Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið. Í gærkvöldi mældist annar skjálfti af stærðinni 3,4 á sama stað. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið.
Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofu Íslands frá því í morgun segir að skjálftar séu vel þekktir á svæðinu.
Fréttin hefur verið uppfærð, en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá Veðurstofunni var stærð skjálftans 4,2.