Stuðningur Íslands mikilvægur til að standa vörð um mannréttindi í ljósi loftslagsbreytinga Finnur Ricart Andrason, Inga Huld Ármann, Unnur Lárusdóttir og Rebekka Karlsdóttir skrifa 6. mars 2023 10:30 Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim og vegna skorts á aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda stigmagnast þessi áhrif með degi hverjum. Auknar öfgar í veðurfari á borð við lengri þurrka og tíðari ákefðarúrkomur sem valda uppskerubrestum og flóðum eru staðreynd sem ógna grunnþörfum fólks um allan heim, sérstaklega þeirra sem hafa gert minnst til að valda loftslagsbreytingum. Mannréttindi eru nú þegar brotin og eru í viðvarandi hættu vegna loftslagsbreytinga, sér í lagi réttur fólks til húsnæðis, viðunandi lífskjara, heilbrigðis, og félagslegs öryggis. Þessu fylgir að fleira fólk þarf að leggjast á flótta og verður því viðkvæmara fyrir ofbeldi, sérstaklega konur og börn. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Vanuatu lagt fram ályktunartillögu þar sem óskað er eftir því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna leiti eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins um tengsl loftslagsbreytinga og mannréttinda. Mikilvægt er að þessi tillaga verði samþykkt til að æðsti dómstóll heims geti veitt lagalegan skýrleika varðandi skyldur ríkja til að vernda loftslagið í samhengi við verndun mannréttinda núverandi- og framtíðarkynslóða og segja til um hvaða lagalegu afleiðingar það að vernda ekki loftslagið hefur með sér í för fyrir ríki. Álit dómstólsins yrði til þess fallið að auka metnað og hraða loftslagsaðgerða sem er einmitt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og frekari brot á mannréttindum. Mikilvægt er að sem flest ríki styðji við þessa ályktunartillögu og fögnum við því að Ísland hafi gerst meðflytjandi hennar ásamt 104 öðrum ríkjum. Ísland hefur langa sögu af því að vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi þegar kemur að mannréttindum og hafa íslensk stjórnvöld einnig lýst því yfir að þau vilji vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Formlegur stuðningur í þessu máli er því í samræmi við meginmarkmið íslenskra stjórnvalda, og stjórnarsáttmála, að standa vörð um mannréttindi og vera leiðtogi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með stuðningi við tillöguna sýna íslensk stjórnvöld stuðning við þau samfélög um allan heim sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að fagna mikilvægum skrefum á borð við stuðning Íslands við þessa ályktunartillögu en orðum þurfa að fylgja efndir. Þó að eyjan okkar hér á Norðurhveli jarðar eigi ekki í hættu á að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga þá er það raunveruleiki sem Vanuatu og fleiri eyjur í Kyrrahafinu eru nú að horfast í augun við. Við köllum því eftir að íslensk stjórnvöld grípi strax til róttækari aðgerða hér heima til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýni það í verki að þeim er annt um þau samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar um ályktunartillöguna er að finna hér og hér. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar, og mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mannréttindi Finnur Ricart Andrason Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim og vegna skorts á aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda stigmagnast þessi áhrif með degi hverjum. Auknar öfgar í veðurfari á borð við lengri þurrka og tíðari ákefðarúrkomur sem valda uppskerubrestum og flóðum eru staðreynd sem ógna grunnþörfum fólks um allan heim, sérstaklega þeirra sem hafa gert minnst til að valda loftslagsbreytingum. Mannréttindi eru nú þegar brotin og eru í viðvarandi hættu vegna loftslagsbreytinga, sér í lagi réttur fólks til húsnæðis, viðunandi lífskjara, heilbrigðis, og félagslegs öryggis. Þessu fylgir að fleira fólk þarf að leggjast á flótta og verður því viðkvæmara fyrir ofbeldi, sérstaklega konur og börn. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Vanuatu lagt fram ályktunartillögu þar sem óskað er eftir því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna leiti eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins um tengsl loftslagsbreytinga og mannréttinda. Mikilvægt er að þessi tillaga verði samþykkt til að æðsti dómstóll heims geti veitt lagalegan skýrleika varðandi skyldur ríkja til að vernda loftslagið í samhengi við verndun mannréttinda núverandi- og framtíðarkynslóða og segja til um hvaða lagalegu afleiðingar það að vernda ekki loftslagið hefur með sér í för fyrir ríki. Álit dómstólsins yrði til þess fallið að auka metnað og hraða loftslagsaðgerða sem er einmitt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og frekari brot á mannréttindum. Mikilvægt er að sem flest ríki styðji við þessa ályktunartillögu og fögnum við því að Ísland hafi gerst meðflytjandi hennar ásamt 104 öðrum ríkjum. Ísland hefur langa sögu af því að vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi þegar kemur að mannréttindum og hafa íslensk stjórnvöld einnig lýst því yfir að þau vilji vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Formlegur stuðningur í þessu máli er því í samræmi við meginmarkmið íslenskra stjórnvalda, og stjórnarsáttmála, að standa vörð um mannréttindi og vera leiðtogi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með stuðningi við tillöguna sýna íslensk stjórnvöld stuðning við þau samfélög um allan heim sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að fagna mikilvægum skrefum á borð við stuðning Íslands við þessa ályktunartillögu en orðum þurfa að fylgja efndir. Þó að eyjan okkar hér á Norðurhveli jarðar eigi ekki í hættu á að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga þá er það raunveruleiki sem Vanuatu og fleiri eyjur í Kyrrahafinu eru nú að horfast í augun við. Við köllum því eftir að íslensk stjórnvöld grípi strax til róttækari aðgerða hér heima til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýni það í verki að þeim er annt um þau samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar um ályktunartillöguna er að finna hér og hér. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar, og mannréttinda.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun