„Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 23:31 Elvar Már Friðriksson var langstigahæstur Íslands í sigrinum grátlega með 25 stig. FIBA Óhætt er að segja að grátlegasti sigur í sögu þjóðar hafi unnist á sunnudag. Ekki er víst að sæti á HM í körfubolta bjóðist í bráð. Leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Georgíu vannst með þriggja stiga mun en ljóst var fyrir leik að Ísland þyrfti fjögurra stiga sigur eða stærri til að komast á heimsmeistaramótið. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig fer Georgía á mótið á kostnað Íslands. „Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi. Þriggja stiga sigur sem dugði því miður ekki og þessar lokasekúndur þar sem okkar besti skotmaður [Elvar Már Friðriksson] fær galopið skot eftir sendingu frá Jóni Axel [Guðmundssyni]. Að klikka úr því í restina er þyngra en tárum taki,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skotið sem hefði getað komið Íslandi á HM. „Það er talsvart langt í það, næsta heimsmeistaramót er þá 2027. Kjarninn okkar er sem betur fer á góðum aldri, Elvar Már og Martin [Hermannsson] eru 28-29 ára. Svo erum við með unga stráka sem eru að koma upp svo framtíðin er svo sannarlega björt en það er rosalega súrt að hafa orðið af þessum glugga,“ sagði Hörður um möguleika Íslands á að komast á HM í framtíðinni. Ólympíu-umspil er næst hjá íslenska liðinu en ekki er víst hvort Ísland spili þar alla leiki. KKÍ sér fram á fjárskort vegna lægri flokkunar úr afrekssjóði ÍSÍ. „Það þarf eitthvað kraftaverk til að gerast að við náum þangað inn en frábært að fá að taka þátt. Höfum verið þar tvisvar áður að mig minnir. Ef ÍSÍ heldur áfram að styrkja íslenskt körfuboltalandslið og KKÍ hefur efni á því munum við taka þar þátt í forkeppni undankeppninnar í ágúst á þessu ári.“ „Það er í rauninni alveg fáránlegt. Hefði Ísland unnið með fjórum stigum í gær hefði þetta verið eitthvað stærsta afrek sem íslenskt hópíþróttalandslið hefur náð síðan við komumst á HM í fótbolta. Það er frekar súrrealískt að pæla í því að mögulega verðum við ekki með í næstu undankeppni, það er algjörlega galið,“ sagði Hörður að endingu. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Georgíu vannst með þriggja stiga mun en ljóst var fyrir leik að Ísland þyrfti fjögurra stiga sigur eða stærri til að komast á heimsmeistaramótið. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig fer Georgía á mótið á kostnað Íslands. „Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi. Þriggja stiga sigur sem dugði því miður ekki og þessar lokasekúndur þar sem okkar besti skotmaður [Elvar Már Friðriksson] fær galopið skot eftir sendingu frá Jóni Axel [Guðmundssyni]. Að klikka úr því í restina er þyngra en tárum taki,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skotið sem hefði getað komið Íslandi á HM. „Það er talsvart langt í það, næsta heimsmeistaramót er þá 2027. Kjarninn okkar er sem betur fer á góðum aldri, Elvar Már og Martin [Hermannsson] eru 28-29 ára. Svo erum við með unga stráka sem eru að koma upp svo framtíðin er svo sannarlega björt en það er rosalega súrt að hafa orðið af þessum glugga,“ sagði Hörður um möguleika Íslands á að komast á HM í framtíðinni. Ólympíu-umspil er næst hjá íslenska liðinu en ekki er víst hvort Ísland spili þar alla leiki. KKÍ sér fram á fjárskort vegna lægri flokkunar úr afrekssjóði ÍSÍ. „Það þarf eitthvað kraftaverk til að gerast að við náum þangað inn en frábært að fá að taka þátt. Höfum verið þar tvisvar áður að mig minnir. Ef ÍSÍ heldur áfram að styrkja íslenskt körfuboltalandslið og KKÍ hefur efni á því munum við taka þar þátt í forkeppni undankeppninnar í ágúst á þessu ári.“ „Það er í rauninni alveg fáránlegt. Hefði Ísland unnið með fjórum stigum í gær hefði þetta verið eitthvað stærsta afrek sem íslenskt hópíþróttalandslið hefur náð síðan við komumst á HM í fótbolta. Það er frekar súrrealískt að pæla í því að mögulega verðum við ekki með í næstu undankeppni, það er algjörlega galið,“ sagði Hörður að endingu.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira