Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 13:46 Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. aðsend Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi gjöld og tekjur sem sveitarfélag hans fær frá Landsvirkjun. Búrfellsvirkjun, sem er fjórða aflmesta virkjun landsins, er staðsett í sveitarfélaginu. Af öllum mannvirkjum í kringum virkjunina er það einungis stöðvarhúsið sjálft sem ber fasteingagjöld. Frá árinu 1990 hafi störf í kringum virkjunina jafnframt færst frá sveitarfélaginu, að sögn Haraldar. „Við erum með sveitarfélög út á landi, þau hafa ekki tekjustofna fasteignagjalda, hafa ekki útsvarið og hafa í raun og veru engar tekjur af þessu,“ segir Haraldur Þór. Einn milljarður í stað 16-20 „Þrátt fyrir, eins og í tilfelli Landsvirkjunar, að þau greiði einn milljarð í fasteignagjöld til sveitarfélaga út á landi, sem dreifist á milli þeirra, þá eru þetta bara svo ofboðslega litlar tölur. Við sjáum það á því hvernig samfélögin hafa þróast í kringum þetta. Samfélögin byggjast upp og þróast þar sem orkan er notuð.“ Hann segist ekki vilja gagnrýna störf Landsvirkjunar en úrbóta sé þörf á raforkukerfinu sem hafi breyst með því að fara á samkeppnismarkað. „Þetta er bara rangt gefið. Í dag er það þannig að rafmagn á Íslandi er búið, stórnotendur fá sína orku og neytendur eru afgangsstærð. Þegar þetta varð að samkeppnismarkaði hefðum við átt að láta þessa atvinnugrein fá sömu leikreglur, borga gjöld af mannvirkjum. Ef það væru ekki þessi undanþága af öllum mannvirkjunum væru fasteignagjöldin líklega á bilinu 16-20 milljarðar, í stað þess að vera einn milljarður,“ segir Haraldur Þór. Í 58 ára sögu sinni hefur Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Góðvild sveitarfélaga Haraldur segir hagnaðinn að miklu leyti til kominn vegna þess afslátts sem Landsvirkjun fái af fasteignagjöldum. „Ef við horfum á þessa frábæru stöðu Landsvirkjunar sem var kynnt í síðustu viku, þar sem skuldir hafa lækkað gríðarlega og eiginfjárstaða er 330 milljarðar. Ef við horfum bara á afsláttinn af fasteignagjöldunum síðustu tuttugu ár er það hærri tala. Þá getum við alveg sagt: eru það ekki sveitarfélögin úti á landi sem hafa með góðvild sinni fært þjóðinni Landsvirkjun á silfurfati?“ Viðtalið við Harald má hlusta í heild sinni að ofan. Þar ræðir hann einnig bókun sveitarfélags síns um að stoppa skipulagsvinnu í kringum frekari virkjanir vegna stöðunnar. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rekstur hins opinbera Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi gjöld og tekjur sem sveitarfélag hans fær frá Landsvirkjun. Búrfellsvirkjun, sem er fjórða aflmesta virkjun landsins, er staðsett í sveitarfélaginu. Af öllum mannvirkjum í kringum virkjunina er það einungis stöðvarhúsið sjálft sem ber fasteingagjöld. Frá árinu 1990 hafi störf í kringum virkjunina jafnframt færst frá sveitarfélaginu, að sögn Haraldar. „Við erum með sveitarfélög út á landi, þau hafa ekki tekjustofna fasteignagjalda, hafa ekki útsvarið og hafa í raun og veru engar tekjur af þessu,“ segir Haraldur Þór. Einn milljarður í stað 16-20 „Þrátt fyrir, eins og í tilfelli Landsvirkjunar, að þau greiði einn milljarð í fasteignagjöld til sveitarfélaga út á landi, sem dreifist á milli þeirra, þá eru þetta bara svo ofboðslega litlar tölur. Við sjáum það á því hvernig samfélögin hafa þróast í kringum þetta. Samfélögin byggjast upp og þróast þar sem orkan er notuð.“ Hann segist ekki vilja gagnrýna störf Landsvirkjunar en úrbóta sé þörf á raforkukerfinu sem hafi breyst með því að fara á samkeppnismarkað. „Þetta er bara rangt gefið. Í dag er það þannig að rafmagn á Íslandi er búið, stórnotendur fá sína orku og neytendur eru afgangsstærð. Þegar þetta varð að samkeppnismarkaði hefðum við átt að láta þessa atvinnugrein fá sömu leikreglur, borga gjöld af mannvirkjum. Ef það væru ekki þessi undanþága af öllum mannvirkjunum væru fasteignagjöldin líklega á bilinu 16-20 milljarðar, í stað þess að vera einn milljarður,“ segir Haraldur Þór. Í 58 ára sögu sinni hefur Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Góðvild sveitarfélaga Haraldur segir hagnaðinn að miklu leyti til kominn vegna þess afslátts sem Landsvirkjun fái af fasteignagjöldum. „Ef við horfum á þessa frábæru stöðu Landsvirkjunar sem var kynnt í síðustu viku, þar sem skuldir hafa lækkað gríðarlega og eiginfjárstaða er 330 milljarðar. Ef við horfum bara á afsláttinn af fasteignagjöldunum síðustu tuttugu ár er það hærri tala. Þá getum við alveg sagt: eru það ekki sveitarfélögin úti á landi sem hafa með góðvild sinni fært þjóðinni Landsvirkjun á silfurfati?“ Viðtalið við Harald má hlusta í heild sinni að ofan. Þar ræðir hann einnig bókun sveitarfélags síns um að stoppa skipulagsvinnu í kringum frekari virkjanir vegna stöðunnar.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rekstur hins opinbera Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira