Miðasalan á Eurovision í Liverpool hefst á fimmtudaginn í næstu viku klukkan tólf að hádegi. Salan fer fram á bresku heimasíðu miðasölunnar Ticketmaster. Til þess að kaupa miða þarf að eiga aðgang á síðunni og er fólk hvatt til þess að stofna aðgang áður en salan hefst.
Þegar keyptir eru miðar á Eurovision er einungis hægt að kaupa miða á eitt kvöld í einu. Hver notandi getur keypt að mesta kosti fjóra miða en einnig er í boði að kaupa miða á æfingar fyrir keppnina sjálfa og þá er hægt að kaupa sex miða í einu.
Fyrra undankvöld Eurovision verður þriðjudaginn 9. maí og það seinna, þar sem atriði Íslands stígur á svið, fer fram fimmtudaginn 11. maí. Úrslitin eru síðan laugardaginn 13. maí.