Bankasölumálinu er ekki lokið Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. mars 2023 17:01 Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá. Mér fannst mikilvægt að frumvarpið yrði að lögum á meðan við í Samfylkingunni og VG værum í meirihluta. Enda hefði það verið áhættusamt að fara í kosningar með allt opið um hvað fjármálaráðherra næstu ríkisstjórnar væri heimilt að selja og engar skorður settar við það að einkavæða bankakerfið að nýju. Í lögunum nr. 155/2012 um sölu á eignarhlutunum er hvergi talað um armslengd eða heimild gefin fjármálaráðherra til að framselja vald við söluna. Lögin eru um hvað fjármálaráðherra má gera og eftir hvaða meginreglum skuli fara eftir. Hvað má gera og hvernig Lögin um söluna eru um hvað ráðherra er heimilt að selja og hvernig hann eigi að gera það ef hann nýtir þá heimild. Fyrsta grein frumvarpsins er um hvað ráðherra er heimilt að selja, þ.e. hlut ríkisins í Arion banka (þá áttum við 13%), hlutinn í Íslandsbanka (þá áttum við 5%) og allt umfram 70% í Landsbankanum (þá áttum við 81%). Með lögunum var tryggt að ríkið héldi eftir ráðandi hlut í Landsbankanum. Eignarhlutir breyttust eftir stöðugleikaframlögin svokölluðu þegar ríkið eignaðist alla þrjá stóru bankana nánast 100%. En lögin eru þau sömu og eftir þeim átti að fara við sölu á eignarhlutunum. Önnur grein laganna fjallar um ákvörðun um sölumeðferð. Þegar ráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtæki skal hann semja greinargerð um ráðgerða sölumeðferð og leggja fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Ráðherra skal jafnframt leita umsagnar Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Í greinargerð ráðherrans skulu m.a. koma fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð verði beitt og hvernig sölumeðferð veri háttað að öðru leyti. Nefndunum skal veittur hæfilegur frestur til þess að gera athugasemdir við efni greinargerðarinnar. Þegar þingnefndir og Seðlabankinn hafa gert athugasemdir skal ráðherra taka ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar. Ráðherra getur í ákvörðun sinni gert breytingar á einstökum þáttum í fyrirhugaðri sölumeðferð, m.a. að teknu tilliti til athugasemda fjárlaganefndar eða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við greinargerðina. Hér er alveg skýrt að það er fjármálaráðherrann sem ákveður markmiðin, söluaðferð og sölumeðferð. Engin „armslengd“ í þessum efnum líkt og sumir, þar á meðal ráðherrann sjálfur hefur haldið fram. Þriðja grein laganna fjallar um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir að þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Tekið er fram í lagatextanum að með hagkvæmni sé átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Allt þetta á samkvæmt lögunum að vera útlistað í greinargerð fjármálaráðherrans sem Bankasýslan á að fara eftir í sinni vinnu við söluferlið. Fjórða greinin fjallar um hvað Bankasýslan á að gera. Þar segir að Bankasýsla ríkisins skuli annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Bankasýsla ríkisins undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo segir: „Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins.“ Hér er ekki heldur nein „armslengd“ á ferðinni og alveg ljóst hver það er sem tekur ákvörðun. Það er fjármálaráðherra sem á samkvæmt fimmtu grein frumvarpsins að gefa Alþingi skýrslu um söluna þegar hún er afstaðin og gera grein fyrir helstu niðurstöðum. Spurningar umboðsmanns Alþingis Þegar ráðherrar og stjórnarþingmenn hafa verið spurðir um hæfi fjármálaráðherrans eða hvort hann hafi farið að lögum við söluna á eignarhlutum í Íslandsbanka er svörin oftast um einhverja ímyndaða „armslengd“ sem hafi komið í veg fyrir að fjármálaráðherrann vissi hvaða ákvarðanir hann væri að taka. Eða að lögin um söluna hafi ekki verið nógu skýr. Og svo virtist á dögunum að málið væri afgreitt með umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og áliti meirihluta þeirrar nefndar. Þar til bréfið kom frá Umboðsmanni Alþingis til fjármálaráðherrans. Umboðsmaður Alþingis spyr um hvernig ráðherrann hafi gætt að hæfi sínu þegar ákvörðun var tekin um samþykkt tilboðanna í hlutinn sem selja átti í Íslandsbanka og lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Umboðsmaður bendir jafnframt á að hinum sérstöku hæfisreglum stjórnsýslulaga sé ekki aðeins ætlað að koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á efni stjórnvaldsákvarðana heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur og hlutaðeigandi geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Spurningar umboðsmanns Alþingis eru málefnalegar og það er afar mikilvægt að almenningur fái að vita hvernig í raun var í pottinn búið í þessum efnum og ekki síður að ráðherra axli ábyrgð á gjörðum sínum og viti hvaða skyldum hann hafi að gegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Seðlabankinn Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá. Mér fannst mikilvægt að frumvarpið yrði að lögum á meðan við í Samfylkingunni og VG værum í meirihluta. Enda hefði það verið áhættusamt að fara í kosningar með allt opið um hvað fjármálaráðherra næstu ríkisstjórnar væri heimilt að selja og engar skorður settar við það að einkavæða bankakerfið að nýju. Í lögunum nr. 155/2012 um sölu á eignarhlutunum er hvergi talað um armslengd eða heimild gefin fjármálaráðherra til að framselja vald við söluna. Lögin eru um hvað fjármálaráðherra má gera og eftir hvaða meginreglum skuli fara eftir. Hvað má gera og hvernig Lögin um söluna eru um hvað ráðherra er heimilt að selja og hvernig hann eigi að gera það ef hann nýtir þá heimild. Fyrsta grein frumvarpsins er um hvað ráðherra er heimilt að selja, þ.e. hlut ríkisins í Arion banka (þá áttum við 13%), hlutinn í Íslandsbanka (þá áttum við 5%) og allt umfram 70% í Landsbankanum (þá áttum við 81%). Með lögunum var tryggt að ríkið héldi eftir ráðandi hlut í Landsbankanum. Eignarhlutir breyttust eftir stöðugleikaframlögin svokölluðu þegar ríkið eignaðist alla þrjá stóru bankana nánast 100%. En lögin eru þau sömu og eftir þeim átti að fara við sölu á eignarhlutunum. Önnur grein laganna fjallar um ákvörðun um sölumeðferð. Þegar ráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu eignarhlutar ríkisins í fjármálafyrirtæki skal hann semja greinargerð um ráðgerða sölumeðferð og leggja fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Ráðherra skal jafnframt leita umsagnar Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð. Í greinargerð ráðherrans skulu m.a. koma fram upplýsingar um helstu markmið með sölu eignarhlutarins, hvaða söluaðferð verði beitt og hvernig sölumeðferð veri háttað að öðru leyti. Nefndunum skal veittur hæfilegur frestur til þess að gera athugasemdir við efni greinargerðarinnar. Þegar þingnefndir og Seðlabankinn hafa gert athugasemdir skal ráðherra taka ákvörðun um hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin í samræmi við efni greinargerðarinnar. Ráðherra getur í ákvörðun sinni gert breytingar á einstökum þáttum í fyrirhugaðri sölumeðferð, m.a. að teknu tilliti til athugasemda fjárlaganefndar eða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við greinargerðina. Hér er alveg skýrt að það er fjármálaráðherrann sem ákveður markmiðin, söluaðferð og sölumeðferð. Engin „armslengd“ í þessum efnum líkt og sumir, þar á meðal ráðherrann sjálfur hefur haldið fram. Þriðja grein laganna fjallar um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir að þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Tekið er fram í lagatextanum að með hagkvæmni sé átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Allt þetta á samkvæmt lögunum að vera útlistað í greinargerð fjármálaráðherrans sem Bankasýslan á að fara eftir í sinni vinnu við söluferlið. Fjórða greinin fjallar um hvað Bankasýslan á að gera. Þar segir að Bankasýsla ríkisins skuli annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Bankasýsla ríkisins undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo segir: „Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins.“ Hér er ekki heldur nein „armslengd“ á ferðinni og alveg ljóst hver það er sem tekur ákvörðun. Það er fjármálaráðherra sem á samkvæmt fimmtu grein frumvarpsins að gefa Alþingi skýrslu um söluna þegar hún er afstaðin og gera grein fyrir helstu niðurstöðum. Spurningar umboðsmanns Alþingis Þegar ráðherrar og stjórnarþingmenn hafa verið spurðir um hæfi fjármálaráðherrans eða hvort hann hafi farið að lögum við söluna á eignarhlutum í Íslandsbanka er svörin oftast um einhverja ímyndaða „armslengd“ sem hafi komið í veg fyrir að fjármálaráðherrann vissi hvaða ákvarðanir hann væri að taka. Eða að lögin um söluna hafi ekki verið nógu skýr. Og svo virtist á dögunum að málið væri afgreitt með umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og áliti meirihluta þeirrar nefndar. Þar til bréfið kom frá Umboðsmanni Alþingis til fjármálaráðherrans. Umboðsmaður Alþingis spyr um hvernig ráðherrann hafi gætt að hæfi sínu þegar ákvörðun var tekin um samþykkt tilboðanna í hlutinn sem selja átti í Íslandsbanka og lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Umboðsmaður bendir jafnframt á að hinum sérstöku hæfisreglum stjórnsýslulaga sé ekki aðeins ætlað að koma í veg fyrir að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á efni stjórnvaldsákvarðana heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur og hlutaðeigandi geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Spurningar umboðsmanns Alþingis eru málefnalegar og það er afar mikilvægt að almenningur fái að vita hvernig í raun var í pottinn búið í þessum efnum og ekki síður að ráðherra axli ábyrgð á gjörðum sínum og viti hvaða skyldum hann hafi að gegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun