Breytist í áskriftarvef eftir ráðleggingar frá Facebook Máni Snær Þorláksson skrifar 28. febrúar 2023 20:55 Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, ásamt starfsfólki á ritstjórn; f.v Díana, Steinunn, Gunnlaug Birta, Guðbjörg, Valdimar og Guðrún. Aðsend Skessuhorn.is, vefsíða vesturlenska fjölmiðilsins, er búin að breytast í áskriftarvef. Ritstjóri miðilsins segir að breytingin sé búin að vera lengi í pípunum. Ákvörðunin var tekin eftir ráðleggingar frá Facebook. „Þetta á sér langa forsögu,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að um tvö ár séu liðin síðan miðillinn tók þátt í viðskiptahraðli á vegum Facebook, nú Meta. Þar voru samankomnir um fimmtán fjölmiðlar frá Norðurlöndunum. Skessuhorn var eini íslenski miðillinn sem fékk að taka þátt að sögn Magnúsar. „Í rauninni var Facebook að kenna okkur það að ef við ætluðum að lifa þá yrðum við að gera þetta á meðan við gætum, koma vefnum í áskrift,“ segir hann. „Þetta var eiginlega námskeið í tæpt hálft ár þar sem boðskapur Facebook var í rauninni bara að hvetja fjölmiðla til þess að fara þessa leið. Vegna þess að þeir náttúrulega vissu upp á sig skömmina, þeir voru búnir að ná helmingnum af auglýsingatekjum fjölmiðla til sín. En Facebook veit að ef það á að vera til áfram þá þarf að vera hægt að deila fréttum sem eru ritstýrðar og hafa sannleiksgildi.“ Lifa ekki á stopulum auglýsingatekjum Það hefur ekki tíðkast jafn mikið hér á landi og hið ytra að loka vefmiðlum fyrir áskrifendur. Slíkir vefir hafa þó orðið algengari á síðustu árum. „Ísland er einhverra hluta vegna mikill eftirbátur í þessu,“ segir Magnús sem fullyrðir að í löndunum í kringum okkur séu áskriftarvefir algengari. „Stundin reið á vaðið fyrir einhverjum sex árum síðan og hefur gengið ágætlega að afla áskrifenda. En það eru ekkert mikið fleiri, við erum örugglega fyrsti héraðsfréttamiðillinn sem gerir þetta allavega.“ Magnús segir að ekki sé hægt að reka fjölmiðil eins og Skessuhorn á auglýsingatekjunum einum. Hann segir að það hefði verið hægt að reka miðilinn áfram í einhver ár en að það myndi ekki ganga til frambúðar. Engin aukin tækifæri séu í prentmiðlum og því hafi verið ákveðið að leita á önnur mið. „Fjölmiðill eins og þessi hjá okkur og fjölmiðlar almennt, þeir lifa ekkert á stopulum auglýsingatekjum. Eins og þetta hefur verið í 25 ár núna þá höfum við selt áskrift að blaði en haldið opnum vef. Nú er bara meiri samhljómur þarna á milli þannig báðir hafa sínar tekjur.“ Fjölmiðlar Facebook Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
„Þetta á sér langa forsögu,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að um tvö ár séu liðin síðan miðillinn tók þátt í viðskiptahraðli á vegum Facebook, nú Meta. Þar voru samankomnir um fimmtán fjölmiðlar frá Norðurlöndunum. Skessuhorn var eini íslenski miðillinn sem fékk að taka þátt að sögn Magnúsar. „Í rauninni var Facebook að kenna okkur það að ef við ætluðum að lifa þá yrðum við að gera þetta á meðan við gætum, koma vefnum í áskrift,“ segir hann. „Þetta var eiginlega námskeið í tæpt hálft ár þar sem boðskapur Facebook var í rauninni bara að hvetja fjölmiðla til þess að fara þessa leið. Vegna þess að þeir náttúrulega vissu upp á sig skömmina, þeir voru búnir að ná helmingnum af auglýsingatekjum fjölmiðla til sín. En Facebook veit að ef það á að vera til áfram þá þarf að vera hægt að deila fréttum sem eru ritstýrðar og hafa sannleiksgildi.“ Lifa ekki á stopulum auglýsingatekjum Það hefur ekki tíðkast jafn mikið hér á landi og hið ytra að loka vefmiðlum fyrir áskrifendur. Slíkir vefir hafa þó orðið algengari á síðustu árum. „Ísland er einhverra hluta vegna mikill eftirbátur í þessu,“ segir Magnús sem fullyrðir að í löndunum í kringum okkur séu áskriftarvefir algengari. „Stundin reið á vaðið fyrir einhverjum sex árum síðan og hefur gengið ágætlega að afla áskrifenda. En það eru ekkert mikið fleiri, við erum örugglega fyrsti héraðsfréttamiðillinn sem gerir þetta allavega.“ Magnús segir að ekki sé hægt að reka fjölmiðil eins og Skessuhorn á auglýsingatekjunum einum. Hann segir að það hefði verið hægt að reka miðilinn áfram í einhver ár en að það myndi ekki ganga til frambúðar. Engin aukin tækifæri séu í prentmiðlum og því hafi verið ákveðið að leita á önnur mið. „Fjölmiðill eins og þessi hjá okkur og fjölmiðlar almennt, þeir lifa ekkert á stopulum auglýsingatekjum. Eins og þetta hefur verið í 25 ár núna þá höfum við selt áskrift að blaði en haldið opnum vef. Nú er bara meiri samhljómur þarna á milli þannig báðir hafa sínar tekjur.“
Fjölmiðlar Facebook Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent