Vöruviðskiptin óhagstæð um 25,9 milljarða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2023 10:32 Kyrrlátur morgun í Reykjavíkurhöfn og togarar í höfn. Vísir/Vilhelm Fluttar voru út vörur fyrir 73,8 milljarða króna í febrúar 2023 og inn fyrir 99,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 25,9 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,1 milljarð króna í febrúar 2022 á gengi hvors árs fyrir sig. Hagstofan greinir frá þessu. Vöruskiptajöfnuðurinn í febrúar 2022 var því 10,8 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir rúmu ári. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 323,2 milljarða króna sem er 104 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti útflutnings jókst um 26,3% á 12 mánaða tímabili Verðmæti vöruútflutnings í febrúar 2023 jókst um 7,6 milljarða króna, eða um 11,5%, frá febrúar 2022, úr 66,2 milljörðum króna í 73,8 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings á 12 mánaða tímabili var 1.012,6 milljarðar króna og jókst um tæplega 211,1 milljarða króna miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 26,3% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 57% alls vöruútflutnings og jókst verðmæti þeirra um 34,5% samanborið við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra jókst um 16.3% í samanburði við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 30,9% á 12 mánaða tímabili Verðmæti vöruinnflutnings nam 99,7 milljörðum króna í febrúar 2023 samanborið við 81,4 milljarða í febrúar 2022 og jókst því um 18,4 milljarða króna eða um 22,6%. Verðmæti hrá- og rekstrarvöru nam 28,1 milljarði króna og jókst um 3,7 milljarða (15%), verðmæti fjárfestingarvara (utan flutningstækja) nam 25,3 milljörðum króna sem er aukning um 2,9 milljarða króna (13%) og verðmæti eldsneytis nam 10,9 milljörðum og jókst um 3 milljarða króna (37,9%) samanborið við febrúar 2022. Verðmæti vöruinnflutnings á 12 mánaða tímabili var 1335,8 milljörðum króna og jókst um 315,1 milljarð miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 30,9% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin var mest í eldsneyti, hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Meðaltal gengisvísitölu1 síðustu tólf mánaða var 192 og var gengið 1,2% sterkara en tólf mánaða tímabili ári fyrr þegar meðaltal gengisvísitölu var 194,4. Gengið veiktist um 7% í febrúar (201,3) samanborið við febrúar 2022 (188,2). Endurskoðun fyrri niðurstaðna Meðferð á leigusamningum á flugvélum í þjóðhagsreikningum og utanríkisviðskiptum hefur verið til skoðunar á Hagstofunni um nokkurt skeið eftir að breytingar voru gerðar meðferð þessarra samninga við birtingu á niðurstöðum þjóðhagsreikninga í ágúst 2021. Leitað var til Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, varðandi aðferðafræðileg álitaefni í þessu sambandi. Var það niðurstaða Eurostat að aðgreiningur á milli fjármögunar- og rekstrarleigusamninga tæki mið af samskonar kostnaðarhlutfalli sem ræðst af markaðsveðmæti viðkomandi tækis og uppsöfnuðum leigugreiðslum yfir leigutímann. Í þeim tilvikum þar sem þetta hlutfall er tilölulega lágt sé um rekstrarleigu að ræða, en um fjármögnunarleigu að ræða sé hlutfallið hátt. Í ljósi þessarar niðurstöðu Eurostat hefur meðhöndlun á leigusamningum í samgöngum verið færð í upphaflegt horf frá því sem var fyrir breytinguna í ágúst 2021. Breytingin hefur þau áhrif að fyrir tímabilið 2018-2022 lækkar vöruinnflutningur og fjármunamyndun, en innflutt þjónusta eykst frá því sem áður var. Uppfært klukkan 15:09 eftir breytingar á frétt Hagstofunnar. Efnahagsmál Sjávarútvegur Landbúnaður Bensín og olía Neytendur Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Hagstofan greinir frá þessu. Vöruskiptajöfnuðurinn í febrúar 2022 var því 10,8 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir rúmu ári. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 323,2 milljarða króna sem er 104 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti útflutnings jókst um 26,3% á 12 mánaða tímabili Verðmæti vöruútflutnings í febrúar 2023 jókst um 7,6 milljarða króna, eða um 11,5%, frá febrúar 2022, úr 66,2 milljörðum króna í 73,8 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings á 12 mánaða tímabili var 1.012,6 milljarðar króna og jókst um tæplega 211,1 milljarða króna miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 26,3% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 57% alls vöruútflutnings og jókst verðmæti þeirra um 34,5% samanborið við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra jókst um 16.3% í samanburði við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 30,9% á 12 mánaða tímabili Verðmæti vöruinnflutnings nam 99,7 milljörðum króna í febrúar 2023 samanborið við 81,4 milljarða í febrúar 2022 og jókst því um 18,4 milljarða króna eða um 22,6%. Verðmæti hrá- og rekstrarvöru nam 28,1 milljarði króna og jókst um 3,7 milljarða (15%), verðmæti fjárfestingarvara (utan flutningstækja) nam 25,3 milljörðum króna sem er aukning um 2,9 milljarða króna (13%) og verðmæti eldsneytis nam 10,9 milljörðum og jókst um 3 milljarða króna (37,9%) samanborið við febrúar 2022. Verðmæti vöruinnflutnings á 12 mánaða tímabili var 1335,8 milljörðum króna og jókst um 315,1 milljarð miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 30,9% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin var mest í eldsneyti, hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Meðaltal gengisvísitölu1 síðustu tólf mánaða var 192 og var gengið 1,2% sterkara en tólf mánaða tímabili ári fyrr þegar meðaltal gengisvísitölu var 194,4. Gengið veiktist um 7% í febrúar (201,3) samanborið við febrúar 2022 (188,2). Endurskoðun fyrri niðurstaðna Meðferð á leigusamningum á flugvélum í þjóðhagsreikningum og utanríkisviðskiptum hefur verið til skoðunar á Hagstofunni um nokkurt skeið eftir að breytingar voru gerðar meðferð þessarra samninga við birtingu á niðurstöðum þjóðhagsreikninga í ágúst 2021. Leitað var til Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, varðandi aðferðafræðileg álitaefni í þessu sambandi. Var það niðurstaða Eurostat að aðgreiningur á milli fjármögunar- og rekstrarleigusamninga tæki mið af samskonar kostnaðarhlutfalli sem ræðst af markaðsveðmæti viðkomandi tækis og uppsöfnuðum leigugreiðslum yfir leigutímann. Í þeim tilvikum þar sem þetta hlutfall er tilölulega lágt sé um rekstrarleigu að ræða, en um fjármögnunarleigu að ræða sé hlutfallið hátt. Í ljósi þessarar niðurstöðu Eurostat hefur meðhöndlun á leigusamningum í samgöngum verið færð í upphaflegt horf frá því sem var fyrir breytinguna í ágúst 2021. Breytingin hefur þau áhrif að fyrir tímabilið 2018-2022 lækkar vöruinnflutningur og fjármunamyndun, en innflutt þjónusta eykst frá því sem áður var. Uppfært klukkan 15:09 eftir breytingar á frétt Hagstofunnar.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Landbúnaður Bensín og olía Neytendur Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira