Ferðamenn fagna grænni orkuvinnslu Jóna Bjarnadóttir skrifar 4. mars 2023 10:00 Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð. Þetta kemur fram í skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna sem Gallup vann fyrir Landsvirkjun. Gera má ráð fyrir að með aukinni áherslu á umhverfismál og sjálfbærni muni græna orkan verða enn mikilvægari en hún er nú þegar fyrir ímynd lands og þjóðar. Þörf er á aukinni raforku til að mæta eftirspurn vegna loftslagsmarkmiða stjórnvalda, vegna orkuskiptanna, fólksfjölgunar og atvinnuuppbyggingar. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið, en við þurfum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skilar fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Um leið erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins og breytir ásýnd þeirra svæða sem tekin eru undir orkuvinnslu. Það er okkar reynsla að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fer vel saman. Má þar nefna landgræðslu, rekstur þjóðgarða og ferðamennsku. Erlendir gestir okkar eru á sama máli. Jákvæð upplifun Viðhorf til grænu orkuvinnslunnar okkar með vatnsafli, jarðvarma og vindi er almennt jákvætt meðal ferðamanna. 95% töldu sig hafa orðið vör við orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í ferðalagi sínu um Ísland. 73% töldu að orkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð áhrif á heildarupplifun þeirra af íslenskri náttúru. Innan við 1% töldu hana neikvæða. 26% sögðu hana engin áhrif hafa haft. 54% segja að frekari orkuvinnsla muni auka líkurnar á að þau heimsæki Ísland aftur í framtíðinni. 45% aðspurðra sögðu orkuvinnsluna engin áhrif hafa á þá ákvörðun en aðeins um 1% töldu hana draga úr líkum á frekari heimsóknum. Hlið við hlið Heimsbyggðin er á tímamótum. Við verðum að bregðast við loftslagsvandanum og hætta að nota bensín og olíu. Við Íslendingar stöndum vel að vígi því við höfum alla burði til að skipta jarðefnaeldsneytinu út fyrir græna orku. En til þess að svo megi verða er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir hér á landi. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Vinnsla hennar skaðar ekki ímynd okkar í augum ferðamanna, þvert á móti. Það er gott að fá staðfestingu á því að tvær mikilvægar greinar, orkuvinnslan og ferðamennskan, geta áfram þrifist hér hlið við hlið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð. Þetta kemur fram í skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna sem Gallup vann fyrir Landsvirkjun. Gera má ráð fyrir að með aukinni áherslu á umhverfismál og sjálfbærni muni græna orkan verða enn mikilvægari en hún er nú þegar fyrir ímynd lands og þjóðar. Þörf er á aukinni raforku til að mæta eftirspurn vegna loftslagsmarkmiða stjórnvalda, vegna orkuskiptanna, fólksfjölgunar og atvinnuuppbyggingar. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið, en við þurfum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skilar fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Um leið erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins og breytir ásýnd þeirra svæða sem tekin eru undir orkuvinnslu. Það er okkar reynsla að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fer vel saman. Má þar nefna landgræðslu, rekstur þjóðgarða og ferðamennsku. Erlendir gestir okkar eru á sama máli. Jákvæð upplifun Viðhorf til grænu orkuvinnslunnar okkar með vatnsafli, jarðvarma og vindi er almennt jákvætt meðal ferðamanna. 95% töldu sig hafa orðið vör við orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í ferðalagi sínu um Ísland. 73% töldu að orkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð áhrif á heildarupplifun þeirra af íslenskri náttúru. Innan við 1% töldu hana neikvæða. 26% sögðu hana engin áhrif hafa haft. 54% segja að frekari orkuvinnsla muni auka líkurnar á að þau heimsæki Ísland aftur í framtíðinni. 45% aðspurðra sögðu orkuvinnsluna engin áhrif hafa á þá ákvörðun en aðeins um 1% töldu hana draga úr líkum á frekari heimsóknum. Hlið við hlið Heimsbyggðin er á tímamótum. Við verðum að bregðast við loftslagsvandanum og hætta að nota bensín og olíu. Við Íslendingar stöndum vel að vígi því við höfum alla burði til að skipta jarðefnaeldsneytinu út fyrir græna orku. En til þess að svo megi verða er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir hér á landi. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Vinnsla hennar skaðar ekki ímynd okkar í augum ferðamanna, þvert á móti. Það er gott að fá staðfestingu á því að tvær mikilvægar greinar, orkuvinnslan og ferðamennskan, geta áfram þrifist hér hlið við hlið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun