Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 10:20 Mike Pence er fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. GEtty/Saul Loeb Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. Mike Pence fór hörðum orðum um forsetann fyrrverandi á hátíðarkvöldverði í Washington. Segja má að andað hafi köldi milli þeirra tveggja frá því að Pence hafnaði því að fylgja fyrirmælum Trump, meðal annars um að synja Joe Biden um staðfestingu á kjöri hans sem forseta. Mike Pence var staddur inni í þinghúsinu þegar þúsundir stuðningsmanna Trump ruddust þangað inn daginn örlagaríka, 6. janúar 2021 og stýrði staðfestingu Bandaríkjaþings á kjöri Joe Biden sem forseta sama dag. Á meðan árásinni stóð tísti Trump margsinnis og kallaði eftir því að Repúblikanar myndu „berjast“. Þá hélt því að halda því fram að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum og gagnrýndi Pence fyrir að staðfesta kjör Bidens. „Trump hafði alrangt fyrir sér,“ sagði Pence við blaðamenn og gesti á árlegum hátíðarkvöldverði í Washington sem kallaður er Gridiron. Yfirlýsingar um kosningasvindl hafi jafnframt ekki átt við nein rök að styðjast. Mike Pence segir orð Trump hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og fleiri í þinghúsinu. „Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence. Kallað hafi verið eftir því úr innrásarliðinu að hann skyldi hengdur á staðnum. „Það sem gerðist þennan dag var svívirðilegt og það er beinlínis óheiðarlegt að halda öðru fram. Svo lengi sem ég lifi mun ég aldrei gera lítíð úr þeim sem særðust eða létust í árásinni, eða hetjulegri framgöngu lögreglu þennan hörmulega dag,“ sagði Pence. Pence kvaðst jafnframt íhuga að bjóða sig fram í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar 2024. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Mike Pence fór hörðum orðum um forsetann fyrrverandi á hátíðarkvöldverði í Washington. Segja má að andað hafi köldi milli þeirra tveggja frá því að Pence hafnaði því að fylgja fyrirmælum Trump, meðal annars um að synja Joe Biden um staðfestingu á kjöri hans sem forseta. Mike Pence var staddur inni í þinghúsinu þegar þúsundir stuðningsmanna Trump ruddust þangað inn daginn örlagaríka, 6. janúar 2021 og stýrði staðfestingu Bandaríkjaþings á kjöri Joe Biden sem forseta sama dag. Á meðan árásinni stóð tísti Trump margsinnis og kallaði eftir því að Repúblikanar myndu „berjast“. Þá hélt því að halda því fram að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum og gagnrýndi Pence fyrir að staðfesta kjör Bidens. „Trump hafði alrangt fyrir sér,“ sagði Pence við blaðamenn og gesti á árlegum hátíðarkvöldverði í Washington sem kallaður er Gridiron. Yfirlýsingar um kosningasvindl hafi jafnframt ekki átt við nein rök að styðjast. Mike Pence segir orð Trump hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og fleiri í þinghúsinu. „Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence. Kallað hafi verið eftir því úr innrásarliðinu að hann skyldi hengdur á staðnum. „Það sem gerðist þennan dag var svívirðilegt og það er beinlínis óheiðarlegt að halda öðru fram. Svo lengi sem ég lifi mun ég aldrei gera lítíð úr þeim sem særðust eða létust í árásinni, eða hetjulegri framgöngu lögreglu þennan hörmulega dag,“ sagði Pence. Pence kvaðst jafnframt íhuga að bjóða sig fram í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar 2024.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira