Valsmenn gætu bókað flug til Sviss, Frakklands eða Þýskalands í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 14:32 Valsmenn töpuðu með þriggja marka mun gegn Ystad á Hlíðarenda og þurfa að vinna þann mun upp í dag til að ná 2. sæti síns riðils, sem yrði magnaður árangur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valsmenn ljúka í dag leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Ljóst er að þeir komast áfram í 16-liða úrslitin en úrslitin í dag ráða því hvaða mótherjar mæta á Hlíðarenda í 16-liða úrslitunum. Valur sækir sænska liðið Ystad heim og er leikurinn í beinni útsendingu klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport. Valsmenn eru fyrir leiki dagsins í 3. sæti síns riðils, og eitt af fjórum liðum sem komast upp úr riðlinum. Þeir þurfa að vinna Ystad með að lágmarki 3-4 marka mun til að ná 2. sætinu af sænska liðinu, eftir að hafa tapað 32-29 fyrir Ystad í desember. Ef að Valsmenn ná ekki að landa sigri er mögulegt að þeir missi ungverska liðið FTC upp fyrir sig og fari niður í 4. sæti, en aldrei neðar. Og þetta getur aðeins gerst ef að FTC vinnur topplið Flensburg í kvöld. Sextán liða úrslitin verða spiluð 21. og 28. mars, og mun Valur spila þar við lið úr A-riðli. Þrjú lið koma þar til greina. Valsmenn mæta liði úr A-riðli í 16-liða úrslitum. Ef þeir enda í 4. sæti mæta þeir efsta liði A-riðils, ef þeir enda í 3. sæti mæta þeir liðinu úr 2. sæti A-riðils, og nái þeir 2. sæti er ljóst að þeir myndu mæta Kadetten Schaffhausen.Wikipedia Ef að Valur nær 2. sæti mætir liðið svissnesku meisturunum í Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar og með hornamanninn funheita Óðin Þór Ríkharðsson innanborðs. Ef að Valur endar í 3. eða 4. sæti verður andstæðingurinn franska liðið Montpellier eða þýska liðið Göppingen. Líklegast er að Montpellier endi í 1. sæti A-riðils, og mæti 4. sæti B-riðils, en Göppingen getur stolið efsta sæti A-riðils með níu marka sigri gegn Montpellier á heimavelli í kvöld. Eins og staðan er núna eru því mestar líkur á að Valur mæti Göppingen í 16-liða úrslitum en bæði Valsmenn og leikmenn Göppingen gætu breytt því í kvöld. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
Valur sækir sænska liðið Ystad heim og er leikurinn í beinni útsendingu klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport. Valsmenn eru fyrir leiki dagsins í 3. sæti síns riðils, og eitt af fjórum liðum sem komast upp úr riðlinum. Þeir þurfa að vinna Ystad með að lágmarki 3-4 marka mun til að ná 2. sætinu af sænska liðinu, eftir að hafa tapað 32-29 fyrir Ystad í desember. Ef að Valsmenn ná ekki að landa sigri er mögulegt að þeir missi ungverska liðið FTC upp fyrir sig og fari niður í 4. sæti, en aldrei neðar. Og þetta getur aðeins gerst ef að FTC vinnur topplið Flensburg í kvöld. Sextán liða úrslitin verða spiluð 21. og 28. mars, og mun Valur spila þar við lið úr A-riðli. Þrjú lið koma þar til greina. Valsmenn mæta liði úr A-riðli í 16-liða úrslitum. Ef þeir enda í 4. sæti mæta þeir efsta liði A-riðils, ef þeir enda í 3. sæti mæta þeir liðinu úr 2. sæti A-riðils, og nái þeir 2. sæti er ljóst að þeir myndu mæta Kadetten Schaffhausen.Wikipedia Ef að Valur nær 2. sæti mætir liðið svissnesku meisturunum í Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar og með hornamanninn funheita Óðin Þór Ríkharðsson innanborðs. Ef að Valur endar í 3. eða 4. sæti verður andstæðingurinn franska liðið Montpellier eða þýska liðið Göppingen. Líklegast er að Montpellier endi í 1. sæti A-riðils, og mæti 4. sæti B-riðils, en Göppingen getur stolið efsta sæti A-riðils með níu marka sigri gegn Montpellier á heimavelli í kvöld. Eins og staðan er núna eru því mestar líkur á að Valur mæti Göppingen í 16-liða úrslitum en bæði Valsmenn og leikmenn Göppingen gætu breytt því í kvöld.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira