Ten Hag vonast til þess að gera Ferguson stoltan Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 12:31 Erik Ten Hag segir að arfleið Ferguson sé sigurhefð Manchester United. Vísir/Getty Manchester United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár þegar liðið mætir Newcastle í úrslitum enska deildabikarsins í dag. Erik Ten Hag segist hlakka til að stýra liðinu á hinum sögufræga Wembley leikvangi. Manchester United og Newcastle mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Newcastle hefur ekki unnið titil síðan árið 1955 en United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár en liðið varð deildabikarmeistari árið 2017 og fagnaði sigri í Evrópudeildinni síðar um vorið það sama ár. Erik Ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United fyrir tímabilið og hefur verið að gera góða hluti en liðið er ennþá með í öllum keppnum og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögur tímabil síðustu árin. Það hefur vakið athygli margra hversu mikilvægt það virðist vera fyrir Ten Hag að festa rætur í samfélaginu í Manchester. Hann tekur reglulega hjólatúra á svæðinu, sést á vappi í miðbænum og hefur sest niður á fundi með goðsögninni Alex Ferguson. „Þegar maður kemur á nýjan stað þá þarf maður að aðlaga sig að aðstæðunum, fólkinu og gildum þess. Fyrst þarf maður að læra og það skiptir máli að fara út, kynnast menningunni og lífinu í borginni,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports í tilefni úrslitaleiksins í dag. Erum með mörg verkfæri til að vinna þá Andstæðingar United í dag, Newcastle United, hafa verið spútniklið tímabilsins. Stjórinn Eddie Howe hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið sem erfitt er að skora hjá og erfitt að vinna. Ten Hag er hrifinn af því sem hann hefur séð. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því sem knattspyrnustjórinn hefur gert. Það er frábært að sjá þetta utanfrá og maður sér að þetta er alvöru lið með góðan liðsanda. Þetta verður frábær leikur á milli tveggja mjög góðra liða.“ Eddie Howe hefur verið að gera góða hluti með lið Newcastle.Vísir/Getty Hann segir að Manchester United hafi sýnt í vetur hvernig á að sækja gegn liðum sem verjast með liðið aftarlega eins og Newcastle vill oft gera. „Það er svo frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og í þessari fótboltamenningu því þú þarft að mæta liðum með svo ólíka leikstíla og maður þarf alltaf að finna einhverja leið til að vinna. Við erum með mörg verkfæri til að vinna og við sjáum í dag hvert þeirra við veljum.“ „Hann skildi eftir arfleið sigra og sigurhefðar“ Leikurinn í dag fer fram á Wembley og segist Ten Hag hlakka til að stýra liðinu á þessum sögufræga leikvangi. „Þarna hafa stórir leikir farið fram og ég hef séð úrslitaleik í enska bikarnum og með hollenska landsliðinu. Þegar ég var barn þá horfði ég alltaf á úrslitaleik enska bikarsins.“ Ten Hag segir að þó svo að miklvægt sé að halda ákveðnum stöðugleika þá þurfi eitthvað sérstakt þegar liðið er mætt í úrslitaleik. Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.Vísir/Getty „Þetta er úrslitaleikur og þá þarf eitthvað sérstakt í undirbúningnum. Við munum gera það,“ sagði Ten Hag en aðspurður sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að hitta Alex Ferguson í mat fyrir leikinn. Hann sagði besta ráð sem Ferguson hafi gefið honum vera sú arfleið sem hann skildi eftir sig. „Hann skildi eftir sig arfleið sigra og sigurhefðar. Mér finnst hann svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Fyrir okkur hjá Manchester United er hann gríðarlega mikil fyrirmynd og við vonumst til þess að geta gert hann stoltan í dag.“ Enski boltinn Mest lesið Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Fleiri fréttir Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Manchester United og Newcastle mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Newcastle hefur ekki unnið titil síðan árið 1955 en United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár en liðið varð deildabikarmeistari árið 2017 og fagnaði sigri í Evrópudeildinni síðar um vorið það sama ár. Erik Ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United fyrir tímabilið og hefur verið að gera góða hluti en liðið er ennþá með í öllum keppnum og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögur tímabil síðustu árin. Það hefur vakið athygli margra hversu mikilvægt það virðist vera fyrir Ten Hag að festa rætur í samfélaginu í Manchester. Hann tekur reglulega hjólatúra á svæðinu, sést á vappi í miðbænum og hefur sest niður á fundi með goðsögninni Alex Ferguson. „Þegar maður kemur á nýjan stað þá þarf maður að aðlaga sig að aðstæðunum, fólkinu og gildum þess. Fyrst þarf maður að læra og það skiptir máli að fara út, kynnast menningunni og lífinu í borginni,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports í tilefni úrslitaleiksins í dag. Erum með mörg verkfæri til að vinna þá Andstæðingar United í dag, Newcastle United, hafa verið spútniklið tímabilsins. Stjórinn Eddie Howe hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið sem erfitt er að skora hjá og erfitt að vinna. Ten Hag er hrifinn af því sem hann hefur séð. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því sem knattspyrnustjórinn hefur gert. Það er frábært að sjá þetta utanfrá og maður sér að þetta er alvöru lið með góðan liðsanda. Þetta verður frábær leikur á milli tveggja mjög góðra liða.“ Eddie Howe hefur verið að gera góða hluti með lið Newcastle.Vísir/Getty Hann segir að Manchester United hafi sýnt í vetur hvernig á að sækja gegn liðum sem verjast með liðið aftarlega eins og Newcastle vill oft gera. „Það er svo frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og í þessari fótboltamenningu því þú þarft að mæta liðum með svo ólíka leikstíla og maður þarf alltaf að finna einhverja leið til að vinna. Við erum með mörg verkfæri til að vinna og við sjáum í dag hvert þeirra við veljum.“ „Hann skildi eftir arfleið sigra og sigurhefðar“ Leikurinn í dag fer fram á Wembley og segist Ten Hag hlakka til að stýra liðinu á þessum sögufræga leikvangi. „Þarna hafa stórir leikir farið fram og ég hef séð úrslitaleik í enska bikarnum og með hollenska landsliðinu. Þegar ég var barn þá horfði ég alltaf á úrslitaleik enska bikarsins.“ Ten Hag segir að þó svo að miklvægt sé að halda ákveðnum stöðugleika þá þurfi eitthvað sérstakt þegar liðið er mætt í úrslitaleik. Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.Vísir/Getty „Þetta er úrslitaleikur og þá þarf eitthvað sérstakt í undirbúningnum. Við munum gera það,“ sagði Ten Hag en aðspurður sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að hitta Alex Ferguson í mat fyrir leikinn. Hann sagði besta ráð sem Ferguson hafi gefið honum vera sú arfleið sem hann skildi eftir sig. „Hann skildi eftir sig arfleið sigra og sigurhefðar. Mér finnst hann svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Fyrir okkur hjá Manchester United er hann gríðarlega mikil fyrirmynd og við vonumst til þess að geta gert hann stoltan í dag.“
Enski boltinn Mest lesið Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Fleiri fréttir Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira