Slökkva eldana á BBC: Viðræður ganga vel á milli Lineker og BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2023 08:42 Ljósmyndarar og fjölmiðlamenn eltu Gary Lineker út um allt um helgina. Getty/Hollie Adams/ Mál sjónvarpsmannsins Gary Lineker og ósætti hans við yfirmenn sína hjá BBC virðist vera að leysast eftir að allt sauð upp úr um helgina. Samtakamáttur samstarfsmanna Lineker varð til þess, að eftir að hann var settur út í kuldann fyrir ummæli um bresku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum, þá hættu allir sérfræðingar við að mæta í þáttinn þannig að hann var sendur út í mýflugumynd. Talks between #GaryLineker and the #BBC are reportedly moving in the right direction following a second day of the presenter s absence from Match of the Day.Follow for latest update https://t.co/rYVdhf5nKA— The Independent (@Independent) March 13, 2023 Lineker hafði verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa tjáð sig um útlendingamál í Bretlandi en hann gagnrýndi þá stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks og líkti henni við hugsunarhátt Þjóðverja á tímum Nasista. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur, að tjá sig um pólitísk málefni. Lineker stóð hins vegar fastur á sínu og neitaði að biðjast afsökunar. Talks between Gary Lineker and BBC "moving in right direction" but all issues "not fully resolved", sources say https://t.co/oO3fQPRZj3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 12, 2023 Tim Davie, yfirmaður hjá BBC og sá sem tók þessa ákvörðun um að setja Lineker út í kuldann, þurfti að biðja áskrifendur afsökunar á hvernig hlutirnir fóru um helgina. Einn vinsælasti þátturinn var sendur út án sérfræðinga eða umsjónarmanns. Þátturinn var bara fimmtán mínútur en er vanalega klukkutíma lengri en það. Afleiðingarnar voru ekki bara á Match of the Day þáttinn heldur á alls konar tengda dagskrá á miðlum BBC því allir stóðu fast við bakið á Lineker. Nýjustu fréttir af málinu eru að viðræður milli hans og breska ríkisútvarpsins gangi vel. Samkvæmt frétt á vef BBC þá lítur allt út fyrir það að Lineker komi aftur til starfa og dagskrá þáttarins vinsæla getur þá tekið upp þráðinn og haldið áfram í sömu mynd. Viðræður eru vissulega sagðar ganga mjög vel á milli aðila en einn eigi þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Lineker er fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins auk þess að gera flotta hluti með liðum eins og Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur. Hann hefur undanfarin ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja, og er orðinn einn þekktastir og vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Samtakamáttur samstarfsmanna Lineker varð til þess, að eftir að hann var settur út í kuldann fyrir ummæli um bresku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum, þá hættu allir sérfræðingar við að mæta í þáttinn þannig að hann var sendur út í mýflugumynd. Talks between #GaryLineker and the #BBC are reportedly moving in the right direction following a second day of the presenter s absence from Match of the Day.Follow for latest update https://t.co/rYVdhf5nKA— The Independent (@Independent) March 13, 2023 Lineker hafði verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa tjáð sig um útlendingamál í Bretlandi en hann gagnrýndi þá stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks og líkti henni við hugsunarhátt Þjóðverja á tímum Nasista. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur, að tjá sig um pólitísk málefni. Lineker stóð hins vegar fastur á sínu og neitaði að biðjast afsökunar. Talks between Gary Lineker and BBC "moving in right direction" but all issues "not fully resolved", sources say https://t.co/oO3fQPRZj3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 12, 2023 Tim Davie, yfirmaður hjá BBC og sá sem tók þessa ákvörðun um að setja Lineker út í kuldann, þurfti að biðja áskrifendur afsökunar á hvernig hlutirnir fóru um helgina. Einn vinsælasti þátturinn var sendur út án sérfræðinga eða umsjónarmanns. Þátturinn var bara fimmtán mínútur en er vanalega klukkutíma lengri en það. Afleiðingarnar voru ekki bara á Match of the Day þáttinn heldur á alls konar tengda dagskrá á miðlum BBC því allir stóðu fast við bakið á Lineker. Nýjustu fréttir af málinu eru að viðræður milli hans og breska ríkisútvarpsins gangi vel. Samkvæmt frétt á vef BBC þá lítur allt út fyrir það að Lineker komi aftur til starfa og dagskrá þáttarins vinsæla getur þá tekið upp þráðinn og haldið áfram í sömu mynd. Viðræður eru vissulega sagðar ganga mjög vel á milli aðila en einn eigi þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Lineker er fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins auk þess að gera flotta hluti með liðum eins og Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur. Hann hefur undanfarin ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja, og er orðinn einn þekktastir og vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar.
Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira