Samkvæmt frétt The Guardian var það ákvörðun BBC að sýna fimm þætti af þeim sex sem voru framleiddir, og hafa þann sjötta einungis aðgengilegan í streymisveitu ríkisútvarpsins.
Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörðun BBC er Caroline Lucas, þingmaður Græningjaflokks Bretlands, sem segir ákvörðunina ófyrirgefanlega vanrækslu á upplýsingaskyldu við almenning.
Þá hefur Tom Watson, þingmaður Verkamannaflokksins bent á að augljóslega sé pottur brotinn í stjórn BBC þegar verið sé að ritskoða virtan og vel liðinn þáttagerðarmann á borð við Attenborough.
Talsmaður BBC vísar þessum ásökunum hins vegar á bug. Wild Isles sé, og hafi alltaf verið fimm þátta sería. Umræddur sjötti þáttur hafi hins vegar verið framleiddur sér og sé ekki hluti af Wild Isles seríunni.