Biden vill hækka skatta á ríka og fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2023 18:35 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði í dag fram fjárlagatillögu sína fyrir árið 2024 þar sem hann kallar eftir mikilli útgjaldaaukningu, auk þess að kalla eftir hærri sköttum á eignafólk og fyrirtæki. Tillagan verður aldrei samþykkt þar sem Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Í tillögu Bidens er lagt til að dregið verði úr skuldum ríkisins um 2,9 billjón dali á næstu tíu árum. Tillagan opnar í raun á viðræður Bidens og Demókrata við Repúblikana um fjárlög næsta árs og markar fyrstu afstöðu Demókrata fyrir þær viðræður. AP fréttaveitan segir að tillagan gæti sömuleiðis verið til marks um kosningaloforð Bidens fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, ákveði hann að bjóða sig aftur fram. Under President Biden s leadership, we ve made historic progress in growing the economy from the bottom up and the middle out not the top down.Today, he is releasing a budget to build on that progress. https://t.co/fjDcj4092E— The White House (@WhiteHouse) March 9, 2023 Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins með því að skera niður hjá hinu opinbera, án þess þó að segja hvernig. Þeir segjast ekki vilja hækka skatta og óttast þar að auki að skera niður í velferðarmálum af ótta við reiði kjósenda. „Repúblikanar á þingi tala sífellt um að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins en þeir hafa ekki lagt fram neina áætlun varðandi hvar þeir ætla að skera niður,“ sagði Shalanda Young, sem stýrði gerð fjárlagatillögu Hvíta hússins. „Okkur hlakkar til að sjá fjárlagafrumvarp þeirra, svo bandaríska þjóðin geti borið það saman við tillögu okkar.“ Kevin McCarthy, þingforseti, sagði í dag að tillögur Bidens gengju ekki nógu langt í niðurskurði og varðandi það að draga úr skuldum. „Það virðist sem hann vilji mynda stærstu ríkisstjórn sögunnar. Ég held að það sé ekki það sem við þurfum núna,“ sagði McCarthy. Í tillögum forsetans er talað um að safna 4,5 biljónum dala á næsta áratug með auknum sköttum á ríkt fólk og stór fyrirtæki. Í grófum dráttum yrði þessum peningum varið í millistétt Bandaríkjanna, aldraða og fjölskyldufólk en þar að auki felur tillagan í sér samdrátt í fjárútlátum til varnarmála á næsta áratug. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Í tillögu Bidens er lagt til að dregið verði úr skuldum ríkisins um 2,9 billjón dali á næstu tíu árum. Tillagan opnar í raun á viðræður Bidens og Demókrata við Repúblikana um fjárlög næsta árs og markar fyrstu afstöðu Demókrata fyrir þær viðræður. AP fréttaveitan segir að tillagan gæti sömuleiðis verið til marks um kosningaloforð Bidens fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, ákveði hann að bjóða sig aftur fram. Under President Biden s leadership, we ve made historic progress in growing the economy from the bottom up and the middle out not the top down.Today, he is releasing a budget to build on that progress. https://t.co/fjDcj4092E— The White House (@WhiteHouse) March 9, 2023 Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins með því að skera niður hjá hinu opinbera, án þess þó að segja hvernig. Þeir segjast ekki vilja hækka skatta og óttast þar að auki að skera niður í velferðarmálum af ótta við reiði kjósenda. „Repúblikanar á þingi tala sífellt um að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins en þeir hafa ekki lagt fram neina áætlun varðandi hvar þeir ætla að skera niður,“ sagði Shalanda Young, sem stýrði gerð fjárlagatillögu Hvíta hússins. „Okkur hlakkar til að sjá fjárlagafrumvarp þeirra, svo bandaríska þjóðin geti borið það saman við tillögu okkar.“ Kevin McCarthy, þingforseti, sagði í dag að tillögur Bidens gengju ekki nógu langt í niðurskurði og varðandi það að draga úr skuldum. „Það virðist sem hann vilji mynda stærstu ríkisstjórn sögunnar. Ég held að það sé ekki það sem við þurfum núna,“ sagði McCarthy. Í tillögum forsetans er talað um að safna 4,5 biljónum dala á næsta áratug með auknum sköttum á ríkt fólk og stór fyrirtæki. Í grófum dráttum yrði þessum peningum varið í millistétt Bandaríkjanna, aldraða og fjölskyldufólk en þar að auki felur tillagan í sér samdrátt í fjárútlátum til varnarmála á næsta áratug.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira