Hrós getur gert kraftaverk Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2023 07:01 Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 20 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Markmiðið með deginum er að stuðla að aukinni vellíðan með því að hvetja fólk til að gefa og þiggja hrós. Þetta er dagur til að fagna því góða í öðrum og lyfta hvert öðru upp með hvatningar- og þakklætisorðum. Með því að dreifa jákvæðni og gleði gerum við heiminn að betri stað, einu hrósi í einu. Hvað gerir hrós fyrir okkur? Að gefa hrós er mikilvæg leið til að sýna þakklæti, góðvild og jákvæðni í garð annarra. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við ættum að gefa hrós: Hrós stuðlar að bættu sjálfsáliti: Hrós getur hjálpað til við að bæta sjálfsálit og auka sjálfstraust þess sem fær hrósið. Vingjarnleg og hlý orð geta farið langt í að láta fólk líða vel með sjálft sig. Hrós dreifir jákvæðni: Hrós dreifir jákvæðni og hamingju. Þegar við hrósum stuðlum við ekki aðeins að aukinni vellíðan þess sem fær hrósið heldur dreifum líka gleði. Hrós bætir sambönd: Að hrósa getur hjálpað til við að byggja upp og bæta sambönd. Hrós sýnir að við veitum öðrum eftirtekt og að við kunnum að meta þá. Hrós hvetur til góðvildar: Þegar við hrósum setjum við fordæmi um góðvild og jákvæðni. Þetta getur hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Hrós eykur hamingju: Sýnt hefur verið fram á að bæði það að gefa og þiggja hrós eykur hamingju og vellíðan. Í stuttu máli getur hrós haft mikil áhrif á aðra og hjálpað til við að skapa jákvæðari heim fyrir okkur öll. Góðar leiðir til að hrósa Besta leiðin til að hrósa fer eftir einstaklingnum og aðstæðum. Hér fyrir neðan eru nokkur almenn ráð til að gefa áhrifaríkt og einlægt hrós: Verum nákvæm: Í stað þess að segja eitthvað almennt eins og „Þú lítur vel út í dag“ er betra að vera nákvæmari, t.d. með því að segja: „Kjóllinn þínn er fallegur og fer þér mjög vel, hann dregur fram litinn í augunum þínum.“ Hrósum af einlægni og yfirvegun: Hrós þarf að vera einlægt og ósvikið. Fólk tekur yfirleitt eftir því þegar hrós er ekki einlægt, svo við þurfum að vera viss um að meina það sem við segjum. Einbeitum okkur að hegðun: Hrós sem einblínir á hegðun eða persónuleika einstaklings er oft þýðingarmeira en hrós sem einblínir á útlit. Hægt væri t.d. að segja: „Þú komst með góðar og uppbyggilegar ábendingar á fundinum sem mér fannst til fyrirmyndar“, eða „Ég dáist að því hversu mikla vinnu þú lagðir í smáatriðin.“ Veitum hrós umsvifalaust: Betra er að hrósa strax frekar en að bíða eftir sérstöku tilefni. Umsvifalaust hrós hefur miklu meiri áhrif. Höldum augnsambandi: Þegar við hrósum er gott að halda augnsambandi. Augnsamband gerir samskiptin persónulegri og innilegri. Forðumst að hrósa of mikið: Þá geta sumir upplifað að það sé ekki einlægt. Með því að fylgja þessum einföldu ráðum verður hrós áhrifaríkt, einlægt og vel metið af þeim sem þiggur það. Hrós getur gert kraftaverk Máttur hróss er mikill. Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Æfum okkur markvisst í því að hrósa fólkinu í kringum okkur. Gott og sannfærandi hrós kostar ekki krónu en getur gert kraftaverk. Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“ Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook síðuna Hrós dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 20 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Markmiðið með deginum er að stuðla að aukinni vellíðan með því að hvetja fólk til að gefa og þiggja hrós. Þetta er dagur til að fagna því góða í öðrum og lyfta hvert öðru upp með hvatningar- og þakklætisorðum. Með því að dreifa jákvæðni og gleði gerum við heiminn að betri stað, einu hrósi í einu. Hvað gerir hrós fyrir okkur? Að gefa hrós er mikilvæg leið til að sýna þakklæti, góðvild og jákvæðni í garð annarra. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við ættum að gefa hrós: Hrós stuðlar að bættu sjálfsáliti: Hrós getur hjálpað til við að bæta sjálfsálit og auka sjálfstraust þess sem fær hrósið. Vingjarnleg og hlý orð geta farið langt í að láta fólk líða vel með sjálft sig. Hrós dreifir jákvæðni: Hrós dreifir jákvæðni og hamingju. Þegar við hrósum stuðlum við ekki aðeins að aukinni vellíðan þess sem fær hrósið heldur dreifum líka gleði. Hrós bætir sambönd: Að hrósa getur hjálpað til við að byggja upp og bæta sambönd. Hrós sýnir að við veitum öðrum eftirtekt og að við kunnum að meta þá. Hrós hvetur til góðvildar: Þegar við hrósum setjum við fordæmi um góðvild og jákvæðni. Þetta getur hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Hrós eykur hamingju: Sýnt hefur verið fram á að bæði það að gefa og þiggja hrós eykur hamingju og vellíðan. Í stuttu máli getur hrós haft mikil áhrif á aðra og hjálpað til við að skapa jákvæðari heim fyrir okkur öll. Góðar leiðir til að hrósa Besta leiðin til að hrósa fer eftir einstaklingnum og aðstæðum. Hér fyrir neðan eru nokkur almenn ráð til að gefa áhrifaríkt og einlægt hrós: Verum nákvæm: Í stað þess að segja eitthvað almennt eins og „Þú lítur vel út í dag“ er betra að vera nákvæmari, t.d. með því að segja: „Kjóllinn þínn er fallegur og fer þér mjög vel, hann dregur fram litinn í augunum þínum.“ Hrósum af einlægni og yfirvegun: Hrós þarf að vera einlægt og ósvikið. Fólk tekur yfirleitt eftir því þegar hrós er ekki einlægt, svo við þurfum að vera viss um að meina það sem við segjum. Einbeitum okkur að hegðun: Hrós sem einblínir á hegðun eða persónuleika einstaklings er oft þýðingarmeira en hrós sem einblínir á útlit. Hægt væri t.d. að segja: „Þú komst með góðar og uppbyggilegar ábendingar á fundinum sem mér fannst til fyrirmyndar“, eða „Ég dáist að því hversu mikla vinnu þú lagðir í smáatriðin.“ Veitum hrós umsvifalaust: Betra er að hrósa strax frekar en að bíða eftir sérstöku tilefni. Umsvifalaust hrós hefur miklu meiri áhrif. Höldum augnsambandi: Þegar við hrósum er gott að halda augnsambandi. Augnsamband gerir samskiptin persónulegri og innilegri. Forðumst að hrósa of mikið: Þá geta sumir upplifað að það sé ekki einlægt. Með því að fylgja þessum einföldu ráðum verður hrós áhrifaríkt, einlægt og vel metið af þeim sem þiggur það. Hrós getur gert kraftaverk Máttur hróss er mikill. Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Æfum okkur markvisst í því að hrósa fólkinu í kringum okkur. Gott og sannfærandi hrós kostar ekki krónu en getur gert kraftaverk. Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“ Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook síðuna Hrós dagsins.
Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar