Melodifestivalen lauk í kvöld með sigri Loreen. Í öðru sæti höfnuðu þeir Marcus og Matrinus með lagið Air. Hlaut Loreen 92 stig frá dómnefnd en þeir Marcus og Martinus 71 stig. Það var svo símakosning sem skar endanlega úr um sigurvegara.
Loreen s winning moment at #Melodifestivalen2023.
— wiwibloggs (@wiwibloggs) March 11, 2023
Congratulations queen. See you in Liverpool!#eurovision #eurovision2023 #Melodifestivalen pic.twitter.com/g5AsXWcg2V
Loreen mun því flytja lagið Tattoo í Liverpool í maí fyrir hönd Svía. Samkvæmt veðbönkum eru taldar 37 prósent líkur á því að Loreen muni bera sigur úr býtum í keppninni í ár. Í öðru sæti eru Úkraínumenn og Finnar í því þriðja.
Hér að neðan má sjá flutning Loreen á sigurlaginu Tattoo í kvöld:
Loreen sigraði Eurovisionkeppnina sem haldin var í Bakú í Aserbaísjan árið 2012 með laginu Euphoria. Hlaut hún þá 372 stig en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig.