Tók pabba sinn á orðinu og öll fjölskyldan er á leið til hennar á Final 4 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 15:01 Sandra Erlingsson er upplifa skemtilega tíma hjá þýska liðinu Metzingen í vetur. S2 Sport Íslenska landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir er í stóru hlutverki hjá liði í Þýskalandi sem ætlar sér í Evrópukeppni og er komið í keppni hinna fjögurra fræknu í þýska bikarnum. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Sandra Erlingsdóttir er komin heim til að spila með landsliðinu en hún er að spila með þýska liðinu TuS Metzingen. Alltaf gaman að koma heim „Það er alltaf ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. það er mikið álag á manni úti og mikið af leikjum. Það er því alltaf gaman að koma heim, hitta stelpurnar og komast í íslenskt umhverfi,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Sandra er ein af fáum íslenskum handboltakonum sem eru í atvinnumennsku en hvernig er búið að ganga hjá henni hjá Metzingen. „Það er bara búið að ganga vel. Þetta er alveg krefjandi og allt svoleiðis en ótrúlega gaman. Ég er að fá að spila mikið og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sandra en finnur hún það að hún sé að bæta sig í atvinnumennskunni. „Já sérstaklega núna á þriðja ári. Ég er búin að finna að ég er vaxa sem leikmaður og sem einstaklingur að búa í útlöndum,“ sagði Sandra. Markmiðið að komast í Evrópukeppnina „Þetta er alveg mjög stórt lið í Þýskalandi. Við erum í fjórða sæti núna og vorum að komast í Final 4. Markmiðið okkar er að halda okkur í topp fjórum og þá komust við í Evrópukeppnina á næsta ári sem er mjög stórt markmið fyrir okkur,“ sagði Sandra. Klippa: Viðtal við Söndru Erlingsdóttur: Öll fjölskyldan er búin að panta miða út Það var stórt fyrir liðið að komast í úrslitahelgi bikarsins. „Þetta verður geggjuð helgi. Öll fjölskyldan er búin að panta miða út og þetta verður því geggjað gaman,“ sagði Sandra. Faðir hennar er Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, en hann tilkynnti að væri að hætta með liðið og ætlaði meðal annars að nýta aukinn frítíma til að fylgjast betur með dóttur sinni. „Hann sagði það í viðtölum að hann ætlaði að koma og heimsækja mig oftar þannig að ég tók hann á orðinu,“ sagði Sandra. Elska bæði að opna fyrir aðra Elmar Erlingsson, bróðir hennar, spilar með ÍBV en myndi hún segja að þau væru líkir leikmenn. „Já, það er alveg hægt að segja það. Við erum bæði ekkert rosalega hávaxin, með mikinn boltahaus og elskum að opna fyrir aðra. Það er æðislegt að fylgjast með þeim og svo er líka sem er ennþá yngri orðinn helvíti sprækur,“ sagði Sandra. Fram undan eru tveir leikir við Noreg en hvað vilja stelpurnar fá út úr þessum leikjum. Býst við ungverskum hroka „Fyrst og fremst að spila leiki saman. Við spilum ekki það marga leiki yfir árið og það er því ótrúlegt að fá þessa leiki og spila okkur saman. Með þessu náðum við að gera okkur klárar fyrir verkefnið á móti Ungverjum,“ sagði Sandra. Ísland mætir Ungverjalandi í tveimur leikjum þar sem sæti á HM er í boði. Hversu erfitt verkefnið bíður liðsins þar. „Þær eru ótrúlega góðar og það er ekki hægt að segja neitt annað. Það er alveg hægt að strítt þeim og ég get alveg ímyndað mér að þær komi mjög hrokafullar inn á móti okkur,“ sagði Sandra. Það má sjá viðtalið við Söndru hér fyrir ofan. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Sandra Erlingsdóttir er komin heim til að spila með landsliðinu en hún er að spila með þýska liðinu TuS Metzingen. Alltaf gaman að koma heim „Það er alltaf ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. það er mikið álag á manni úti og mikið af leikjum. Það er því alltaf gaman að koma heim, hitta stelpurnar og komast í íslenskt umhverfi,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Sandra er ein af fáum íslenskum handboltakonum sem eru í atvinnumennsku en hvernig er búið að ganga hjá henni hjá Metzingen. „Það er bara búið að ganga vel. Þetta er alveg krefjandi og allt svoleiðis en ótrúlega gaman. Ég er að fá að spila mikið og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sandra en finnur hún það að hún sé að bæta sig í atvinnumennskunni. „Já sérstaklega núna á þriðja ári. Ég er búin að finna að ég er vaxa sem leikmaður og sem einstaklingur að búa í útlöndum,“ sagði Sandra. Markmiðið að komast í Evrópukeppnina „Þetta er alveg mjög stórt lið í Þýskalandi. Við erum í fjórða sæti núna og vorum að komast í Final 4. Markmiðið okkar er að halda okkur í topp fjórum og þá komust við í Evrópukeppnina á næsta ári sem er mjög stórt markmið fyrir okkur,“ sagði Sandra. Klippa: Viðtal við Söndru Erlingsdóttur: Öll fjölskyldan er búin að panta miða út Það var stórt fyrir liðið að komast í úrslitahelgi bikarsins. „Þetta verður geggjuð helgi. Öll fjölskyldan er búin að panta miða út og þetta verður því geggjað gaman,“ sagði Sandra. Faðir hennar er Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, en hann tilkynnti að væri að hætta með liðið og ætlaði meðal annars að nýta aukinn frítíma til að fylgjast betur með dóttur sinni. „Hann sagði það í viðtölum að hann ætlaði að koma og heimsækja mig oftar þannig að ég tók hann á orðinu,“ sagði Sandra. Elska bæði að opna fyrir aðra Elmar Erlingsson, bróðir hennar, spilar með ÍBV en myndi hún segja að þau væru líkir leikmenn. „Já, það er alveg hægt að segja það. Við erum bæði ekkert rosalega hávaxin, með mikinn boltahaus og elskum að opna fyrir aðra. Það er æðislegt að fylgjast með þeim og svo er líka sem er ennþá yngri orðinn helvíti sprækur,“ sagði Sandra. Fram undan eru tveir leikir við Noreg en hvað vilja stelpurnar fá út úr þessum leikjum. Býst við ungverskum hroka „Fyrst og fremst að spila leiki saman. Við spilum ekki það marga leiki yfir árið og það er því ótrúlegt að fá þessa leiki og spila okkur saman. Með þessu náðum við að gera okkur klárar fyrir verkefnið á móti Ungverjum,“ sagði Sandra. Ísland mætir Ungverjalandi í tveimur leikjum þar sem sæti á HM er í boði. Hversu erfitt verkefnið bíður liðsins þar. „Þær eru ótrúlega góðar og það er ekki hægt að segja neitt annað. Það er alveg hægt að strítt þeim og ég get alveg ímyndað mér að þær komi mjög hrokafullar inn á móti okkur,“ sagði Sandra. Það má sjá viðtalið við Söndru hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira