdarverkunum en þau eiga eitt sammerkt, stafina HNP, sem DV segir að merkja eigi „High and Paranoid“ eða „í vímu og ofsóknaræði.“ Fregnir hafa borist af sambærilegum verkum í miðborginni í dag. Eins og sjá má á myndinni krotaði maðurinn nánast á bílskúrinn allan.Vísir/KTD Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir veggjakrotarann hafa komið víða við í Vesturbænum. Um hafi verið að ræða fullorðinn mann sem komið hafi á bíl. „Ég fór úr vinnunni klukkan tuttugu mínútur í níu eða eitthvað slíkt og hann var þá nýbúinn að gera þetta þá - bara mínútu áður - því ég fór í myndavélakerfið. Svo kemur hann aftur klukkutíma seinna og gerir þetta bláa og gyllta. Það var fólk labbandi þarna og bílar keyrandi og allt,“ segir Pétur Alan. „Það er allt annað ef hann biður um leyfi og fær að gera eitthvað flott. En þetta var of mikið, alls ekki skemmtilegt,“ segir Pétur sem skjótt brást við og málaði yfir krotið. Pétur Alan og félagar voru fljótir til og máluðu vegginn að nýju.Vísir/KTD Hann segir að lögreglan hafi fengið myndbandsupptökur og þar sé málið komið í ferli. Pétur segist ekki ætla að kæra málið en kveðst hafa heyrt af því að húseigandi í Vesturbæ, sem lenti í veggjakrotaranum, hafi kært. „Við erum búin að afgreiða þetta hérna og vonum að það verði ekki meir. Vonandi tekur fólk sig á og gerir þetta bara þar sem þetta má gera. En það er eins og það er, við vonum það besta,“ segir Pétur Allan. Maðurinn virðist hafa verið með spreybrúsa í mörgum litum.Vísir/KTD Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.Vísir/KTD Fleiri en Pétur Allan brugðust fljótt við og máluðu yfir veggjakrotið.Vísir/KTD Maðurinn krotaði einnig á hús í miðborginni.Aðsend Veggjakrotið virðist ávallt innihalda auðkennismerkið, stafina HNP.Aðsend Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
DV greindi frá því í gær að skemmdarverk hafi verið unnið á vegg Melabúðarinnar við Hofsvallagötu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Miðillinn greinir frá því að um sé að ræða þrítugan mann sem tengist undirheimunum. Nokkur blæbrigðamunur er á skemmdarverkunum en þau eiga eitt sammerkt, stafina HNP, sem DV segir að merkja eigi „High and Paranoid“ eða „í vímu og ofsóknaræði.“ Fregnir hafa borist af sambærilegum verkum í miðborginni í dag. Eins og sjá má á myndinni krotaði maðurinn nánast á bílskúrinn allan.Vísir/KTD Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, segir veggjakrotarann hafa komið víða við í Vesturbænum. Um hafi verið að ræða fullorðinn mann sem komið hafi á bíl. „Ég fór úr vinnunni klukkan tuttugu mínútur í níu eða eitthvað slíkt og hann var þá nýbúinn að gera þetta þá - bara mínútu áður - því ég fór í myndavélakerfið. Svo kemur hann aftur klukkutíma seinna og gerir þetta bláa og gyllta. Það var fólk labbandi þarna og bílar keyrandi og allt,“ segir Pétur Alan. „Það er allt annað ef hann biður um leyfi og fær að gera eitthvað flott. En þetta var of mikið, alls ekki skemmtilegt,“ segir Pétur sem skjótt brást við og málaði yfir krotið. Pétur Alan og félagar voru fljótir til og máluðu vegginn að nýju.Vísir/KTD Hann segir að lögreglan hafi fengið myndbandsupptökur og þar sé málið komið í ferli. Pétur segist ekki ætla að kæra málið en kveðst hafa heyrt af því að húseigandi í Vesturbæ, sem lenti í veggjakrotaranum, hafi kært. „Við erum búin að afgreiða þetta hérna og vonum að það verði ekki meir. Vonandi tekur fólk sig á og gerir þetta bara þar sem þetta má gera. En það er eins og það er, við vonum það besta,“ segir Pétur Allan. Maðurinn virðist hafa verið með spreybrúsa í mörgum litum.Vísir/KTD Veggjakrotarinn hafði nánast tekið Hjarðarhagann eins og hann lagði sig.Vísir/KTD Fleiri en Pétur Allan brugðust fljótt við og máluðu yfir veggjakrotið.Vísir/KTD Maðurinn krotaði einnig á hús í miðborginni.Aðsend Veggjakrotið virðist ávallt innihalda auðkennismerkið, stafina HNP.Aðsend
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira