Óhemju heimskulegt skot færði Íslandi næstum því nýja HM-von Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 07:32 Thad McFadden með boltann í leiknum gegn Íslandi í gær. Hann var ein af hetjum georgíska liðsins í gær en hefði getað breyst í skúrk í blálokin. FIBA Það er óhætt að segja að staðan undir lok leiks Georgíu og Íslands í gær, í undankeppni HM karla í körfubolta, hafi verið bæði sérstök og viðkvæm. Leiknum lauk með vægast sagt heimskulegu skoti Georgíumanna en því miður fyrir Íslendinga þá fór boltinn ekki í körfuna. Ljóst var fyrir leikinn að Ísland þyrfti að vinna með fjögurra stiga mun eða meira til að enda í 3. sæti riðilsins og komast á HM. Georgíu dugði hins vegar sigur og allt að þriggja stiga tap. Leikurinn hafði verið hnífjafn allan tímann og á lokamínútunni var staðan því þannig að Georgíumenn reyndu að passa að Ísland kæmist ekki fjórum stigum yfir, en þurftu í raun einnig að gæta þess að leikurinn færi ekki í framlengingu sem gæfi Íslandi nýjan möguleika á að búa til fjögurra stiga sigur. Þegar tíu sekúndur voru eftir klikkaði Tornike Shengelia, besti leikmaður Georgíu, á báðum vítaskotum sínum og Ísland fékk færi til að tryggja sig inn á HM. Jón Axel Guðmundsson gerði vel í að búa til færi fyrir besta sóknarmann íslenska liðsins, Elvar Má Friðriksson, en skot hans fór í hringinn. „Gæi sem að hugsar ekki neitt“ Þá voru hins vegar enn eftir örfáar sekúndur af leiknum og staðan 80-77 fyrir Íslandi, svo þristur frá Georgíu hefði leitt til framlengingar. Bandaríkjamaðurinn Thaddus McFadden, sem reyndar hefur aldrei búið í Georgíu en spilar fyrir georgíska landsliðið, fékk frákastið. McFadden hafði farið á kostum á lokakaflanum og meðal annars sett niður þriggja stiga skot þegar 45 sekúndur voru eftir. Hann áttaði sig líklega engan veginn á stöðunni sem uppi var á síðustu sekúnduum því hann reyndi þriggja stiga skot yfir allan völlinn og var ekki ýkja fjarri því að hitta, eins og sjá má hér að neðan. GOODNIGHT TBILISI! GEORGIA ARE HEADING TO THE WORLD CUP FOR THE FIRST TIME IN HISTORY!#FIBAWC x #WinForGeorgia pic.twitter.com/PhwrkubT49— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) February 26, 2023 „Hann reynir að skora. Hugsið ykkur ef hann hefði skorað? Það hefði verið framlengt. Þetta er svona gæi sem að hugsar ekki neitt. Það vann með honum á einum tímapunkti, en ég veit það ekki…“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, í umræðum á RÚV eftir leikinn. McFadden hitti hins vegar ekki og Ísland fékk því ekki nýjan möguleika á að ná upp fjögurra stiga forskotinu sem liðið þurfti til að fara á HM í fyrsta sinn. Þess í stað gátu McFadden og félagar fagnað fram eftir nóttu með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum en Georgía var að vinna sér inn sæti á HM í fyrsta sinn. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Ljóst var fyrir leikinn að Ísland þyrfti að vinna með fjögurra stiga mun eða meira til að enda í 3. sæti riðilsins og komast á HM. Georgíu dugði hins vegar sigur og allt að þriggja stiga tap. Leikurinn hafði verið hnífjafn allan tímann og á lokamínútunni var staðan því þannig að Georgíumenn reyndu að passa að Ísland kæmist ekki fjórum stigum yfir, en þurftu í raun einnig að gæta þess að leikurinn færi ekki í framlengingu sem gæfi Íslandi nýjan möguleika á að búa til fjögurra stiga sigur. Þegar tíu sekúndur voru eftir klikkaði Tornike Shengelia, besti leikmaður Georgíu, á báðum vítaskotum sínum og Ísland fékk færi til að tryggja sig inn á HM. Jón Axel Guðmundsson gerði vel í að búa til færi fyrir besta sóknarmann íslenska liðsins, Elvar Má Friðriksson, en skot hans fór í hringinn. „Gæi sem að hugsar ekki neitt“ Þá voru hins vegar enn eftir örfáar sekúndur af leiknum og staðan 80-77 fyrir Íslandi, svo þristur frá Georgíu hefði leitt til framlengingar. Bandaríkjamaðurinn Thaddus McFadden, sem reyndar hefur aldrei búið í Georgíu en spilar fyrir georgíska landsliðið, fékk frákastið. McFadden hafði farið á kostum á lokakaflanum og meðal annars sett niður þriggja stiga skot þegar 45 sekúndur voru eftir. Hann áttaði sig líklega engan veginn á stöðunni sem uppi var á síðustu sekúnduum því hann reyndi þriggja stiga skot yfir allan völlinn og var ekki ýkja fjarri því að hitta, eins og sjá má hér að neðan. GOODNIGHT TBILISI! GEORGIA ARE HEADING TO THE WORLD CUP FOR THE FIRST TIME IN HISTORY!#FIBAWC x #WinForGeorgia pic.twitter.com/PhwrkubT49— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) February 26, 2023 „Hann reynir að skora. Hugsið ykkur ef hann hefði skorað? Það hefði verið framlengt. Þetta er svona gæi sem að hugsar ekki neitt. Það vann með honum á einum tímapunkti, en ég veit það ekki…“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, í umræðum á RÚV eftir leikinn. McFadden hitti hins vegar ekki og Ísland fékk því ekki nýjan möguleika á að ná upp fjögurra stiga forskotinu sem liðið þurfti til að fara á HM í fyrsta sinn. Þess í stað gátu McFadden og félagar fagnað fram eftir nóttu með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum en Georgía var að vinna sér inn sæti á HM í fyrsta sinn.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira