„Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. mars 2023 21:32 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri bindur miklar vonir við fjölgun lögreglumanna og sérfræðinga. Vísir/Vilhelm Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. Jón Gunnarsson dómsmálaráherra kynnti áætlunina í dag ásamt ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og héraðssaksóknara en hún hefur verið í vinnslu í rúmt ár. Áætlunin er fjórþætt en í henni felst styrking á almennri löggæslu og menntun lögreglumanna, ný aðgerðaráætlun í kynferðisbrotamálum og stórefling aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. Til að efla löggæslu verða 80 nýjum störfum bætt við. Þannig verður lögreglumönnum um allt land fjölgað um 30, sérfræðingum í margvísleg lögreglustörf um tíu, og landamæravörðum um tíu. 20 stöðugildi bætast þá við til að taka á skipulagðri brotastarfsemi og tíu stöðugildum hefur þegar verið bætt við hvað varðar rannsókn og saksókn kynferðisbrota. „Við munum halda þeirri skoðun áfram á starfseminni um hvernig við getum náð því besta út úr okkar mannskap. Það eru krefjandi tímar í því fram undan hjá okkur að stilla saman strengi milli lögregluembættanna og samnýta fólkið með sem bestum hætti,“ segir Jón Gunnarsson. Geta gert betur víða Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fagnar því að fjölga eigi lögreglumönnum á ýmsum sviðum, enda þörfin mikil. Auk þess hefur fjöldi lögreglumanna tvöfaldast og vonir bundnar við að þau fái áfram öflugt fólk til starfa. „Kjarninn er sá að í allt of mörg ár höfum við verið of fá,“ segir hún og bætir við að það ástand hafi verið um árabil sem hafi haft áhrif á getu þeirra til að sinna verkefnum. „Við getum gert betur víða. Við erum náttúrulega alltaf að forgangsraða en við erum ekkert ein um það, þetta er bara viðfangsefni sem að öll lögreglan stendur frammi fyrir.“ Ráðherra telur að árangur í ákveðnum málaflokkum muni sjást strax á þessu ári, þó margt muni taka lengri tíma. „Við þurfum auðvitað að mennta og þjálfa fólk en fyrstu skrefin eru stigin og við sjáum strax árangur í kynferðisbrotamálum og ofbeldismálum. Þannig mun þetta leiða eitt af öðru að við verðum með miklu öflugra lögreglulið í framtíðinni til þess að gæta öryggi borgara,“ segir Jón. Ný aðgerðaráætlun í kynferðisbrotamálum ýti undir bættan árangur Hvað kynferðisbrot varðar mun ný aðgerðaráætlun taka við en í haust var þeim sem sinna rannsókn og saksókn slíkra brota fjölgað og kerfið eflt. Að sögn Jóns er árangurinn þegar ótvíræður, sem sé ánægjulegt. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Í þessum málaflokki þá lýkur baráttunni sennilega aldrei en þetta hefst með því að samfélagið verði þátttakandi í baráttunni gegn ofbeldis- og kynferðisafbrotum, eins og öllum öðrum afbrotum auðvitað en sérstaklega þarna. Að við horfum ekki í hina áttina heldur látum okkur mál varða og hjálpum til og tilkynnum ef við verðum vör við eitthvað misjafnt í þessum efnum,“ segir Jón. Undanfarið ár hefur dómsmálaráðuneytið í samstarfi við lögreglu og fleiri hrundið af stað vitundavakningu um kynferðisbrot með það að markmiði að fjölga tilkynningum, sem hefur raungerst að sögn ríkislögreglustjóra. „Við erum að vona að þetta sé ekki fjölgun mála heldur að tilkynningum sé að fjölga en með fjölgun tilkynninga þýðir að það þarf meiri mannskap til þess að málshraðinn geti orðið ásættanlegur,“ segir Sigríður. Ýmsar ástæður fyrir lengri málsmeðferðartíma Langur málsmeðferðartími hefur ítrekað verið gagnrýndur, þó hann hafi vissulega styst. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm „Auðvitað viljum við stytta hann sem mest en það má ekki gleyma því að það þarf líka að gera tæknirannsóknir; það þarf að rannsaka síma, það geta verið einhvers konar lífkenni sem þarf að rannsaka, það eru alls kyns hlutir sem að taka líka tíma. Þetta verður aldrei eitthvað sem þú afgreiðir á nokkrum dögum en við getum gert miklu betur og ætlum að gera miklu betur,“ segir hún enn fremur. Það er þó ekki aðeins rannsóknarvinna sem hefur tekið langan tíma, heldur einnig málsmeðferðartími fyrir dómstólum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir það ekki einskorðast við kynferðisbrotamál. „Í mörgum brotaflokkum erum við svo sem að fá ýmsa gagnrýni um það að þetta taki of langan tíma en þegar við horfum í framkvæmdina erlendis þá sjáum við að mál taka þar líka býsna langan tíma. En hvað varðar kynferðisbrotin þá hefur verið alveg sérstakt átak í þau,“ segir Ólafur. Bregðast við ítrekuðum viðvörunum um skipulagða brotastarfsemi Hvað skipulagða brotastarfsemi varðar er verið er að margfalda viðbragð. Héraðssaksóknari mun taka við formennsku í stýrihópi fyrir rannsóknarteymi sem mynduð verða og munu starfa þvert á embætti. Er þeim ætlað að greina og forgangsraða verkefnum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknariVísir/Vilhelm „Þessum málum hefur verið að fjölga þannig að það hefur þurft meira vinnuafl inn í þau, fleiri hendur, og þessi fjölgun sem er verið að boða [í þessari áætlun] er fyrst og fremst í því augnamiði að fjölga starfsfólkinu þannig þetta vinnist hraðar niður og að kerfið hafi meiri afkastagetu,“ segir Ólafur. Dómsmálaráðherra segir þau stíga stór skref í að spyrna fótum við þeirri alvarlegri þróun sem hefur átt sér stað. „Þetta eru mál sem að teygja sig út fyrir landsteinana, þau virða engin landamæri, og krefjast mikillar sérþekkingar. Þarna erum við í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og þetta krefst mikillar samvinnu lögregluembættanna og jafnvel skattayfirvalda og fleiri hér inannlands,“ segir Jón. „Þarna erum við að stíga mjög stór skref og fylgja eftir þeim viðvörunum sem til okkar hafa komið frá lögreglunni á undanförnum árum og við verðum að bregðast hart við í þessum efnum vegna þess að þróunin hefur verið ískyggileg,“ segir hann enn fremur. Lögregla þurfi styrk til að taka á málunum Sigríður Björk tekur undir þetta og segir mikilvægt að hægt sé að mæta því án þess að taka fólk úr öðrum verkefnum, líkt og hafi þurft að gera áður. Ólafur Þór segir að byrjað hafi verið að vinna í þessum málum árið 2020 og sú aðferð virðist hafa virkað. „Það er lang líklegast að þetta sé sú leið sem að virki og menn gefi síðan sérstakan gaum af fjárhagslið þessara mála, leitist við það að taka ávinninginn af þessum brotum og gera hann upptækan vegna þess að hann er oft á tíðum tilgangurinn að þeirri brotastarfsemi sem að felst í skipulögðum brotum,“ segir Ólafur. Nokkur stór og umfangsmikil brot hafi komið upp undanfarið, eitt þeirra er stóra kókaínmálið sem er nú til meðferðar í héraðsdómi, sem sýni mikilvægi þess að bregðast hratt og vel við. „Þessi stóru mál sem komu upp í fyrra þau eru þannig að umfangi að á bak við þessi brot er líklegt að standi mjög skipulagðir hópar og þá þarf lögreglan einfaldlega bara styrk til að geta tekið á því,“ segir Ólafur. Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 „Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur. 27. nóvember 2022 13:32 262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. 18. janúar 2023 16:39 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráherra kynnti áætlunina í dag ásamt ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og héraðssaksóknara en hún hefur verið í vinnslu í rúmt ár. Áætlunin er fjórþætt en í henni felst styrking á almennri löggæslu og menntun lögreglumanna, ný aðgerðaráætlun í kynferðisbrotamálum og stórefling aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. Til að efla löggæslu verða 80 nýjum störfum bætt við. Þannig verður lögreglumönnum um allt land fjölgað um 30, sérfræðingum í margvísleg lögreglustörf um tíu, og landamæravörðum um tíu. 20 stöðugildi bætast þá við til að taka á skipulagðri brotastarfsemi og tíu stöðugildum hefur þegar verið bætt við hvað varðar rannsókn og saksókn kynferðisbrota. „Við munum halda þeirri skoðun áfram á starfseminni um hvernig við getum náð því besta út úr okkar mannskap. Það eru krefjandi tímar í því fram undan hjá okkur að stilla saman strengi milli lögregluembættanna og samnýta fólkið með sem bestum hætti,“ segir Jón Gunnarsson. Geta gert betur víða Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fagnar því að fjölga eigi lögreglumönnum á ýmsum sviðum, enda þörfin mikil. Auk þess hefur fjöldi lögreglumanna tvöfaldast og vonir bundnar við að þau fái áfram öflugt fólk til starfa. „Kjarninn er sá að í allt of mörg ár höfum við verið of fá,“ segir hún og bætir við að það ástand hafi verið um árabil sem hafi haft áhrif á getu þeirra til að sinna verkefnum. „Við getum gert betur víða. Við erum náttúrulega alltaf að forgangsraða en við erum ekkert ein um það, þetta er bara viðfangsefni sem að öll lögreglan stendur frammi fyrir.“ Ráðherra telur að árangur í ákveðnum málaflokkum muni sjást strax á þessu ári, þó margt muni taka lengri tíma. „Við þurfum auðvitað að mennta og þjálfa fólk en fyrstu skrefin eru stigin og við sjáum strax árangur í kynferðisbrotamálum og ofbeldismálum. Þannig mun þetta leiða eitt af öðru að við verðum með miklu öflugra lögreglulið í framtíðinni til þess að gæta öryggi borgara,“ segir Jón. Ný aðgerðaráætlun í kynferðisbrotamálum ýti undir bættan árangur Hvað kynferðisbrot varðar mun ný aðgerðaráætlun taka við en í haust var þeim sem sinna rannsókn og saksókn slíkra brota fjölgað og kerfið eflt. Að sögn Jóns er árangurinn þegar ótvíræður, sem sé ánægjulegt. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Í þessum málaflokki þá lýkur baráttunni sennilega aldrei en þetta hefst með því að samfélagið verði þátttakandi í baráttunni gegn ofbeldis- og kynferðisafbrotum, eins og öllum öðrum afbrotum auðvitað en sérstaklega þarna. Að við horfum ekki í hina áttina heldur látum okkur mál varða og hjálpum til og tilkynnum ef við verðum vör við eitthvað misjafnt í þessum efnum,“ segir Jón. Undanfarið ár hefur dómsmálaráðuneytið í samstarfi við lögreglu og fleiri hrundið af stað vitundavakningu um kynferðisbrot með það að markmiði að fjölga tilkynningum, sem hefur raungerst að sögn ríkislögreglustjóra. „Við erum að vona að þetta sé ekki fjölgun mála heldur að tilkynningum sé að fjölga en með fjölgun tilkynninga þýðir að það þarf meiri mannskap til þess að málshraðinn geti orðið ásættanlegur,“ segir Sigríður. Ýmsar ástæður fyrir lengri málsmeðferðartíma Langur málsmeðferðartími hefur ítrekað verið gagnrýndur, þó hann hafi vissulega styst. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm „Auðvitað viljum við stytta hann sem mest en það má ekki gleyma því að það þarf líka að gera tæknirannsóknir; það þarf að rannsaka síma, það geta verið einhvers konar lífkenni sem þarf að rannsaka, það eru alls kyns hlutir sem að taka líka tíma. Þetta verður aldrei eitthvað sem þú afgreiðir á nokkrum dögum en við getum gert miklu betur og ætlum að gera miklu betur,“ segir hún enn fremur. Það er þó ekki aðeins rannsóknarvinna sem hefur tekið langan tíma, heldur einnig málsmeðferðartími fyrir dómstólum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir það ekki einskorðast við kynferðisbrotamál. „Í mörgum brotaflokkum erum við svo sem að fá ýmsa gagnrýni um það að þetta taki of langan tíma en þegar við horfum í framkvæmdina erlendis þá sjáum við að mál taka þar líka býsna langan tíma. En hvað varðar kynferðisbrotin þá hefur verið alveg sérstakt átak í þau,“ segir Ólafur. Bregðast við ítrekuðum viðvörunum um skipulagða brotastarfsemi Hvað skipulagða brotastarfsemi varðar er verið er að margfalda viðbragð. Héraðssaksóknari mun taka við formennsku í stýrihópi fyrir rannsóknarteymi sem mynduð verða og munu starfa þvert á embætti. Er þeim ætlað að greina og forgangsraða verkefnum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknariVísir/Vilhelm „Þessum málum hefur verið að fjölga þannig að það hefur þurft meira vinnuafl inn í þau, fleiri hendur, og þessi fjölgun sem er verið að boða [í þessari áætlun] er fyrst og fremst í því augnamiði að fjölga starfsfólkinu þannig þetta vinnist hraðar niður og að kerfið hafi meiri afkastagetu,“ segir Ólafur. Dómsmálaráðherra segir þau stíga stór skref í að spyrna fótum við þeirri alvarlegri þróun sem hefur átt sér stað. „Þetta eru mál sem að teygja sig út fyrir landsteinana, þau virða engin landamæri, og krefjast mikillar sérþekkingar. Þarna erum við í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og þetta krefst mikillar samvinnu lögregluembættanna og jafnvel skattayfirvalda og fleiri hér inannlands,“ segir Jón. „Þarna erum við að stíga mjög stór skref og fylgja eftir þeim viðvörunum sem til okkar hafa komið frá lögreglunni á undanförnum árum og við verðum að bregðast hart við í þessum efnum vegna þess að þróunin hefur verið ískyggileg,“ segir hann enn fremur. Lögregla þurfi styrk til að taka á málunum Sigríður Björk tekur undir þetta og segir mikilvægt að hægt sé að mæta því án þess að taka fólk úr öðrum verkefnum, líkt og hafi þurft að gera áður. Ólafur Þór segir að byrjað hafi verið að vinna í þessum málum árið 2020 og sú aðferð virðist hafa virkað. „Það er lang líklegast að þetta sé sú leið sem að virki og menn gefi síðan sérstakan gaum af fjárhagslið þessara mála, leitist við það að taka ávinninginn af þessum brotum og gera hann upptækan vegna þess að hann er oft á tíðum tilgangurinn að þeirri brotastarfsemi sem að felst í skipulögðum brotum,“ segir Ólafur. Nokkur stór og umfangsmikil brot hafi komið upp undanfarið, eitt þeirra er stóra kókaínmálið sem er nú til meðferðar í héraðsdómi, sem sýni mikilvægi þess að bregðast hratt og vel við. „Þessi stóru mál sem komu upp í fyrra þau eru þannig að umfangi að á bak við þessi brot er líklegt að standi mjög skipulagðir hópar og þá þarf lögreglan einfaldlega bara styrk til að geta tekið á því,“ segir Ólafur.
Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 „Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur. 27. nóvember 2022 13:32 262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. 18. janúar 2023 16:39 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44
„Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur. 27. nóvember 2022 13:32
262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. 18. janúar 2023 16:39