Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 13:37 Hollenskir tollverðir fundu hundrað kíló af kókaíni sem flytja átti til Íslands. Til hægri er einn af sakborningum í málinu, Jóhannes Páll Durr, við aðalmeðferð í morgun. Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hollenskur tollvörður lýsti því fyrir dómi í morgun að réttaraðstoðarbeiðni hefði borist frá íslenskum yfirvöldum í júlí 2022. Þar var tekið fram að grunur léki á að gámur, sem væntanlegur var til Hollands frá Brasilíu, innihéldi mikið magn kókaíns sem falið væri í viðarardrumbum. Taka aðeins sýni úr tíu prósent efna Hollensku tollverðirnir fundu efnin og sá sem fyrst bar vitni staðfesti að öllum reglum hefði verið fylgt þegar kom að haldlagningu þeirra og sýnatöku. Hann lýsti því jafnframt að hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin sýni úr tíu prósent sendinga. Næsta vitni var stjórnandi í teymi sem kallað er til þegar grunur leikur á um að ólögleg efni sé að ræða. Teymið sér um rannsókn, sýnatöku og haldlagningu efnanna ef til þess kemur. Hollensku vitnin gáfu öll skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað en þessi stjórnandi rannsóknarteymisins kom ekki fram í mynd. Aðspurður af dómara hvers vegna það væri ekki hægt sagðist hann vinna að svo leynilegum aðgerðum að hann gæti það ekki. 81-91% styrkleiki Hollenskur efnafræðingur á rannsóknarstofu sem kom að styrkleikamælingu efnanna bar vitni. Hann sagði að um kókaín hefði verið að ræða í öllum tíu sýnunum sem tekin voru úr sendingunni. Styrkleikinn var 81-90%. Aðspurður hvort að það væri hár styrkleiki miðað við það sem hann er vanur að sjá, skýrði hann frá því að samkvæmt hollenskri löggjöf skipti styrkleiki fíkniefna ekki máli svo þeir séu ekki mikið að mæla hann. Efnin send í brennslu sem fyrst Þá bar vitni héraðsaksóknari í Rotterdam, en hún er sú sem tók ákvörðun um að eyða efnunun fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hún sagði frá því að staðlaðar, hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin tíu prósent af efnum úr sendingum til sýnatöku, þó að hámarki þrjátíu pakkar. Aðspurð um ástæðu þess að efnum væri eytt svo fljótt sagði hún það vera til að koma í veg fyrir að þau kæmust í umferð. Því væri ávallt farið með efni í brennsluofn sem fyrst. Hún staðfesti einnig að öllum verkferlum og reglum hefði verið fylgt í þessu tilfelli. Páll Jónsson og Daði Björnson sátu saman fyrir aftan verjendur sína í dómsal í dag. Vinirnir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr sátu saman annars staðar í salnum. Verjandi eins ákærða í málinu spurði vitnið hvort að íslensk yfirvöld hefðu geta sent réttarbeiðni til Hollands og farið fram á að efnin yrðu geymd. Hún var afdráttarlaus þegar hún svaraði einfaldlega: „Nei.“ Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Hollenskur tollvörður lýsti því fyrir dómi í morgun að réttaraðstoðarbeiðni hefði borist frá íslenskum yfirvöldum í júlí 2022. Þar var tekið fram að grunur léki á að gámur, sem væntanlegur var til Hollands frá Brasilíu, innihéldi mikið magn kókaíns sem falið væri í viðarardrumbum. Taka aðeins sýni úr tíu prósent efna Hollensku tollverðirnir fundu efnin og sá sem fyrst bar vitni staðfesti að öllum reglum hefði verið fylgt þegar kom að haldlagningu þeirra og sýnatöku. Hann lýsti því jafnframt að hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin sýni úr tíu prósent sendinga. Næsta vitni var stjórnandi í teymi sem kallað er til þegar grunur leikur á um að ólögleg efni sé að ræða. Teymið sér um rannsókn, sýnatöku og haldlagningu efnanna ef til þess kemur. Hollensku vitnin gáfu öll skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað en þessi stjórnandi rannsóknarteymisins kom ekki fram í mynd. Aðspurður af dómara hvers vegna það væri ekki hægt sagðist hann vinna að svo leynilegum aðgerðum að hann gæti það ekki. 81-91% styrkleiki Hollenskur efnafræðingur á rannsóknarstofu sem kom að styrkleikamælingu efnanna bar vitni. Hann sagði að um kókaín hefði verið að ræða í öllum tíu sýnunum sem tekin voru úr sendingunni. Styrkleikinn var 81-90%. Aðspurður hvort að það væri hár styrkleiki miðað við það sem hann er vanur að sjá, skýrði hann frá því að samkvæmt hollenskri löggjöf skipti styrkleiki fíkniefna ekki máli svo þeir séu ekki mikið að mæla hann. Efnin send í brennslu sem fyrst Þá bar vitni héraðsaksóknari í Rotterdam, en hún er sú sem tók ákvörðun um að eyða efnunun fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hún sagði frá því að staðlaðar, hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin tíu prósent af efnum úr sendingum til sýnatöku, þó að hámarki þrjátíu pakkar. Aðspurð um ástæðu þess að efnum væri eytt svo fljótt sagði hún það vera til að koma í veg fyrir að þau kæmust í umferð. Því væri ávallt farið með efni í brennsluofn sem fyrst. Hún staðfesti einnig að öllum verkferlum og reglum hefði verið fylgt í þessu tilfelli. Páll Jónsson og Daði Björnson sátu saman fyrir aftan verjendur sína í dómsal í dag. Vinirnir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr sátu saman annars staðar í salnum. Verjandi eins ákærða í málinu spurði vitnið hvort að íslensk yfirvöld hefðu geta sent réttarbeiðni til Hollands og farið fram á að efnin yrðu geymd. Hún var afdráttarlaus þegar hún svaraði einfaldlega: „Nei.“
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent