Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 10:12 Um helmingur aukningarinnar í losun vegna bruna á olíu er rakinn til vaxandi flugsamgangna eftir kórónuveirufaraldurinn. AP/Michael Dwyer Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. Losun vegna orkuframleiðslu jókst um 0,9 prósent á milli ára í fyrra samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) og nam 36,8 milljörðum tonna koltvísýrings. Stofnunin rekur vöxtinn til þess að ferðamennska fór aftur á flug eftir kórónuveirufaraldurinn og að fleiri hafi brennt kolum til húshitunar. Koltvísýringslosun vegna bruna á kolum jókst um 1,6 prósent. Hátt verð á jarðgasi, meðal annars vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, varð til þess að fjöldi borga skipti úr gasi yfir í kol, aðallega í Asíu. Brennsla á olíu leiddi við 2,5 prósent meiri losunar en árið 2021. Um helmingur þeirrar aukningar var vegna flugsamgangna. Veðuröfgar bættu gráu ofan á svart í fyrra. Þurrkar takmörkuðu orkuframleiðslu vatnsaflsvirkjana og leiddu til aukinnar brennslu á jarðefnaeldsneyti. Hitabylgjur juku einnig eftirspurn eftir rafmagni. Jarðefnaeldsneytisfyrirtæki axli sína ábyrgð Sérfræðingar höfðu spáð enn meiri aukningu í losun heimsins í fyrra. Orkumálastofnunin áætlar að vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum, rafknúnum farartækjum og varmadælum hafi komið í veg fyrir um 550 milljón tonna losun í fyrra. Sóttvarnaaðgerðir og lítill hagvöxtur í Kína takmarkaði einnig vöxtinn í losun. „Án hreinnar orku hefði vöxtur í koltvísýringslosun verið næstum því þrefalt hærri,“ segir Fatih Birol, forstjóri IEA. Birol sagði að þrátt fyrir það héldi losun vegna jarðefnaeldsneyti áfram að aukast og torvelda að mannkynið næði loftslagsmarkmiðum sínum. Orkufyrirtækið græddu nú á tá og fingri en þau yrðu að axla sína ábyrgð á loftslagsvandanum líka. Loftslagsvísindamenn tóku tíðindunum í skýrslu stofnunarinnar fálega. Rob Jackson, prófessor í jarðvísindum og formaður Alþjóðlega kolefnisverkefnisins, segir að öll aukning losunar sé neikvæð. „Við megum ekki við aukningu. Við megum ekki við kyrrstöðu. Það er annað hvort samdráttur eða glundroði fyrir plánetuna. Öll ár þar sem losun vegna kola eykst eru slæm ár fyrir heilsu okkar og fyrir jörðina,“ segir Jackson við AP-fréttastofuna. Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Losun vegna orkuframleiðslu jókst um 0,9 prósent á milli ára í fyrra samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) og nam 36,8 milljörðum tonna koltvísýrings. Stofnunin rekur vöxtinn til þess að ferðamennska fór aftur á flug eftir kórónuveirufaraldurinn og að fleiri hafi brennt kolum til húshitunar. Koltvísýringslosun vegna bruna á kolum jókst um 1,6 prósent. Hátt verð á jarðgasi, meðal annars vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, varð til þess að fjöldi borga skipti úr gasi yfir í kol, aðallega í Asíu. Brennsla á olíu leiddi við 2,5 prósent meiri losunar en árið 2021. Um helmingur þeirrar aukningar var vegna flugsamgangna. Veðuröfgar bættu gráu ofan á svart í fyrra. Þurrkar takmörkuðu orkuframleiðslu vatnsaflsvirkjana og leiddu til aukinnar brennslu á jarðefnaeldsneyti. Hitabylgjur juku einnig eftirspurn eftir rafmagni. Jarðefnaeldsneytisfyrirtæki axli sína ábyrgð Sérfræðingar höfðu spáð enn meiri aukningu í losun heimsins í fyrra. Orkumálastofnunin áætlar að vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum, rafknúnum farartækjum og varmadælum hafi komið í veg fyrir um 550 milljón tonna losun í fyrra. Sóttvarnaaðgerðir og lítill hagvöxtur í Kína takmarkaði einnig vöxtinn í losun. „Án hreinnar orku hefði vöxtur í koltvísýringslosun verið næstum því þrefalt hærri,“ segir Fatih Birol, forstjóri IEA. Birol sagði að þrátt fyrir það héldi losun vegna jarðefnaeldsneyti áfram að aukast og torvelda að mannkynið næði loftslagsmarkmiðum sínum. Orkufyrirtækið græddu nú á tá og fingri en þau yrðu að axla sína ábyrgð á loftslagsvandanum líka. Loftslagsvísindamenn tóku tíðindunum í skýrslu stofnunarinnar fálega. Rob Jackson, prófessor í jarðvísindum og formaður Alþjóðlega kolefnisverkefnisins, segir að öll aukning losunar sé neikvæð. „Við megum ekki við aukningu. Við megum ekki við kyrrstöðu. Það er annað hvort samdráttur eða glundroði fyrir plánetuna. Öll ár þar sem losun vegna kola eykst eru slæm ár fyrir heilsu okkar og fyrir jörðina,“ segir Jackson við AP-fréttastofuna.
Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira