Þau Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sem nýkomin er frá Úkraínu, Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður og Valur Gunnarsson rithöfundur ætla að skiptast á skoðunum um þau áhrif sem innrásin í Úkraínu hefur haft á heimsmynd okkar, bæði til skamms og langs tíma. Ár er liðið og allur heimurinn veltir þessari spurningu fyrir sér.
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna einkanlega, hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem við beitum í baráttunni gegn fíkn, fátæki og heimilisleysi.
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði fjallar um efnahagsmálin, verðbólguna, vextina, evruna, krónuna, Seðlabankann, kjarasamninga og fleira þessu tengt. Verðbólga veldur búsifjum um allan heim og baráttan við hana reynist margfalt erfiðari en ætlað var., Hvað veldur og hvað er til ráða? Í lok þáttar skipta þeir á skoðunum um kjaramálin og vinnumarkaðinn,
Aðalsteinn Árni Baldursson verkalýðsleiðtogi á Húsavík og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður MIðflokksins. Tíðindaríkir dagar fram undan á þeim slóðum, dómstólar áfram í lykilhlutverki og kannski þarf ríkið að láta til sín taka, hver veit.