Fátæk börn í skugga metárs í fjármagnstekjum og arðgreiðslum Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2023 12:18 Mörg stórútgerðarfyrirtæki og bankar hafa skilað milljarða hagnaði undanfarin ár og fjármagnstekjur hafa aukist. Vísir/Vilhelm Þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi vegna vaxandi fjölda barna sem byggju við fátækt á Alþingi í dag. Á sama tíma væri metár í fjármagnstekjum og greiðslu arðs hjá stórútgerðinni. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa gripið til margvíslegra aðgerða fyrir þennan hóp og aðrar væru í undirbúningi. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fullyrðir að ríkisstjórnin sé stefnulaus þegar komi að aðgerðum gegn fátækt á Íslandi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í aðgerðir gegn fátækt barna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þingmennirnir vitnuðu í nýja skýrslu Barnaheilla um fjölgun frá 12,7 prósentum upp í 13,1 prósent í hópi barna sem byggju við fátækt á Íslandi. „Stefnuleysi stjórnvalda til að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi er algjört. Að vernda og tryggja ekki öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til góðrar heilsu með heilnæmum mat, þátttöku í tómstundum og til menntunar er skýlaust brot á mannréttindum þeirra. Sem gerir þau hornreka í íslensku samfélagi, í fátækt í boði ríkisstjórnarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Forsætisráðherra sagði ekki rétt að ekkert hefði verið gert í þessum málum. Ríkisstjórnin hefði gripið til markvissra aðgerða til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Nærtækast er að nefna breytingar á skattkerfi í þágu hinna tekjulægstu. Eflingu barnabótakerfisins sem spilar auðvitað beint saman við það sem háttvirtur þingmaður er að nefna. Aukin áhersla á félagslegt húsnæði. Ég ryfja það upp hér að af því húsnæði sem hefur verið byggt hérna á undanförnum árum er hátt í þriðjungur byggður vegan aðgerða stjórnvalda,“ sagði Katrín. Breytingar á skattkerfinu og almannatryggingakerfinu hefðu allar miðað að því að bæta hag þeirra verst settu. Helga Vala Helgadóttir segir eina af stórútgerðunum hafa greitt út rúmlega fimm milljarða arð sem væri nánast sama upphæð og sama fyrrtæki hefði greitt í auðvliindagjald á sjö árum.Vísir/Vilhelm Helga Vala setti fjölda fátækra barna í samhengi við stöðu margra stórra fyrirtækja. Metár væri í fjármagnstekjum og metarðsemi hjá stórútgerðinni og bönkunum. Á tímum óðaverðbólgu þyrfti að sækja fjármagn þangað þar sem það væri að finna. „Svo dæmi sé tekið greiddi eitt sjávarútvegsfyrirtæki fimm komma fjóra milljarða í arð til eigenda sinna, bara á síðasta ári. Ef við setjum þetta í samhengi er þetta sama tala og þetta sama fyrirtæki hefur greitt í veiðigjöld samtals frá árinu 2016, í sjö ár,“ sagði Helga Vala. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld langt í frá hafa verið aðgerðalaus í að vinna gegn fátækt í landinu.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði mennta- og barnamálaráðherra vinna að stefnumótun þar sem meðal annars verði tekið tillit til efnahagslegra þátta. Þá væri matvælaráðherra að endurskoða fyrirkomulag veiðigjalda. „Krafan hlýtur að vera sú að þessi fyrirtæki sem eru að nýta okkar sameiginlegu auðlind skili sanngjörnum hluta til samfélagsins, sem á auðlindina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Betra hefði verið ef flokkar á Alþingi hefðu náð saman um að koma ákvæði um þau mál í stjórnarskrá þegar þær breytingar hefðu verið ræddar á þingi. Börn og uppeldi Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23 Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fullyrðir að ríkisstjórnin sé stefnulaus þegar komi að aðgerðum gegn fátækt á Íslandi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í aðgerðir gegn fátækt barna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þingmennirnir vitnuðu í nýja skýrslu Barnaheilla um fjölgun frá 12,7 prósentum upp í 13,1 prósent í hópi barna sem byggju við fátækt á Íslandi. „Stefnuleysi stjórnvalda til að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi er algjört. Að vernda og tryggja ekki öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til góðrar heilsu með heilnæmum mat, þátttöku í tómstundum og til menntunar er skýlaust brot á mannréttindum þeirra. Sem gerir þau hornreka í íslensku samfélagi, í fátækt í boði ríkisstjórnarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Forsætisráðherra sagði ekki rétt að ekkert hefði verið gert í þessum málum. Ríkisstjórnin hefði gripið til markvissra aðgerða til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Nærtækast er að nefna breytingar á skattkerfi í þágu hinna tekjulægstu. Eflingu barnabótakerfisins sem spilar auðvitað beint saman við það sem háttvirtur þingmaður er að nefna. Aukin áhersla á félagslegt húsnæði. Ég ryfja það upp hér að af því húsnæði sem hefur verið byggt hérna á undanförnum árum er hátt í þriðjungur byggður vegan aðgerða stjórnvalda,“ sagði Katrín. Breytingar á skattkerfinu og almannatryggingakerfinu hefðu allar miðað að því að bæta hag þeirra verst settu. Helga Vala Helgadóttir segir eina af stórútgerðunum hafa greitt út rúmlega fimm milljarða arð sem væri nánast sama upphæð og sama fyrrtæki hefði greitt í auðvliindagjald á sjö árum.Vísir/Vilhelm Helga Vala setti fjölda fátækra barna í samhengi við stöðu margra stórra fyrirtækja. Metár væri í fjármagnstekjum og metarðsemi hjá stórútgerðinni og bönkunum. Á tímum óðaverðbólgu þyrfti að sækja fjármagn þangað þar sem það væri að finna. „Svo dæmi sé tekið greiddi eitt sjávarútvegsfyrirtæki fimm komma fjóra milljarða í arð til eigenda sinna, bara á síðasta ári. Ef við setjum þetta í samhengi er þetta sama tala og þetta sama fyrirtæki hefur greitt í veiðigjöld samtals frá árinu 2016, í sjö ár,“ sagði Helga Vala. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld langt í frá hafa verið aðgerðalaus í að vinna gegn fátækt í landinu.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði mennta- og barnamálaráðherra vinna að stefnumótun þar sem meðal annars verði tekið tillit til efnahagslegra þátta. Þá væri matvælaráðherra að endurskoða fyrirkomulag veiðigjalda. „Krafan hlýtur að vera sú að þessi fyrirtæki sem eru að nýta okkar sameiginlegu auðlind skili sanngjörnum hluta til samfélagsins, sem á auðlindina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Betra hefði verið ef flokkar á Alþingi hefðu náð saman um að koma ákvæði um þau mál í stjórnarskrá þegar þær breytingar hefðu verið ræddar á þingi.
Börn og uppeldi Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23 Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23
Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25