Jafnrétti – bara ekki fyrir allar Sabine Leskopf skrifar 8. mars 2023 13:00 Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Undir forsætisráðuneytinu starfar skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála – vegna þess að þessi mál eiga að vera algild og ná yfir öll svið samfélagsins. Það er gott og blessað. Í allri stefnumótun í jafnréttismálum sem og mannréttindamálum er nú til dags tekið tillit til uppruna. Það er líka gott og blessað. Þannig að ætla mætti að málefni innflytjenda, og kvenna af erlendum uppruna sérstaklega, væru undir því ráðuneyti. Og þá mætti einnig ætla að þar sé verið að valdefla þennan hóp og meta hann að verðleikum og að þau sem fara með ráðningarvaldið hafi jafnréttissjónarmið sérstaklega í heiðri. En nei, það vinnur ekki einn einasti innflytjandi þarna, engin kona af erlendum uppruna á þeirri skrifstofu né á Jafnréttisstofu á Akureyri. Kona gæti verið undrandi, gætum við hugsað okkur stofnun sem sinnir kynjajafnrétti þar sem einungis karlmenn vinna? En nú var tækifæri, nýlega fréttist að til stæði að leggja Fjölmenningarsetrið niður í sinni núverandi mynd og færa það. Það geta alltaf falist tækifæri í slíkum flutningum þó að við höfum líka séð að hætta sé á að málefni týnist. Eins og t.d. málefni íslenskukennslunnar fyrir fullorðna, sem eru þjóðinni svo mikilvæg akkúrat núna ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum, málefni sem einfaldlega týndist í ráðuneytisflutningum í byrjun þessa kjörtímabils. Nú hefði sem sagt verið hægt að hefja málaflokkinn á hærri stall og færa hann beint undir forsætisráðuneytið til að gera það að alvöru jafnréttismáli að skapa hér aðstæður þar sem öll fá tækifæri til að mynda hér eitt samfélag og nefni ég þar tungumálakunnáttu innflytjenda sérstaklega. Ef ekki verður gert stórátak á því sviði missum við íslensku sem samskiptatungumál samfélagsins að miklu leyti. Svo sannarlega á það heima þarna sem við lesum úr skýrslunni „Konur af erlendum uppruna – hvar kreppir að?“ sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir birtu 2019. Nú hefði verið tækifæri að takast á við þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrslunni eru erlendar konur samanburði við íslenskar líklegri til að vinna láglaunastörf, fá ekki framgang, og eru líklegri til að búa við íþyngjandi húsnæðisaðstæður. Hærra hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi, verður fyrir fordómum og alhæfingum. Þær eru oftast af öllum hópum ofmenntaðar fyrir störfin sem þær vinna, hlutfall ofmenntunar er 16,7% hjá erlendum konum 4,3% hjá íslenskum konum og einungis 2,8% hjá íslenskum körlum. En nei, málaflokkinn á að færa undir Vinnumálastofnun. Vegna þess að þetta er nú fyrst og fremst vinnuafl, ekki fólk. Eins og það hafi nokkurn tíma verið vandamál að konur af erlendum uppruna finni einhverja vinnu. Konur sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar sem okkur svo sárvantar en festast í láglaunastörfum hér til margra ára. Er ekki kominn tími að vakna og spyrja okkur hvers konar samfélag við viljum, það er nefnilega ekki jafnrétti fyrr en það er fyrir okkur allar. Til að geta barist við glerþakið þurfa konur af erlendum uppruna nefnilega fyrst að komast í gegnum glerhliðið. Brjótum hvort tveggja saman! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Jafnréttismál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við 8. mars – alþjóðlegum baráttudegi kvenna og við gleymum því aldrei hér í jafnréttisparadísinni. En það er erfitt að halda uppi paradís nema fyrir útvaldan hóp, það er svolítið prinsippið í paradísarfræðum. Og hópurinn sem fær ekki sjálfkrafa inni í kynjajafnréttisparadísinni eru konur af erlendum uppruna. Undir forsætisráðuneytinu starfar skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála – vegna þess að þessi mál eiga að vera algild og ná yfir öll svið samfélagsins. Það er gott og blessað. Í allri stefnumótun í jafnréttismálum sem og mannréttindamálum er nú til dags tekið tillit til uppruna. Það er líka gott og blessað. Þannig að ætla mætti að málefni innflytjenda, og kvenna af erlendum uppruna sérstaklega, væru undir því ráðuneyti. Og þá mætti einnig ætla að þar sé verið að valdefla þennan hóp og meta hann að verðleikum og að þau sem fara með ráðningarvaldið hafi jafnréttissjónarmið sérstaklega í heiðri. En nei, það vinnur ekki einn einasti innflytjandi þarna, engin kona af erlendum uppruna á þeirri skrifstofu né á Jafnréttisstofu á Akureyri. Kona gæti verið undrandi, gætum við hugsað okkur stofnun sem sinnir kynjajafnrétti þar sem einungis karlmenn vinna? En nú var tækifæri, nýlega fréttist að til stæði að leggja Fjölmenningarsetrið niður í sinni núverandi mynd og færa það. Það geta alltaf falist tækifæri í slíkum flutningum þó að við höfum líka séð að hætta sé á að málefni týnist. Eins og t.d. málefni íslenskukennslunnar fyrir fullorðna, sem eru þjóðinni svo mikilvæg akkúrat núna ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum, málefni sem einfaldlega týndist í ráðuneytisflutningum í byrjun þessa kjörtímabils. Nú hefði sem sagt verið hægt að hefja málaflokkinn á hærri stall og færa hann beint undir forsætisráðuneytið til að gera það að alvöru jafnréttismáli að skapa hér aðstæður þar sem öll fá tækifæri til að mynda hér eitt samfélag og nefni ég þar tungumálakunnáttu innflytjenda sérstaklega. Ef ekki verður gert stórátak á því sviði missum við íslensku sem samskiptatungumál samfélagsins að miklu leyti. Svo sannarlega á það heima þarna sem við lesum úr skýrslunni „Konur af erlendum uppruna – hvar kreppir að?“ sem Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir birtu 2019. Nú hefði verið tækifæri að takast á við þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrslunni eru erlendar konur samanburði við íslenskar líklegri til að vinna láglaunastörf, fá ekki framgang, og eru líklegri til að búa við íþyngjandi húsnæðisaðstæður. Hærra hlutfall þeirra verður fyrir ofbeldi, verður fyrir fordómum og alhæfingum. Þær eru oftast af öllum hópum ofmenntaðar fyrir störfin sem þær vinna, hlutfall ofmenntunar er 16,7% hjá erlendum konum 4,3% hjá íslenskum konum og einungis 2,8% hjá íslenskum körlum. En nei, málaflokkinn á að færa undir Vinnumálastofnun. Vegna þess að þetta er nú fyrst og fremst vinnuafl, ekki fólk. Eins og það hafi nokkurn tíma verið vandamál að konur af erlendum uppruna finni einhverja vinnu. Konur sem eru læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar sem okkur svo sárvantar en festast í láglaunastörfum hér til margra ára. Er ekki kominn tími að vakna og spyrja okkur hvers konar samfélag við viljum, það er nefnilega ekki jafnrétti fyrr en það er fyrir okkur allar. Til að geta barist við glerþakið þurfa konur af erlendum uppruna nefnilega fyrst að komast í gegnum glerhliðið. Brjótum hvort tveggja saman! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun