Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 27. febrúar 2023 11:16 Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Heimildinni ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni hans. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Arnar Þór og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, stefndu Páli vegna ummæla sem Páll lét falla á bloggsíðu sinni. Um er að ræða tvenn ummæli: 1. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, … eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. - 2. apríl 2022 2. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september. - 21. ágúst 2022 Er gerð krafa um að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefjast þeir bóta upp á eina og hálfa milljón hvor frá Páli vegna málsins. RSK-miðlar Í stefnu Arnars Þórs og Þórðar eru málsatvik reifuð út frá þeirra sjónarhóli. Þar kemur fram að í fyrri færslunni eru blaðamennirnir nafngreindir og fullyrt að þeir hafi framið lögbrot. Í síðari færslunni er svo fullyrt að saksóknari muni gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla. RSK-miðlar er samheiti sem Páll bjó til yfir Ríkisútvarpið, Stundina og Kjarnann. Í inngangi færslu Páls segir að blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans séu sakborningar í RSK-sakamálinu. Tuttugu færslur Arnar Þór og Þórður Snær segja í stefnu sinni að frá því um miðjan nóvember 2021, hafi Páll skrifað látlaust á bloggsvæði sitt, pallvil.blog.is, tilfallandi athugasemdir, um samsæriskenningu þess efnis að nafngreindir starfsmenn RÚV, Kjarnans og Stundarinnar, m.a. stefnendur, hafi skipulagt að eitra fyrir Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja og ráðið verktaka til þess þess að stela síma Páls á meðan að hann lá á sjúkrahúsi eftir eitrunina. Í framhaldinu hafi þeir hagnýtt sér sér innihald símans til þess að skrifa fréttir um Samherja. Páll hafi komið þessari samsæriskenningu á framfæri í öðrum miðlum s.s. Dagmálum á mbl.is, 15. nóvember 2021 og í Bítínu á Bylgjunni, 16. febrúar 2022. Þeir telja Pál fyrst hafa viðrað samsæriskenninguna í færslu á bloggsvæði sínu 13. nóvember 2021 sem bar yfirskriftina ,,Heiður RÚV og glæpurinn gegn Páli skipstjóra”. Frá 14. nóvember 2021 til 31. mars 2022 hafi hann skrifað tuttugu færslur til viðbótar á bloggsvæði sitt sem fjölluðu á einn eða annan hátt um ofangreinda samsæriskenningu. Eru færslurnar listaðar upp: 1. Hvernig vissi RÚV að Páll skipstjóri færi á gjörgæslu? (16.11.21) 2. Stundin og Kjarninn á spena RÚV (21.11.21) 3. Kjarninn: RÚV stal síma Páls skipstjóra (23.11.21) 4. Eiður Smári og Rakel, innan og utan vallar (24.11.21) 5. Biðst Stefán afsökunar á lögbrotum RÚV? (25.11.21) 6. Þriðji aðili ritstýrir Kjarnanum og Stundinni. Hver? (8.12.21) 7. Kjarninn og Stundin þjófsnautar í glæpnum gegn Páli skipstjóra (14.12.21) 8. Göfug lygi (1.1.22) 9. Ísland: spilltustu fjölmiðlar í Evrópu (26.1.22) 10. Meðvirkir fjölmiðlar spyrja ekki um glæp (27.1.22). 11. Helgi Seljan og Þóra ekki-umsækjendur (3.2.22) 12. Verktaki RÚV í eitrun og gagnastuldi (6.2.22) 13. Þóra skuggastjórnandi KJarnans og Stundarinnar (17.2.22) 14. Fréttahönnun RÚV: hvar er Rakel? (18.2.22) 15. RSK-tilræðið gegn Páli skipstjóra - hvers vegna? (20.2.22) 16. RÚV birti ekki fréttir, en framdi glæpinn (21.2.22) 17. Þóra á Glæpaleiti ekki tilnefnd (26.3.22) 18. Þóra gramsaði í síma Páls skipstjóra - til hvers? (26.2.22) 19. Stefán fórnaði Rakel, en hélt Þóru - hvers vegna? (20.3.22) 20. Aðalsteinn og siðareglur blaðamanna (31.3.22) Arnar Þór og Þórður hafi látið skrifin lengi yfir sig ganga enda hafi þeir ekki viljað veita Páli og ranghugmyndum hans og samsæriskenningum vægi. Kaflaskil hafi orðið í því laugardaginn 2. apríl þegar þeir voru sakaðir um refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi. Fólk alltaf að spyrja um þetta Arnar Þór mætti í dómsal í morgun og gaf skýrslu. Þá gaf Þórður Snær skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Arnar Þór sagði óforskammað að sitja undir framsetningu Páls. „Að við myndum byrla manni og stela síma til að komast yfir gögn til að skrifa fréttir,“ sagði Arnar Þór. Hann lýsti ákvörðun þeirra að stíga niður fæti. „Þetta var búið að vera stanlaust skrifað um okkur og okkar mál og ýmislegt gefið í skyn. En þarna var sagt með beinum hætti að við værum að byrla manni og stela síma og þá var mér nóg boðið.“ Ummæli Páls hafi valdið honum hugarangri. „Fólk er alltaf að tala um þetta, spyrja: Varst þú að byrla manni og stela síma? Og ég segi, nei vinur. Það var ég ekki að gera. Faglega er þetta ekki gott sem blaðamaður að hafa það í almennri umræðu að ég sé maður sem byrli fólki og steli síma. Orðspor er mikilvægt í þessu fagi.“ Aðspurður hvort hann hefði átt einhvern þátt í að stela síma og byrla skipstjóra svararði Arnar Þór: „Nei, það átti ég ekki.“ Óþægindi í einkalífi og starfi Arnar Þór er meðal blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í máli Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þar sem þeir er gefið að sök brot á lögum um friðhelgi einkalífs við umfjöllun um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Aðspurður hvað málið varðaði taldi Arnar Þór að meint brot fæli í sér að eiga að hafa skoðað gögn á síma Páls skipstjóra. Arnar Þór hefur farið í yfirheyrslu vegna málsins. Hann segir að þar hafi lögregla reynt að fá upplýsingar um hver væri heimildarmaður Kjarnans við vinnslu frétta af skæruliðadeildinni. Aðspurður um áhrif þess að sitja undir ásökunum Páls sagði Arnar Þór það hafa valdið honum ama og óþægindum. Bæði í einkalífi og starfi. Þórður Snær gaf skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Grein verður gerð fyrir vitnisburði hans síðar. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamenn Kjarnans vilja milljónir frá Páli Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni. Páll gaf í skyn á bloggsíðu sinni að blaðamennirnir hafi komið að því að byrla Páli Steingrímssyni skipstjóra. 12. nóvember 2022 08:38 Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Þórs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Arnar Þór og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, stefndu Páli vegna ummæla sem Páll lét falla á bloggsíðu sinni. Um er að ræða tvenn ummæli: 1. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, … eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. - 2. apríl 2022 2. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september. - 21. ágúst 2022 Er gerð krafa um að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefjast þeir bóta upp á eina og hálfa milljón hvor frá Páli vegna málsins. RSK-miðlar Í stefnu Arnars Þórs og Þórðar eru málsatvik reifuð út frá þeirra sjónarhóli. Þar kemur fram að í fyrri færslunni eru blaðamennirnir nafngreindir og fullyrt að þeir hafi framið lögbrot. Í síðari færslunni er svo fullyrt að saksóknari muni gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla. RSK-miðlar er samheiti sem Páll bjó til yfir Ríkisútvarpið, Stundina og Kjarnann. Í inngangi færslu Páls segir að blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans séu sakborningar í RSK-sakamálinu. Tuttugu færslur Arnar Þór og Þórður Snær segja í stefnu sinni að frá því um miðjan nóvember 2021, hafi Páll skrifað látlaust á bloggsvæði sitt, pallvil.blog.is, tilfallandi athugasemdir, um samsæriskenningu þess efnis að nafngreindir starfsmenn RÚV, Kjarnans og Stundarinnar, m.a. stefnendur, hafi skipulagt að eitra fyrir Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja og ráðið verktaka til þess þess að stela síma Páls á meðan að hann lá á sjúkrahúsi eftir eitrunina. Í framhaldinu hafi þeir hagnýtt sér sér innihald símans til þess að skrifa fréttir um Samherja. Páll hafi komið þessari samsæriskenningu á framfæri í öðrum miðlum s.s. Dagmálum á mbl.is, 15. nóvember 2021 og í Bítínu á Bylgjunni, 16. febrúar 2022. Þeir telja Pál fyrst hafa viðrað samsæriskenninguna í færslu á bloggsvæði sínu 13. nóvember 2021 sem bar yfirskriftina ,,Heiður RÚV og glæpurinn gegn Páli skipstjóra”. Frá 14. nóvember 2021 til 31. mars 2022 hafi hann skrifað tuttugu færslur til viðbótar á bloggsvæði sitt sem fjölluðu á einn eða annan hátt um ofangreinda samsæriskenningu. Eru færslurnar listaðar upp: 1. Hvernig vissi RÚV að Páll skipstjóri færi á gjörgæslu? (16.11.21) 2. Stundin og Kjarninn á spena RÚV (21.11.21) 3. Kjarninn: RÚV stal síma Páls skipstjóra (23.11.21) 4. Eiður Smári og Rakel, innan og utan vallar (24.11.21) 5. Biðst Stefán afsökunar á lögbrotum RÚV? (25.11.21) 6. Þriðji aðili ritstýrir Kjarnanum og Stundinni. Hver? (8.12.21) 7. Kjarninn og Stundin þjófsnautar í glæpnum gegn Páli skipstjóra (14.12.21) 8. Göfug lygi (1.1.22) 9. Ísland: spilltustu fjölmiðlar í Evrópu (26.1.22) 10. Meðvirkir fjölmiðlar spyrja ekki um glæp (27.1.22). 11. Helgi Seljan og Þóra ekki-umsækjendur (3.2.22) 12. Verktaki RÚV í eitrun og gagnastuldi (6.2.22) 13. Þóra skuggastjórnandi KJarnans og Stundarinnar (17.2.22) 14. Fréttahönnun RÚV: hvar er Rakel? (18.2.22) 15. RSK-tilræðið gegn Páli skipstjóra - hvers vegna? (20.2.22) 16. RÚV birti ekki fréttir, en framdi glæpinn (21.2.22) 17. Þóra á Glæpaleiti ekki tilnefnd (26.3.22) 18. Þóra gramsaði í síma Páls skipstjóra - til hvers? (26.2.22) 19. Stefán fórnaði Rakel, en hélt Þóru - hvers vegna? (20.3.22) 20. Aðalsteinn og siðareglur blaðamanna (31.3.22) Arnar Þór og Þórður hafi látið skrifin lengi yfir sig ganga enda hafi þeir ekki viljað veita Páli og ranghugmyndum hans og samsæriskenningum vægi. Kaflaskil hafi orðið í því laugardaginn 2. apríl þegar þeir voru sakaðir um refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi. Fólk alltaf að spyrja um þetta Arnar Þór mætti í dómsal í morgun og gaf skýrslu. Þá gaf Þórður Snær skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Arnar Þór sagði óforskammað að sitja undir framsetningu Páls. „Að við myndum byrla manni og stela síma til að komast yfir gögn til að skrifa fréttir,“ sagði Arnar Þór. Hann lýsti ákvörðun þeirra að stíga niður fæti. „Þetta var búið að vera stanlaust skrifað um okkur og okkar mál og ýmislegt gefið í skyn. En þarna var sagt með beinum hætti að við værum að byrla manni og stela síma og þá var mér nóg boðið.“ Ummæli Páls hafi valdið honum hugarangri. „Fólk er alltaf að tala um þetta, spyrja: Varst þú að byrla manni og stela síma? Og ég segi, nei vinur. Það var ég ekki að gera. Faglega er þetta ekki gott sem blaðamaður að hafa það í almennri umræðu að ég sé maður sem byrli fólki og steli síma. Orðspor er mikilvægt í þessu fagi.“ Aðspurður hvort hann hefði átt einhvern þátt í að stela síma og byrla skipstjóra svararði Arnar Þór: „Nei, það átti ég ekki.“ Óþægindi í einkalífi og starfi Arnar Þór er meðal blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í máli Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þar sem þeir er gefið að sök brot á lögum um friðhelgi einkalífs við umfjöllun um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Aðspurður hvað málið varðaði taldi Arnar Þór að meint brot fæli í sér að eiga að hafa skoðað gögn á síma Páls skipstjóra. Arnar Þór hefur farið í yfirheyrslu vegna málsins. Hann segir að þar hafi lögregla reynt að fá upplýsingar um hver væri heimildarmaður Kjarnans við vinnslu frétta af skæruliðadeildinni. Aðspurður um áhrif þess að sitja undir ásökunum Páls sagði Arnar Þór það hafa valdið honum ama og óþægindum. Bæði í einkalífi og starfi. Þórður Snær gaf skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Grein verður gerð fyrir vitnisburði hans síðar.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamenn Kjarnans vilja milljónir frá Páli Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni. Páll gaf í skyn á bloggsíðu sinni að blaðamennirnir hafi komið að því að byrla Páli Steingrímssyni skipstjóra. 12. nóvember 2022 08:38 Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Blaðamenn Kjarnans vilja milljónir frá Páli Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni. Páll gaf í skyn á bloggsíðu sinni að blaðamennirnir hafi komið að því að byrla Páli Steingrímssyni skipstjóra. 12. nóvember 2022 08:38
Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23