Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. mars 2023 13:12 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega? Birgir Halldórsson, tuttugu og sjö ára, er einn af fjórum sakborningum í Stóra kókaínmálinu. Hann er grunaður um að eiga aðild að fyrirhuguðum innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni sem til stóð að flytja til Íslands í viðardrumbum. Rannsakendur höfðu borið vitni um að þau teldu aðkomu Birgis að málinu talsverða og að hann væri sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu sagði í sínum málflutningi að framburður Birgis Halldórssonar væri ótrúverðugur og gengi að mörgu leyti ekki upp. Hann hefði neitað að tjá sig um hluti hjá lögreglu, þverneitað að sími sem haldlagður var við handtöku væri hans en síðar greint frá aðild sinni og mikilvægi símans. Ákæruvaldið taldi þó ljóst að þótt hlutverk Birgis væri veigamikið væri hann ekki efstur í keðjunni. Hún endaði ekki á Birgi heldur á huldumanninum „Nonna“. „Ekki einusinni burðardýr“ Ólafur Örn Svansson, verjandi Birgis sagði umbjóðanda sinn hvorki skipuleggjanda innflutningsins, né hefði hann haft nokkurt ákvörðunarvald eða fjármagnað kaupin á efnunum. „Hann er ekki einusinni burðardýr“, sagði hann, og vísaði þar til þess að Birgir hafi ekki komið að vörslu efnanna á neinum tímapunkti. Ólafur segir blasa við að Nonni sé sá sem hafi haft yfirsýn yfir málið og skipuleggi það að einhverju leiti, „þó fullyrða megi að hann sé ekki endilega á enda keðjunnar, eigandi efnanna,“ sagði Ólafur. Það er óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi. Sagði Pál fara með rangt mál Þá sagði Ólafur að framburður Páls Jónssonar, sjötugs timbursala, væri rangur. Páll hafði bæði í skýrslutökum og hjá lögreglu greint frá því að það hafi verið Birgir sem fékk hann til verksins; að panta inn gáminn með viðardrumbunum sem efnin voru falin í. Ólafur gaf í skyn að Páll vissi jafnvel hver Nonni væri og væri að verja hann með því að gera meira úr hlut Birgis og Jóhannesar. Viðkvæmar myndir af sambýliskonu hans í símanum Hvað varðar upptökukröfu mótmælti Ólafur fyrir hönd Birgis upptöku a iphone farsíma, apple fartölvu og vigt sem fannst í bíl hans við handtöku. Hann sagði tölvuna og símann sérstaklega mikilvæga. Í símanum væru myndir af fyrsta æviskeiði barnsins hans auk mynda sem ættu ekki heima fyrir sjónum nokkurs annars manns. „Það er niðurlægjandi að vita að myndir sambýliskonu hans séu í höndum annarra,“ sagði Ólafur. Saksóknari svaraði þessu í síðari málflutningi sínum og sagði að það væri „minnsta mál“ að fá tækin til baka, en Birgir hefði ekki viljað láta lögreglu fá lykilorð til að komast inn í símann og því hefði ekki verið hægt að rannsaka hann ennþá. Rannsakendur telja Birg ofarlega í keðjunni í hópnum sem sá um að koma efnunum til landsins. Jóhannes var milliliður á milli Birgis og Páls.Vísir/Sara Varðandi refsingu sagði Ólafur að það yrði að hafa í huga hver væri raunverulegur skipuleggjandi innflutningsins og eigandi efnanna. Það væri ekki bara hægt að taka þá sem nást og færa þá upp keðjuna, „taka þann sem þú telur hafa brotið mest af sér og veita þeim þyngstu refsingu." Líkt og verjendur hinna sakborninganna, gagnrýndi Ólafur haldlagningu hollensku lögreglunnar á fíkniefnunum og þá staðreynd að aðeins hafi verið tekin sýnu úr tíu prósent efnanna. Daði var ekki í sambandi við hina þrjá ákærðu í málinu og er talið að hann hafi tekið við fyrirmælum af „Nonna“Vísir/Sara Aðalmeðferð málsins lauk í gær og má búast við dómsuppkvaðningu eftir um fjórar vikur. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Birgir Halldórsson, tuttugu og sjö ára, er einn af fjórum sakborningum í Stóra kókaínmálinu. Hann er grunaður um að eiga aðild að fyrirhuguðum innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni sem til stóð að flytja til Íslands í viðardrumbum. Rannsakendur höfðu borið vitni um að þau teldu aðkomu Birgis að málinu talsverða og að hann væri sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu sagði í sínum málflutningi að framburður Birgis Halldórssonar væri ótrúverðugur og gengi að mörgu leyti ekki upp. Hann hefði neitað að tjá sig um hluti hjá lögreglu, þverneitað að sími sem haldlagður var við handtöku væri hans en síðar greint frá aðild sinni og mikilvægi símans. Ákæruvaldið taldi þó ljóst að þótt hlutverk Birgis væri veigamikið væri hann ekki efstur í keðjunni. Hún endaði ekki á Birgi heldur á huldumanninum „Nonna“. „Ekki einusinni burðardýr“ Ólafur Örn Svansson, verjandi Birgis sagði umbjóðanda sinn hvorki skipuleggjanda innflutningsins, né hefði hann haft nokkurt ákvörðunarvald eða fjármagnað kaupin á efnunum. „Hann er ekki einusinni burðardýr“, sagði hann, og vísaði þar til þess að Birgir hafi ekki komið að vörslu efnanna á neinum tímapunkti. Ólafur segir blasa við að Nonni sé sá sem hafi haft yfirsýn yfir málið og skipuleggi það að einhverju leiti, „þó fullyrða megi að hann sé ekki endilega á enda keðjunnar, eigandi efnanna,“ sagði Ólafur. Það er óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi. Sagði Pál fara með rangt mál Þá sagði Ólafur að framburður Páls Jónssonar, sjötugs timbursala, væri rangur. Páll hafði bæði í skýrslutökum og hjá lögreglu greint frá því að það hafi verið Birgir sem fékk hann til verksins; að panta inn gáminn með viðardrumbunum sem efnin voru falin í. Ólafur gaf í skyn að Páll vissi jafnvel hver Nonni væri og væri að verja hann með því að gera meira úr hlut Birgis og Jóhannesar. Viðkvæmar myndir af sambýliskonu hans í símanum Hvað varðar upptökukröfu mótmælti Ólafur fyrir hönd Birgis upptöku a iphone farsíma, apple fartölvu og vigt sem fannst í bíl hans við handtöku. Hann sagði tölvuna og símann sérstaklega mikilvæga. Í símanum væru myndir af fyrsta æviskeiði barnsins hans auk mynda sem ættu ekki heima fyrir sjónum nokkurs annars manns. „Það er niðurlægjandi að vita að myndir sambýliskonu hans séu í höndum annarra,“ sagði Ólafur. Saksóknari svaraði þessu í síðari málflutningi sínum og sagði að það væri „minnsta mál“ að fá tækin til baka, en Birgir hefði ekki viljað láta lögreglu fá lykilorð til að komast inn í símann og því hefði ekki verið hægt að rannsaka hann ennþá. Rannsakendur telja Birg ofarlega í keðjunni í hópnum sem sá um að koma efnunum til landsins. Jóhannes var milliliður á milli Birgis og Páls.Vísir/Sara Varðandi refsingu sagði Ólafur að það yrði að hafa í huga hver væri raunverulegur skipuleggjandi innflutningsins og eigandi efnanna. Það væri ekki bara hægt að taka þá sem nást og færa þá upp keðjuna, „taka þann sem þú telur hafa brotið mest af sér og veita þeim þyngstu refsingu." Líkt og verjendur hinna sakborninganna, gagnrýndi Ólafur haldlagningu hollensku lögreglunnar á fíkniefnunum og þá staðreynd að aðeins hafi verið tekin sýnu úr tíu prósent efnanna. Daði var ekki í sambandi við hina þrjá ákærðu í málinu og er talið að hann hafi tekið við fyrirmælum af „Nonna“Vísir/Sara Aðalmeðferð málsins lauk í gær og má búast við dómsuppkvaðningu eftir um fjórar vikur.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37
„Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25