Ótrúleg hæfileikaverksmiðja Benfica Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2023 09:01 Verður Gonçalo Ramos næsti leikmaðurinn sem Benfica selur á meira en tug milljarða íslenskra króna? Carlos Rodrigues/Getty Images Benfica frá Portúgal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það eitt og sér er ef til vill ekki það merkilegt, ótrúlegustu lið slysast langt í Meistaradeildinni ár frá ári. Að Benfica geti það þrátt fyrir að selja hverja stórstjörnuna á fætur annarri, ár eftir ár, er hins vegar ótrúlegt. Benfica seldi heimsmeistarann Enzo Fernándes til Chelsea í janúar á upphæð sem er vart hægt að íslenska. Hann er talinn hafa kostað rúmlega 105 milljónir punda eða rúma 18 milljarða íslenskra króna. Hann var ekki eini eftirsótti leikmaður Benfica í janúar en félaginu tókst þó að halda í framherjann Gonçalo Ramos, um stundar sakir allavega. Félagið er þó byrjað að telja niður dagana í að hann verði seldur á upphæð ekki mikið lægri en þá sem Enzo fór á. Benfica er að eiga frábært tímabil og virðist nær öruggt að félagið verði portúgalskur meistari. Þá er spurning hversu langt það getur farið í Meistaradeildinni en brotthvarf Enzo hafði ekki mikil áhrif gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum. Mótherjinn í 8-liða úrslitum mun þó vera töluvert erfiðari. Eftir söluna á Enzo hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að skrifa um hina ótrúlegu hæfileikaverksmiðju sem staðsett í Lissabon. Akademía félagsins virðist sú best rekna í heimi en ár hvert kynnir Benfica nýtt undrabarn til leiks. Benfica are looking to reach the last eight of the #UCL for the second time in as many seasons.From dance lessons to sports psychologists at training, @stujames75 went behind the scenes at their academy - Europe's biggest talent factory.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 Síðan 2015 hefur Benfica selt leikmenn úr akademíu sinni fyrir 336 milljónir punda eða rúmlega 57 milljarða íslenskra króna. Salan á Enzo er ekki inn í þessari tölu þar sem hann var keyptur til félagsins aðeins hálfu ári áður en það seldi hann á himinháa upphæð til Chelsea. Darwin Núñez er annað dæmi um mann sem Benfica keypti og seldi síðan á fúlgur fjár. Þá er nóg af dæmum um menn sem hafa komið úr unglingastarfinu og hafa verið seldir dýrum dómum til erlendra félaga. Þar má til að mynda nefna: João Félix til Atlético Madríd Rúben Dias til Manchester City João Cancelo til Valencia Ederson til Man City Næstur af færibandinu verður eflaust miðvörðurinn António Silva. Sá er 19 ára gamall og talinn einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Ástæðurnar fyrir frábæru unglingastarfi Benfica eru margþættar. Félagið fær til sín leikmenn frá öllum hornum Portúgal, er með mjög skipulagt unglingastarf og ræður aðeins færasta fólkið. Það er vel hugsar um líkamlega og andlega heilsu leikmanna, er með færa njósnara erlendis – sérstaklega í Suður-Ameríku. Þá er B-liðið þeirra í næstefstu deild frekar en hefðbundinni varaliðsdeild. Proactive in the market Competitive environment MentalityBut how do these factors combine so perfectly at SL Benfica that the club has become a renowned talent factory? #BBCFootball #BBCEuroFooty— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2023 Hversu lengi þessi gullöld Benfica varir kemur í ljós en eins og áður sagði má reikna með að félagið græði allavega nokkra tugi milljóna punda til viðbótar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í sumar. Fótbolti Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Benfica seldi heimsmeistarann Enzo Fernándes til Chelsea í janúar á upphæð sem er vart hægt að íslenska. Hann er talinn hafa kostað rúmlega 105 milljónir punda eða rúma 18 milljarða íslenskra króna. Hann var ekki eini eftirsótti leikmaður Benfica í janúar en félaginu tókst þó að halda í framherjann Gonçalo Ramos, um stundar sakir allavega. Félagið er þó byrjað að telja niður dagana í að hann verði seldur á upphæð ekki mikið lægri en þá sem Enzo fór á. Benfica er að eiga frábært tímabil og virðist nær öruggt að félagið verði portúgalskur meistari. Þá er spurning hversu langt það getur farið í Meistaradeildinni en brotthvarf Enzo hafði ekki mikil áhrif gegn Club Brugge í 16-liða úrslitum. Mótherjinn í 8-liða úrslitum mun þó vera töluvert erfiðari. Eftir söluna á Enzo hafa erlendir fjölmiðlar keppst við að skrifa um hina ótrúlegu hæfileikaverksmiðju sem staðsett í Lissabon. Akademía félagsins virðist sú best rekna í heimi en ár hvert kynnir Benfica nýtt undrabarn til leiks. Benfica are looking to reach the last eight of the #UCL for the second time in as many seasons.From dance lessons to sports psychologists at training, @stujames75 went behind the scenes at their academy - Europe's biggest talent factory.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 Síðan 2015 hefur Benfica selt leikmenn úr akademíu sinni fyrir 336 milljónir punda eða rúmlega 57 milljarða íslenskra króna. Salan á Enzo er ekki inn í þessari tölu þar sem hann var keyptur til félagsins aðeins hálfu ári áður en það seldi hann á himinháa upphæð til Chelsea. Darwin Núñez er annað dæmi um mann sem Benfica keypti og seldi síðan á fúlgur fjár. Þá er nóg af dæmum um menn sem hafa komið úr unglingastarfinu og hafa verið seldir dýrum dómum til erlendra félaga. Þar má til að mynda nefna: João Félix til Atlético Madríd Rúben Dias til Manchester City João Cancelo til Valencia Ederson til Man City Næstur af færibandinu verður eflaust miðvörðurinn António Silva. Sá er 19 ára gamall og talinn einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Ástæðurnar fyrir frábæru unglingastarfi Benfica eru margþættar. Félagið fær til sín leikmenn frá öllum hornum Portúgal, er með mjög skipulagt unglingastarf og ræður aðeins færasta fólkið. Það er vel hugsar um líkamlega og andlega heilsu leikmanna, er með færa njósnara erlendis – sérstaklega í Suður-Ameríku. Þá er B-liðið þeirra í næstefstu deild frekar en hefðbundinni varaliðsdeild. Proactive in the market Competitive environment MentalityBut how do these factors combine so perfectly at SL Benfica that the club has become a renowned talent factory? #BBCFootball #BBCEuroFooty— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2023 Hversu lengi þessi gullöld Benfica varir kemur í ljós en eins og áður sagði má reikna með að félagið græði allavega nokkra tugi milljóna punda til viðbótar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í sumar.
Fótbolti Portúgalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira