Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Lazio þá var það ekki fyrr en á 80. mínútu sem ísinn brotnaði. Luis Alberto fékk þá boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum rakleiðis í netið í fyrstu snertingu. Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur leiksins.
— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 27, 2023
A beautiful @10_luisalberto strike grants @OfficialSSLazio a huge home win #LazioSamp pic.twitter.com/v76SznAKI7
Sigurinn þýðir að Lazio stekkur upp fyrir lærisveinar José Mourinho í Roma í töflunni og er nú í 4. sæti deildarinnar. Rómverjar eiga þó leik til góða annað kvöld og geta aftur komist upp í hið mikilvæga fjórða sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.