„Við blásum til lagersölu í netversluninni okkar tvisvar á ári, að vori og svo aftur að hausti og þær eru alltaf geysilega vinsælar. Við bjóðum allt að 80% afslátt og viðskiptavinir geta því keypt hágæða vörur úr náttúrulegum efnum á einstaklega góðum kjörum. Við erum að hreinsa út lagera og þær vörur sem eru að hætta hjá okkur en auk þess setjum við inn ákveðið magn af öðrum vörum með á lagersöluna. Við reynum að hafa úrvalið mjög fjölbreytt og því hægt að nálgast vörur úr öllum flokkum; vörur í svefnherbergið, fatnað, heimilisvörur og gjafavörur,“ segir Ágústa Gísladóttir, eigandi verslunarinnar Lín Design.

Rúmfötin njóta ávallt mikilla vinsælda á lagersölunni, en Lín Design framleiðir hágæða rúmfatnað úr Pimabómull. Einnig er kósýfatalína Lín Design mjög vinsæl úr bæði bómull og viscose, náttföt og sloppar.

„Okkar vörur eru framleiddar á umhverfisvænan hátt og úr umhverfisvænum efnum. Við eigum einnig til hlífðardýnur, handklæði, púða, svuntur og dúka og annan textíl, bæði fyrir heimili og gististaði. Þá hefur barnalínan Lára og Ljónsi eftir bókum Birgittu Haukdal verið mjög vinsæl,“ útskýrir Ágústa. Hún segir mikil þægindi í að geta verslað í rólegheitum heima.
„Lagersalan er afar aðgengileg og viðmótið notendavænt á heimasíðunni okkar lindesign.is. Hægt er að velja sendingarmáta sem hentar og einnig er hægt að sækja pöntunina til okkar í verslunin okkar á Smáratorgi,“ segir Ágústa.






