Andrew Tate blæs á krabbameinsorðróm Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 08:19 Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed hélt fram á Twitter í vikunni. Getty/Alex Nicodim Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. Fyrrverandi bardagakappinn og samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate situr nú í gæsluvarðhaldi í Rúmeníu vegna gruns um mansal og nauðganir. Í vikunni birti blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed gögn á Twitter sem hann sagði að væru heilsufarsupplýsingar Tate. Um er að ræða bréf sem læknir Tate á að hafa sent yfirvöldum í Rúmeníu til þess að fá honum sleppt úr haldi. Í bréfinu er læknirinn sagður staðfesta að Tate sé með krabbamein í lungunum. Krabbameinið hafi greinst um miðjan desember á síðasta ári eftir að Tate fór nokkrum sinnum til læknisins í Dúbaí. Andrew Tate - Medical Update possible Cancer The CT report is extremely alarming. Andrew Tate may have lung Cancer. Urgent biopsy needed & a 6 month delay could be fatalThere are reports he lost 10kgs in weight which is also a sign of cancer.Cancer could be incurable now pic.twitter.com/AQd7oEnXRq— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) March 2, 2023 Á meðan Tate situr inni er hann með fólk í vinnu við að sjá um sína samfélagsmiðla. Hann miðlar til þeirra upplýsingum sem þau birta síðan á samfélagsmiðlum, oftast á Twitter. Í nærri færslu á Twitter-síðu Tate blæs hann á þennan krabbameinsorðróm. Hann sé ekki með neitt krabbamein heldur sé hann við hestaheilsu. Hann sé meira að segja með heilsu á við íþróttamann sem keppir á Ólympíuleikunum. „Sem einn af áhrifamestu mönnum Jarðarinnar er mikilvægt fyrir mannkynið að ég lifi eins lengi og hægt er. Eins og styrkur minn er núna geri ég ráð fyrir því að ég lifi í að minnsta kosti fimm þúsund ár í viðbót,“ segir Tate. Hann viðurkennir að hafa hitt lækni í Dúbaí en það hafi einungis verið til þess að athuga hvort heilsan hafi verið í lagi. Læknarnir hafi þó áhuga á ör sem Tate er með á lunganu en hann hefur ekki útskýrt hvaðan það kom. I do not have cancer.My lungs contain precisely 0 smoking damage.In fact,I have an 8L lung capacity and the vital signs of an Olympic athleteThere is nothing but a scar on my lung from an old battle.True warriors are scarred both inside and out. pic.twitter.com/VpLHWp20Fg— Andrew Tate (@Cobratate) March 4, 2023 Mál Andrew Tate Rúmenía Heilsa Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fyrrverandi bardagakappinn og samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate situr nú í gæsluvarðhaldi í Rúmeníu vegna gruns um mansal og nauðganir. Í vikunni birti blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed gögn á Twitter sem hann sagði að væru heilsufarsupplýsingar Tate. Um er að ræða bréf sem læknir Tate á að hafa sent yfirvöldum í Rúmeníu til þess að fá honum sleppt úr haldi. Í bréfinu er læknirinn sagður staðfesta að Tate sé með krabbamein í lungunum. Krabbameinið hafi greinst um miðjan desember á síðasta ári eftir að Tate fór nokkrum sinnum til læknisins í Dúbaí. Andrew Tate - Medical Update possible Cancer The CT report is extremely alarming. Andrew Tate may have lung Cancer. Urgent biopsy needed & a 6 month delay could be fatalThere are reports he lost 10kgs in weight which is also a sign of cancer.Cancer could be incurable now pic.twitter.com/AQd7oEnXRq— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) March 2, 2023 Á meðan Tate situr inni er hann með fólk í vinnu við að sjá um sína samfélagsmiðla. Hann miðlar til þeirra upplýsingum sem þau birta síðan á samfélagsmiðlum, oftast á Twitter. Í nærri færslu á Twitter-síðu Tate blæs hann á þennan krabbameinsorðróm. Hann sé ekki með neitt krabbamein heldur sé hann við hestaheilsu. Hann sé meira að segja með heilsu á við íþróttamann sem keppir á Ólympíuleikunum. „Sem einn af áhrifamestu mönnum Jarðarinnar er mikilvægt fyrir mannkynið að ég lifi eins lengi og hægt er. Eins og styrkur minn er núna geri ég ráð fyrir því að ég lifi í að minnsta kosti fimm þúsund ár í viðbót,“ segir Tate. Hann viðurkennir að hafa hitt lækni í Dúbaí en það hafi einungis verið til þess að athuga hvort heilsan hafi verið í lagi. Læknarnir hafi þó áhuga á ör sem Tate er með á lunganu en hann hefur ekki útskýrt hvaðan það kom. I do not have cancer.My lungs contain precisely 0 smoking damage.In fact,I have an 8L lung capacity and the vital signs of an Olympic athleteThere is nothing but a scar on my lung from an old battle.True warriors are scarred both inside and out. pic.twitter.com/VpLHWp20Fg— Andrew Tate (@Cobratate) March 4, 2023
Mál Andrew Tate Rúmenía Heilsa Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira