Skriðdrekarnir eru sagðir allt að 60 ára gamlir.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 6 March 2023
— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 6, 2023
Find out more about Defence Intelligence: https://t.co/HPcqkaCGaq pic.twitter.com/1J60pMXGag
Hjá Guardian má nú finna umfjöllun um það hvernig átökin í Úkraínu hafa sett hugmyndir manna um hernað framtíðarinnar í uppnám.
Þar er þess meðal annars getið hvernig Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sagði árið 2021 að dagar skriðdrekahernaðar í Evrópu væru liðnir.
Menn hafi séð fyrir sér að orrustur framtíðar myndu fela í sér minni blóðsúthellingar en þess í stað verða háðar í netheimum eða á efnahagslegum vettvangi.
Ben Hodges, fyrrverandi yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu, segir einn helsta lærdóm stríðsins í Úkraínu vera mikilvægi vopna- og skotfærabirgða.