Weghorst svarar fyrir af hverju hann snerti „This is Anfield“ skiltið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 07:30 Wout Weghorst og félagar í Manchester United fengu sögulega útreið á Anfield. Getty/Michael Regan Hollenski framherjinn Wout Weghorst hjá Manchester United hefur fengið á sig efasemdir um hollustu sína til Manchester United eftir að menn sáu til hans snerta „This is Anfield“ skiltið fyrir 7-0 tapið á móti Liverpool um helgina. Það er þekkt hefð fyrir leikmenn Liverpool að snerta skiltið fyrir leik og eftir að menn sáu myndir af þessu fóru einhverjir að rifja upp gamalt viðtal við Weghorst þar sem hann sagðist halda með Liverpool. Weghorst var eins og flestir leikmenn Manchester United heillum horfinn í þessum leik og sem framherji sem skorar ekki mörg þá var kappinn fljótur að finna fyrir hraðri og óvægri gagnrýni á sig eftir úrslitin og myndbandið með skiltið. Wout Weghorst said he only touched the 'This is Anfield' sign to "wind up" Virgil van Dijk before Liverpool vs. Manchester United pic.twitter.com/uX0rTFR20l— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2023 Weghorst ákvað því að stíga fram og útskýra hvað var þarna í gangi. Hann segist hafa verið að reyna að pirra landsliðsfélaga sinn Virgil van Dijk með því að snerta skiltið. „Ég þekki það frá landsliðinu að Virgil snertir alltaf skiltið,“ sagði Wout Weghorst sem er hjá Manchester United á láni frá Burnley. „Það eina sem ég var að hugsa um var að koma í veg fyrir að hann snerti skiltið og reyna að pirra hann,“ sagði Weghorst. „Vanalega er ég ekki að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun en það er þess virði að þessu sinni því stuðningsmenn Manchester United eru mér mikilvægir. Sem barn þá hélt ég með FC Twente og sem stoltur leikmaður Manchester United í dag þá geta menn aldrei efast um hollustu mína til félagsins,“ sagði Weghorst. „Sunnudagurinn var hræðilegur fyrir okkur alla. Við ætlum að gera allt til að bæta fyrir það á næstu vikum. Við komum til baka samaneinaðir og ætlum að ná markmiðum okkar á tímabilinu,“ sagði Weghorst. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Það er þekkt hefð fyrir leikmenn Liverpool að snerta skiltið fyrir leik og eftir að menn sáu myndir af þessu fóru einhverjir að rifja upp gamalt viðtal við Weghorst þar sem hann sagðist halda með Liverpool. Weghorst var eins og flestir leikmenn Manchester United heillum horfinn í þessum leik og sem framherji sem skorar ekki mörg þá var kappinn fljótur að finna fyrir hraðri og óvægri gagnrýni á sig eftir úrslitin og myndbandið með skiltið. Wout Weghorst said he only touched the 'This is Anfield' sign to "wind up" Virgil van Dijk before Liverpool vs. Manchester United pic.twitter.com/uX0rTFR20l— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2023 Weghorst ákvað því að stíga fram og útskýra hvað var þarna í gangi. Hann segist hafa verið að reyna að pirra landsliðsfélaga sinn Virgil van Dijk með því að snerta skiltið. „Ég þekki það frá landsliðinu að Virgil snertir alltaf skiltið,“ sagði Wout Weghorst sem er hjá Manchester United á láni frá Burnley. „Það eina sem ég var að hugsa um var að koma í veg fyrir að hann snerti skiltið og reyna að pirra hann,“ sagði Weghorst. „Vanalega er ég ekki að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun en það er þess virði að þessu sinni því stuðningsmenn Manchester United eru mér mikilvægir. Sem barn þá hélt ég með FC Twente og sem stoltur leikmaður Manchester United í dag þá geta menn aldrei efast um hollustu mína til félagsins,“ sagði Weghorst. „Sunnudagurinn var hræðilegur fyrir okkur alla. Við ætlum að gera allt til að bæta fyrir það á næstu vikum. Við komum til baka samaneinaðir og ætlum að ná markmiðum okkar á tímabilinu,“ sagði Weghorst.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira