Forsetinn efnir til sérstakra lýðheilsuverðlauna Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2023 11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti er mikill hlaupagarpur. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur ákveðið að efna til nýrra verðlauna, Íslensku lýðheilsuverðlaunanna, og er stefnt á að þau verði afhent í fyrsta sinn í vor. Verðlaunin eru afhent í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Geðhjálp og verða afhent í tveimur flokkum. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að ráðgert sé að veita lýðheilsuverðlaunin í fyrsta sinn í vor og sé óskað eftir tillögum frá almenningi um hver ættu að hljóta þessa viðurkenningu fyrir framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi. „Íslensku lýðheilsuverðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar til einstaklings og hins vegar til samtaka, stofnunar eða fyrirtækis sem hefur látið gott af sér leiða á þessu sviði. Lýðheilsa er samheiti yfir bæði heilsuvernd og forvarnir. Lýðheilsustarf byggir á samvinnu um að bæta heilbrigði þjóðarinnar, líðan og lífsgæði í samfélaginu. Litið er jafnt til líkamlegrar og andlegrar heilsu. Vitað er að útivist og hreyfing geta stuðlað að góðri lýðheilsu, eins og margs konar forvarnir og menntun, geðrækt og góð heilbrigðisþjónusta, svo dæmi séu nefnd. Með því að efla lýðheilsu eflum við um leið mann- og félagsauð þjóðarinnar og aukum almenna vellíðan. Almenningur er hvattur til að senda inn tillögur að verðugum verðlaunahöfum, ásamt rökstuðningi, á vefsíðunni lydheilsuverdlaun.is fyrir 20. mars. Dómnefnd mun fjalla um tillögurnar og tilnefna þrjár í hvorum flokki. Tvenn verðlaun verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í síðari hluta apríl,“ segir í tilkynningunni. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verðlaunin eru afhent í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Geðhjálp og verða afhent í tveimur flokkum. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að ráðgert sé að veita lýðheilsuverðlaunin í fyrsta sinn í vor og sé óskað eftir tillögum frá almenningi um hver ættu að hljóta þessa viðurkenningu fyrir framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi. „Íslensku lýðheilsuverðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar til einstaklings og hins vegar til samtaka, stofnunar eða fyrirtækis sem hefur látið gott af sér leiða á þessu sviði. Lýðheilsa er samheiti yfir bæði heilsuvernd og forvarnir. Lýðheilsustarf byggir á samvinnu um að bæta heilbrigði þjóðarinnar, líðan og lífsgæði í samfélaginu. Litið er jafnt til líkamlegrar og andlegrar heilsu. Vitað er að útivist og hreyfing geta stuðlað að góðri lýðheilsu, eins og margs konar forvarnir og menntun, geðrækt og góð heilbrigðisþjónusta, svo dæmi séu nefnd. Með því að efla lýðheilsu eflum við um leið mann- og félagsauð þjóðarinnar og aukum almenna vellíðan. Almenningur er hvattur til að senda inn tillögur að verðugum verðlaunahöfum, ásamt rökstuðningi, á vefsíðunni lydheilsuverdlaun.is fyrir 20. mars. Dómnefnd mun fjalla um tillögurnar og tilnefna þrjár í hvorum flokki. Tvenn verðlaun verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í síðari hluta apríl,“ segir í tilkynningunni.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira