Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2023 10:09 Sólveig Anna er ekki sátt með þögnina í Stjórnarráðinu. Vísir Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. „Á fimmtudaginn rennur upp nýr kafli í sögu landsins. Þá ætla Samtök atvinnulífsins að ráðast á félagsfólk Eflingar með fordæmalausri heift og tryllingi vegna þess að forysta SA getur ekki gert kjarasamning við Eflingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í færslu, sem hún birti á Facebook nú í morgunsárið. Hún segir að í stað þess að mæta kröfum Eflingar af sanngirni, vilji aðildarfélög SA, sem hún kallar íslenska auðstétt, beita 20.609 einstaklinga grófu efnahagslegu ofbeldi og reka fólk launalaust heim. „Svo mikið kappsmál er það SA að tryggja að ekkert raski aðgangi stjóranna að vinnuafli á niðursettu verði að verkbann á vinnuafl höfuðborgarsvæðisins er betri tilhögun en að gera kjarasamning við Eflingu, langstærsta félag verka og láglaunafólks á landinu.“ Gagnrýnir stjórnarliða fyrir að þaga þunnu hljóði Sólveig Anna segir það vera magnaða staðreynd að enginn úr ríkisstjórninni hafi brugðist opinberlega við fyrirhuguðu verkbanni. „Enginn hefur neitt út á það að setja að ráðast skuli að fólkinu sem knýr hér áfram hagvöxtinn, heldur öllu gangandi, greiðir skatta, svo að stjórnmálastéttin geti lifað í vellystingum. Ekki orð. Annað en röfl fáfræðingsins um að ekkert sé nauðsynlegra en að breyta vinnulöggjöfinni svo að treysta megi í sessi einræðisstöðu ríkissáttasemjara. Hefur hnignun stjórnmálanna nokkru sinni verið jafn hræðilega ljós og nú?“ spyr Sólveig Anna. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir breytingum á vinnulöggjöf, vegna vanmáttar hennar gagnvart því að deiluaðilar neiti að afhenda kjörskrár svo unnt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögur ríkissáttasemjara, eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Taka árásinni ekki þegjandi og hljóðalaust Sólveig Anna lýsti því yfir í aðsendri grein hér á Vísi í morgun að hún myndi boða til aðgerða á fimmtudag, fari verkbann SA fram. Hún ítrekar það í færslunni á Facebook. „Ef að einhver manneskja heldur að Efling ætli að taka árás SA þegjandi og hljóðalaust þá er það mikill misskilningur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna og sanna að við höfnum ofríki auðvaldsins og getuleysi stjórnmálanna. Við munum aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Við munum berjast gegn glæpsamlegu verkbanni SA af öllu afli,“ segir hún. Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 21. febrúar 2023 23:01 „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Á fimmtudaginn rennur upp nýr kafli í sögu landsins. Þá ætla Samtök atvinnulífsins að ráðast á félagsfólk Eflingar með fordæmalausri heift og tryllingi vegna þess að forysta SA getur ekki gert kjarasamning við Eflingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í færslu, sem hún birti á Facebook nú í morgunsárið. Hún segir að í stað þess að mæta kröfum Eflingar af sanngirni, vilji aðildarfélög SA, sem hún kallar íslenska auðstétt, beita 20.609 einstaklinga grófu efnahagslegu ofbeldi og reka fólk launalaust heim. „Svo mikið kappsmál er það SA að tryggja að ekkert raski aðgangi stjóranna að vinnuafli á niðursettu verði að verkbann á vinnuafl höfuðborgarsvæðisins er betri tilhögun en að gera kjarasamning við Eflingu, langstærsta félag verka og láglaunafólks á landinu.“ Gagnrýnir stjórnarliða fyrir að þaga þunnu hljóði Sólveig Anna segir það vera magnaða staðreynd að enginn úr ríkisstjórninni hafi brugðist opinberlega við fyrirhuguðu verkbanni. „Enginn hefur neitt út á það að setja að ráðast skuli að fólkinu sem knýr hér áfram hagvöxtinn, heldur öllu gangandi, greiðir skatta, svo að stjórnmálastéttin geti lifað í vellystingum. Ekki orð. Annað en röfl fáfræðingsins um að ekkert sé nauðsynlegra en að breyta vinnulöggjöfinni svo að treysta megi í sessi einræðisstöðu ríkissáttasemjara. Hefur hnignun stjórnmálanna nokkru sinni verið jafn hræðilega ljós og nú?“ spyr Sólveig Anna. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir breytingum á vinnulöggjöf, vegna vanmáttar hennar gagnvart því að deiluaðilar neiti að afhenda kjörskrár svo unnt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögur ríkissáttasemjara, eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Taka árásinni ekki þegjandi og hljóðalaust Sólveig Anna lýsti því yfir í aðsendri grein hér á Vísi í morgun að hún myndi boða til aðgerða á fimmtudag, fari verkbann SA fram. Hún ítrekar það í færslunni á Facebook. „Ef að einhver manneskja heldur að Efling ætli að taka árás SA þegjandi og hljóðalaust þá er það mikill misskilningur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna og sanna að við höfnum ofríki auðvaldsins og getuleysi stjórnmálanna. Við munum aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Við munum berjast gegn glæpsamlegu verkbanni SA af öllu afli,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 21. febrúar 2023 23:01 „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00
Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 21. febrúar 2023 23:01
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36