Sá sem varð fyrir árásinni gat sagt gefið deili á manninum, en mikill viðbúnaður var í og við Laugardalinn síðdegis í gær vegna málsins. Fjöldi lögreglu- og sérsveitarmanna kom að leitinni og beindist hún að fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu þegar líða fór á daginn.
Maðurinn beitti hníf við árásina árásina en Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að sá sem ráðist var á sé ekki alvarlega slasaður og að meiðslin hafi líklega verið minniháttar.